Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 171 svör fundust
Geta lífverur þróast í stökkum vegna stökkbreytinga?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Talað er um lífverur sem stökkbreytast með tíð og tíma eftir því hvað stökkbreytingin er hentug hverjum stað fyrir sig. Hvað tekur eiginlega langan tíma fyrir lífverur að stökkbreytast eða þróast, eru það áratugir, hundruðir, þúsundir eða miljón ár? Stökkbreytingar eru hráe...
Hefur COVID-19 lagst harðar á karla en konur og hvað gæti skýrt það?
Fyrstu tölur um dauðsföll vegna veirunnar sem veldur COVID-19 bentu til þess að karlar væru í meiri hættu á að fá alvarlegan sjúkdóm en konur. Þetta virðist vera rétt, en ekki er vitað hvað veldur þessum mun á áhættu og hvort það er aðeins kynið sem hefur þar áhrif. Veiran sem veldur COVID-19 hefur breiðist mjö...
Hvaða sérfræðingum á að treysta í málefnum sem tengjast COVID-19?
Sérfræðingar gegna tveimur mikilvægum hlutverkum í COVID-19-faraldrinum. Í fyrsta lagi aðstoða þeir stjórnvöld við stefnumótun og í öðru lagi sjá þeir um að upplýsa almenning og byggja upp traust. En þá vaknar mikilvæg spurning: hverjir eru þessir sérfræðingar? Hverjir eiga að aðstoða stjórnvöld við stefnumótun og...
Mun ómíkron útrýma delta og öðrum afbrigðum veirunnar?
Frá því að SARS-CoV-2 faraldurinn hófst undir lok árs 2019 hefur veiran dreifst um heimsbyggðina og þróast í ólík afbrigði. Afbrigði myndast hjá veirum þegar nægilega margar og áhrifaríkar stökkbreytingar hafa orðið á erfðaefninu, til að eiginleikar veirunnar breytist miðað við upprunalegu gerðina (eða önnur afbri...
Eru til mörg afbrigði af bleikju í íslensku ferskvatni?
Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst í stöðuvötnum, ám og lækjum á norðurslóðum. Margir vita að bleikja er góður matfiskur, en færri vita hins vegar um þann mikla fjölbreytileika sem finnst meðal bleikju hér á landi. Á Íslandi finnst bleikjan bæði sem sjóbleikja (e. anadromous charr) og l...
Hvað hefur áhrif á kyneinkenni og kynhneigð?
Stutta svarið Eiginleikar einstaklinga allra tegunda á jörðinni mótast af þremur þáttum: erfðum, umhverfi og tilviljunum. Breytileiki milli einstaklinga mótast einnig af samspili þáttanna þriggja. Þessir þrír þættir, og samspil þeirra á milli, hafa þess vegna áhrif á kyn, kyneinkenni, kynvitund og kynhneigð fól...
Hvaða lönd hafa einfaldasta skattkerfið?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvaða lönd hafa einfaldasta skattkerfið? Er slíkt skattkerfi góður kostur? Ekki er einfalt mál að skera úr um einfaldleika skattkerfa. Á að miða við hversu margar síður skattalögin eru í lagasafninu? Á að miða við hversu langan tíma það tekur einstakling eða lögaðila að fyl...
Hvaða áhrif hafði grísk menning á hina rómversku?
Rómverska skáldið Quintus Horatius Flaccus (65-8 f.Kr.) komst svo að orði að hið hertekna Grikkland hefði fangað ósiðmenntaðan sigurvegarann og fært listirnar inn í Latíumsveit (Hor. Epist. 2.1.156-7). Það má segja að Hóras, eins og skáldið er oft nefnt á íslensku, hafi að vissu leyti hitt naglann á höfuðið því gr...
Hvers vegna er skammtafræðin svona ólík klassískri eðlisfræði?
Hér er einnig svarað spurningum Birgis Haukssonar: Hvernig er kenningin í skammtafræði um að hlutur geti verið á 2 stöðum á sama tíma? Hvaða rit eru til á íslensku, á mannamáli, um skammtafræði? Skammtafræði er í grundvallaratriðum frábrugðin klassískri eðlisfræði. Það helgast af því að þessar tvær kenningar...
Hvað var Gúlag og hvað fór fram í þessum fangabúðum Stalíns?
Orðið GULAG (eða GULag) er skammstöfun og stendur fyrir Главное Управление Лагерей (Glavnoe Upravlenie Lagerej) sem þýðir einfaldlega „yfirstjórn búða“. Heitið er tilkomið...
Var COVID-19-veiran búin til á rannsóknastofu í Wuhan og sett saman úr SARS og HIV?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað með þær sögusagnir að COVID-19 veiran eigi sér uppruna á rannsóknastofu þar sem þróun sýklahernaðar hefur verið í gangi í Wuhan og þar séu margar slíkar rannsóknarstofur? Fleiri sögusagnir herma að COVID-19 veiran sé samansett úr SARS og AIDS-vírusum, er eitthvað til í því? ...
Hvort er líklegra að veiran sem veldur COVID-19 verði hættulegri eða hættuminni fyrir menn vegna stökkbreytinga?
Breytingar á erfðaefni leiða sjaldan til stökka í gerð eða hæfni lífvera[1] og flestar stökkbreytingar sem finnst í stofnum eru hlutlausar.[2] Stökkbreytingar sem skemma gen og draga úr hæfni eru kallaðar neikvæðar en þær sem auka hæfni lífveru á einhvern hátt eru kallaðar jákvæðar. Jákvæð breyting á veiru getur h...
Hefur D-vítamín áhrif á COVID-19?
Meðal fjölmargra þátta sem brenna á vísindamönnum í tengslum við COVID-19 (e. coronavirus disease 2019) er áhrif næringarástands á horfur sjúkdómsins. Þar hefur D-vítamín verið ofarlega á baugi en margar spurningar hafa vaknað í þessu samhengi: Veldur D-vítamínskortur verri horfum hjá sjúklingum með COVID-19? ...
Mun bóluefni við COVID-19 nokkuð virka á alla stofna veirunnar?
Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan dag, er það ekki rétt að inflúensa er margir stofnar og bóluefni miðast við að koma í veg fyrir að fólk smitist af einhverjum tilteknum stofnum. Nú er talað um að það séu margir stofnar af COVID í gangi í heiminum, og fer fjölgandi með stökkbreytingum. Gildir ekki það sama ...
Eru maurategundir ágengar á Íslandi?
Nær öll dýr sem finnast á Íslandi í dag námu land eftir síðustu ísöld.[1] Staðsetning landsins í miðju Atlantshafi er ekki mjög heppileg fyrir landnám dýra[2] en landnám og búseta manna með tilheyrandi búfénaði, varningi og verslun við önnur lönd hefur auðveldað nýjum dýrategundum að berast til landsins. Öldum sam...