Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1231 svör fundust

category-iconEfnafræði

Úr hverju er rjómi og hvernig er hann búinn til?

Einfalda svarið er að rjómi er búinn til úr mjólk, með því að skilja mjólkurfitu frá mjólkinni. Uppistaðan í mjólk er vatnsfasi (um 87% af mjólkinni) sem inniheldur aðallega prótín, fituefni/lípíð og kolvetni á formi mjólkursykurs/laktósa. Mjólkin inniheldur einnig vítamín og steinefni. Þegar mjólkin kemur bein...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Eru rafsegulbylgjur frá farsímum og öðrum raftækjum skaðlegar heilsunni eða erfðaefninu?

Vísindavefnum hafa borist nokkrar spurningar um skaðleg áhrif rafsegulbylgna, svo sem frá GSM-símum, örbylgjuofnum, útvarpssendum og raflínum. Í þessu svari er fjallað um öll þessi efni í samhengi. Bylgjur frá útvarpssendum, símum og örbylgjuofnum eru rafsegulbylgjur rétt eins og sýnilegt ljós, röntgengeislar, ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er upphaf algebru og hvenær barst hún til Evrópu?

Þegar flett er upp í ritum um sögu stærðfræðinnar er að finna klausur um algebru meðal menningarþjóða í Egyptalandi, Babýloníu og Kína löngu fyrir daga Krists. Þessar þjóðir fengust við algebru í þeim skilningi að menn leystu til dæmis fyrsta stigs jöfnur með einni eða tveimur óþekktum stærðum, þekktu Pýþagórasarr...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er hægt að eyða rafsegulbylgjum með tóli sem er grafið í garðinum hjá manni? Skiptir máli hvernig rafmagnsklær snúa?

Svarið við fyrri spurningunni er nei: Það er ekki hægt að eyða rafsegulbylgjum inni í húsi með tóli sem grafið er í jörð úti í garði. Hins vegar er vel hægt að eyða rafsegulbylgjum af tilteknum tegundum með því að útbúa húsið sjálft með viðeigandi hætti sem lýst er í svarinu. Svarið við seinni spurningunni er líka...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er einkennandi fyrir tungl Júpíters, sérstaklega Kallistó, Ganýmedes, Íó og Evrópu?

Umhverfis stærstu reikistjörnu sólkerfisins, Júpíter, ganga að minnsta kosti 39 tungl. Þau stærstu, sem spyrjandi spyr sérstaklega um, nefnast einu nafni Galíleóstungl og draga heiti sitt af ítalska stjörnufræðingnum Galíleó Galílei sem uppgötvaði þau í janúarmánuði 1610. Frá því að Galíleó uppgötvaði tunglin 4 ha...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað eru smástirni?

Hér er einnig svarað spurningu Grétars Ómarssonar:Eru til góðar myndir af smástirninu Seres milli Mars og Júpíters?Smástirni eru öll lítil (þvermál er innan við 1000 km) berg- og málmkennd fyrirbæri í sólkerfinu sem hafa enga halastjörnuvirkni, ganga um sólina en eru ekki nægilega stór til að geta talist til pláne...

category-iconJarðvísindi

Hversu algengt er að nýjar eyjar verði til í eldgosum?

Þessu er nú tæplega auðsvarað fyrir heiminn allan, en svo vel vill til að Sigurður heitinn Þórarinsson skrifaði grein um neðansjávargos við Ísland í Náttúrufræðinginn árið 1965. Þá var Surtseyjargosið 1963-67 í algleymingi og efnið ofarlega á baugi. Í inngangi að greininni segir Sigurður frá nokkrum þeirra erlendu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um tannhvali?

Tannhvalir (Odontoceti) eru annar tveggja undirættbálka núlifandi hvala, en hinn er skíðishvalir (Mysticeti). Til tannhvala teljast tæplega 80 tegundir, en þess ber þó að geta að flokkunarfræðingar eru ekki sammála um nákvæman fjölda tegunda. Tannhvalir eru talsvert útbreiddari en skíðishvalir, en þeir finnast í ö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru spanhellur hættulegar heilsu manna og ætti að nota blýsvuntur til að verjast geislun frá þeim?

