Hvers vegna notar fólk ekki hanska þegar íslensk gömul handrit eru handfjötluð? Það sést aftur og aftur í sjónvarpi þegar fræðimenn, fréttamenn og aðrir fletta þessum dýrgripum með berum höndum og strjúka síður og skilja eftir óhreinindi og fitu.Starfsmenn safna hafa löngum notað hvíta bómullarhanska þegar þeir handleika gamla safngripi. Talið er að notkun hanska á söfnum megi rekja til ljósmyndara á 19. öld sem vildu ekki að fingraför sætu á myndum og glerplötum og var hún síðan tekin upp af starfsmönnum safna sem varðveittu hluti sem fingraför sjást greinilega á. Hanskanotkun jókst smám saman og voru hanskar líklega víða teknir í notkun í því skyni að leggja áherslu á sérstöðu og gildi safngripa — einnig hefur notkun hvítra hanska trúlega aukist vegna þess að hvíti liturinn tengist hreinleika og er traustvekjandi. Samt virðist sem víðtæk hanskanotkun í handritasöfnum sé ekki eldri en frá níunda áratug síðustu aldar og reyndar er líklegt að handritaforverðir og handritafræðingar hafi farið að nota hanska á sínum tíma án þess að styðjast við nokkra vísindalega rannsókn.
- Cathleen A. Baker & Randy Silverman. 2005. „Misperceptions about White Gloves“. International Perservation News. A Newsletter of the IFLA Core Activity on Preservation and Conservation, bls. 4–8. https://www.loc.gov/preservation/about/faqs/ipnn37.pdf. [Skoðað 11. maí 2021.]
- Claire S. Barker. 2010. „How To Select Gloves: An Overview For Collections Staff“. Conserve O Gram, nr. 1/12. https://www.nps.gov/museum/publications/conserveogram/01-12.pdf. [Skoðað 28. maí 2021.]
- British Library. „Using gloves with books and manuscripts“. British Library. Help. https://www.bl.uk/help/using-gloves-with-books-and-manuscripts. [Skoðað 11. maí 2021.]
- British Library. 2011. „White Gloves or Not White Gloves“. British Library. Medieval manuscripts blog. https://blogs.bl.uk/digitisedmanuscripts/2011/08/white-gloves-or-not-white-gloves.html. [Skoðað 11. maí 2021.]
- Alison Harding-Hlady. 2019. „The gloves come off!“ Library and Archives Canada Blog. https://thediscoverblog.com/tag/gloves/. [Skoðað 11. maí 2021.]
- Margit J. Smith. 2016. „White gloves, required — or not? “Care and conservation of manuscripts 15. Proceedings of the fifteenth international seminar held at the University of Copenhagen 2nd–4th April 2014, bls. 37–52. Museum Tusculanum Press, University of Copenhagen.
- X04-001_SLM5344 | Här på ett av Sveriges äldsta fotografier … | Flickr. (Sótt 26.05.2021). Myndin tilheyrir Sörmlands museum og er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution-NonCommercial-ShareAlike 2.0 Generic — CC BY-NC-SA 2.0.
- Seinni myndin er tekin af Kristni Ingvarssyni. © Kristinn Ingvarsson.