Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1920 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Af hverju tárumst við þegar við skerum lauk?

Laukur er ríkur af B-, C- og G-vítamínum, próteinum, sterkju og lífsnauðsynlegum frumefnum. Efnasamböndin í lauknum innihalda efni sem vernda magann og ristilinn og koma í veg fyrir húðkrabbamein. Laukurinn verkar einnig gegn bólgu, astma og sykursýki og kemur í veg fyrir blóðtappa, of háan blóðþrýsting, blóðsykur...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef mismikið af lofti er í tveimur jafnstórum jeppadekkjum fara þau þá sömu vegalengd með jafnmörgum snúningum?

Svarið er nei: Ef dekkin snúast jafnmarga snúninga og renna ekki til á veginum, þá fer dekkið sem meira loft er í lengri leið. Ef dekkin eru hvort sínu megin á bíl sem ekur eftir beinum vegi, þá snýst dekkið sem minna loft er í fleiri umferðir. Vegalengdin sem dekkið fer í einum snúningi ræðst af virkum geisla ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru stærstu rotturnar á Íslandi stórar?

Í grein sinni „Nagdýr á Íslandi“ í ritinu Villt íslensk spendýr, segir Karl Skírnisson líffræðingur að búklengd brúnrottunnar (Rattus norvegicus) sé 18-26 cm og halinn 15-22 cm langur. Þyngdin er á bilinu 140-400 g. Brúnrotta (Rattus norvegicus) Í erlendum rannsóknum kemur fram að afar sjaldgæft sé að rottur ver...

category-iconLandafræði

Er Nykur eða Nykurtjörn að finna á fleiri stöðum en í Svarfaðardal á Norðurlandi?

Örnefnið Nykurtjörn er að finna á nokkrum stöðum á landinu, meðal annars upp af Grund í Svarfaðardal í Eyjafirði (JÁ III:211) og á Garðshornsheiðum í Svarfaðardal. Ein Nykurtjörnin er á Arnhólsstöðum í Skriðdal, ein á Tindum í Geiradal, ein á merkjum Kvígsstaða og Fossa í Andakíl og ein í Kasthvammi í Laxárdal í S...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju hefur ljós ávallt sama hraða og hve mikil orka er fólgin í því að viðhalda þeim hraða?

Til að svara því hvers vegna ljóshraði helst jafn í tómarúmi má benda á svör Þorsteins Vilhjálmssonar við eftirfarandi spurningum: Er hraði ljóssins breytilegur? Af hverju ferðast ljósið 300.000 km á sekúndu? Er ljóshraðinn mesti hraði í heimi? Hvers vegna er ekki hægt að ferðast á sama hraða og ljósið, til ...

category-iconSálfræði

Hvað er kulnun í starfi?

Það er talað um kulnun í starfi þegar fólk getur ekki sinnt vinnunni sinni á fullnægjandi hátt lengur vegna þess að því finnst það vera örþreytt og úrvinda, hefur streitueinkenni, er sinnulítið um vinnuna, hefur litla starfslöngun og finnst það vanhæft til að sinna skyldum sínum á vinnustað. Auðvitað er fólk mi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort heitir skógurinn austan við Sogið Þrastaskógur eða Þrastarskógur?

Skógurinn heitir Þrastaskógur, það fer ekki á milli mála. Um það má lesa í bók Jóns M. Ívarssonar: Vormenn Íslands. Saga UMFÍ í 100 ár (Reykjavík 2007), bls. 639–640. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri keypti þessa spildu úr Öndverðarneslandi árið 1911 og gaf UMFÍ. Tveimur árum síðar var svæðinu gefið nafnið Þrastas...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er merkingin í viðskeytunum -ismi og -isti, samanber módernismi og póstmódernisti?

Viðskeytin –ismi og –isti bera sjálf enga merkingu en þau setja þau orð sem þeim er skeytt við í ákveðna merkingarflokka. Viðskeytið –ismi er ekki virkt til nýmyndunar í íslensku en það er notað við aðlögun tökuorða sem borist hafa hingað úr dönsku með viðskeytinu –isme eða úr ensku með viðskeytinu –ism. Þannig tá...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig sitja menn eftir með sárt ennið?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Hvaðan er máltækið að sitja eftir með sárt ennið komið? Hvernig er hægt að sitja eftir með sárt enni? Orðasambandið þekkist að minnsta kosti frá miðri 18. öld og er merkingin 'missa af feng, verða fyrir vonbrigðum'. Í seðlasafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi úr þýðin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig hefur munnvatn úr leðurblöku áhrif á storknun blóðs?

Í munnvatni leðurblaka af tegundum Desmodus spp. sem í daglegu tali eru nefndar vampírur er efni hefur áhrif á storknun blóðs. Þetta efni er hvati sem nefnist á fræðimáli desmoteplase (DSPA). Hann hefur það hlutverk að óvirkja storkuprótín í blóði fórnarlambsins og koma í veg fyrir storknun þess svo blóðið flæði ó...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað geturðu sagt mér um Satúrnus?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hvenær fannst Satúrnus og af hverju heitir hún Satúrnus? (Fríða Guðrún f. 1989)Hver er eðlismassi Satúrnusar og hvað er hann þungur? (Fríða Guðrún f. 1989)Hvernig er Satúrnus frábrugðin hinum reikistjörnunum? (Harpa Gunnarsdóttir)Hvernig er lofthjúpur Satúrnusar? (S...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er Satúrnus með hringi?

Hér er einnig svarað spurningu Bjarna Gunnarssonar:Hvað eru "hringir Satúrnusar" og hvað er svona merkilegt við þá?Hringir Satúrnusar eru vitaskuld helsta einkenni þessarar mikilfenglegu reikistjörnu. Þeir sáust fyrst árið 1610 þegar ítalski stjörnufræðingurinn Galíleó beindi sjónauka sínum í átt að reikistjörnunn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér frá vampírum, til dæmis leðurblökuvampírum og iglum?

Lesa má um iglur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað lifa iglur (blóðsugur) lengi og hvernig fjölga þær sér? Hér verður því einvörðungu sagt frá vampíruleðurblökum.Leðurblökur (Chiroptera) hafa þróað með sér afar mismunandi leiðir við fæðuöflun. Fjölmargar tegundir éta ávexti og fræ og gegna mikilvægu hlut...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er forystufé alltaf mislitt og hagar það sér öðruvísi en annað fé?

Forystufé er vel þekkt á Íslandi. En af hverju er til forystufé á Íslandi en ekki í öðrum nálægum löndum? Hefur þetta fé eiginleika sem eru, eða voru, verðmætir? Hvaða eiginleika hafa kindur af þessum stofni og eru þeir aðrir en eiginleikar annars íslensks fjár? Lítur þetta fé öðruvísi út en annað fé? Þet...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig þróaðist heilinn í hryggdýrum?

Talið er að hryggdýr hafi komið fram fyrir um 500 milljónum ára. Mikil tegundaútgeislun (lesa má um tegundaútgeislun í svari sama höfundar við spurningunni Hvað geturðu sagt mér um þróun apa?) varð meðal fiska fyrir um 400 milljónum ára og um 50 milljónum árum síðar varð mikil fjölgun nýrra tegunda meðal frosk- og...

Fleiri niðurstöður