Með aukinni notkun rafmagns og raftækja undanfarin ríflega hundrað ár hafa jafnframt aukist áhyggjur manna af hættum sem geta skapast af henni, og eru þar með taldar hættur vegna rafsegulsviðs (e. electromagnetic field). Sérstaklega hafa þessar áhyggjur vaxið undanfarin um það bil 40 ár. Þannig þekkjum við flest u...

category-iconLæknisfræði

Hver var William Harvey og hvaða uppgötvanir gerði hann?

Enski læknirinn William Harvey var fyrstur til að lýsa nákvæmlega hringrás blóðsins um líkamann. Hann uppgötvaði að blóðið flæðir frá hjartanu með slagæðum og snýr til baka til hjartans með bláæðum. Hann sannaði að hjartað ynni eins og pumpa og sæi um að dæla blóðinu um líkamann. Uppgötvun hans hefur verið talin m...

category-iconHugvísindi

Hvernig lýsir Paget-sjúkdómur sér og hvaða rök hafa menn fyrir því að Egill Skallagrímsson hafi þjáðst af honum?

Paget-sjúkdómur (e. Paget's disease) eða aflagandi beinbólga, er staðbundinn sjúkdómur í beinum sem kemur oftast fram eftir fertugt. Hann stafar af galla í umsetningu (e. turnover) í beini, það er jafnvægi milli beinmyndunar og -eyðingar raskast, en jafnvægi þar á milli er nauðsynlegt til að halda kalkmagni í blóð...

category-iconJarðvísindi

Er eitthvað líkt með hegðun Kötlu núna og hegðun Eyjafjallajökuls fyrir eldgosið 2010?

Stutta svarið Nei. Lengra svar Hegðun þessara eldstöðva er mjög ólík. Katla hefur verið skjálftavirk í marga áratugi, nánast samfellt. Jarðskorpuhreyfingar hafa mælst umhverfis fjallið en þær eru litlar og samsvara engan veginn því rúmmáli kviku sem búast má við í venjulegu gosi. Eyjafjallajökull lét lítið á...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Ole Rømer og hvert var framlag hans til vísindanna?

Haustið 1676 skráði danski stjörnufræðingurinn Ole Rømer nafn sitt á spjöld sögunnar, þegar hann sýndi fram á það fyrstur manna, að ljósið hreyfist með endanlegum hraða. Niðurstaðan byggðist á myrkvaathugunum, það er að segja mælingum á því hvenær Jó, eitt af tunglum Júpíters, hvarf í skugga móðurstjörnunnar og hv...

category-iconStjórnmálafræði

Nákvæmlega hverju breytir Lissabon-sáttmálinn um áhrif smáríkja innan ráðs ESB á næstu árum?

Aðferðir við töku ákvarðana, vægi atkvæða og reglur um aukinn meirihluta hafa alla tíð verið mjög til umræðu í ESB, ekki síst síðastliðin 10-15 ár eftir að menn sáu fram á verulega stækkun sambandsins. Flest nýju ríkin teljast til smáríkja og því hefur staða slíkra ríkja oft verið í brennipunkti umræðunnar. Mögule...

category-iconVeðurfræði

Er mikill munur á vindhraða í lægðum sem koma yfir Ísland og fellibyljum sem ganga yfir Ameríku?

Já, það getur verið mikill munur. Vindhraði í verstu fellibyljum er allmiklu meiri en í verstu vetrarlægðum. Í textanum hér að neðan er lítillega fjallað um styrkleikaflokkun hitabeltisstorma og fellibylja. Að meginhluta er textinn lausleg þýðing á skilgreinandi texta bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar – les...

Fleiri niðurstöður