Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 15 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er blóðtappi?

Blóðtappi er blóð sem storknað hefur í æð og getur stíflað hana. Þá fær vefjasvæðið sem æðin sér um að veita blóði til ekki nægilegt súrefni og deyr. Ef þetta gerist í kransæð er talað um kransæðastíflu eða hjartaáfall og afleiðingin er hjartadrep. Gerist þetta aftur á móti í heilanum er talað um heilaáfall eða he...

category-iconLæknisfræði

Hvað er hálsrígur og hvað orsakar hann?

Hálsrígur lýsir sér helst sem verkur og stífni í hálsi, sem oft fylgja erfiðleikar við að snúa eða hreyfa höfuðið. Ekki er til nein ákveðin læknisfræðileg skilgreining á hálsríg þar sem hugtakið getur haft ólíka merkingu fyrir einstaklingum. Fólk fær helst hálsríg eftir að hafa haft hálsinn í óþægilegri stöðu í le...

category-iconLæknisfræði

Væri hægt að framleiða dópamín sem verkjalyf í staðinn fyrir morfín?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Náttúruleg „verkjalyf“ líkamans eins og dópamín virðast hvorki hafa eitrunar- né ávanabindandi áhrif, eins og t.d. morfín. Svo hvers vegna er dópamín þá ekki bara framleitt sem lyf til sölu, í staðinn fyrir hættulegu, ávanabindandi gerviefnin? Taugaboðefni eru sameindir, oft...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur S. Andrésson rannsakað?

Ólafur S. Andrésson er prófessor í erfðafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann fæst einkum við rannsóknir á sambýli sveppa og blágrænbaktería í fléttum, hvernig slík sambýli verða til í náttúrunni og hvaða sameindir og eðlisþættir einkenna þau. Fléttur (skófir, hreindýramosi, fjallagrös o...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Parkinsonssjúkdómur?

Parkinsonssjúkdómur er kenndur við enski lækninn James Parkinson sem uppgötvaði hann árið 1817. Sjúkdómurinn einkennist af stífleika í vöðvum, skjálfta og minni hreyfigetu. Við honum er engin lækning en með lyfjagjöf er hægt að halda sjúkdómnum í skefjum í langan tíma. Nú nýlega er með góðum árangri farið að græð...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að lækna hrygggigt eða er bara hægt að halda einkennum niðri með lyfjum?

Hrygggigt (Spondylitis ankylopoetica) er sjúkdómur sem greinilega hefur fylgt mannkyninu lengi. Sýnt hefur verið fram á hryggikt í múmíum úr gröfum Forn-Egypta og einnig hafa fundist merki um sjúkdóminn í líkamsleifum frá því um 3000 árum fyrir Krist. Ekki er vitað með vissu um algengi hrygggigtar, en talið er...

category-iconEfnafræði

Er kvikasilfur hættulegt fyrir heilsuna og hvernig berst það í líkamann?

Kvikasilfur er frumefni og tilheyrir hópi mjúkra málma. Eins og við á um flest önnur frumefni finnst það oftast sem efnasamband. Kvikasilfur er að finna í jarðskorpunni, í jarðvegi, bergi og vatni og jafnvel að einhverju leyti í andrúmsloftinu. Það kemur fyrir sem frumefnið kvikasilfur sem er fljótandi málmur eða ...

category-iconLæknisfræði

Hver eru einkenni blóðtappa í fæti?

Áður hefur verið fjallað um blóðtappa í hægra og vinstra heilahveli í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað er blóðtappi? Í blóðinu eru efni og ferlar sem stjórna því að blóð storknar þegar á þarf að halda, til dæmis til að loka sári og til að hindra útbreiðslu sýkingar. Blóð getur þó einnig stor...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Telja vísindamenn að það sé gagnlegt að „rúlla“ vöðva eftir æfingar?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Telja vísindamenn að það geri eitthvað gagn að „rúlla“ vöðva eftir æfingar? Ef svo er, hvenær er þá best að „rúlla“? Á síðustu árum hefur það að „rúlla“ vöðva átt verulegum vinsældum að fagna meðal almennings og þá sérstaklega íþróttamanna sem lýsa því að aðferðin minnki þreyt...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Gerir bandvefslosun sem nú er vinsæl á líkamsræktarstöðvum eitthvað gagn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Bandvefslosun er vinsæl núna á líkamsræktarstöðvum. Er þetta alvöru fyrirbæri sem er gagnlegt? Bandvefur er mjög víða í líkamanum, í raun og veru alls staðar. Sá bandvefur sem oftast er talað um í samhengi við bandvefslosun er bandvefsslíður (e. fascia) sem umvefur að...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvaða íþróttir eru best til þess fallnar að efla og bæta hreyfiþroska barna?

Stutta svarið við spurningunni er að engin ein íþróttagrein gerir það. Mikilvægt er að ung börn fái tækifæri til fjölbreyttrar hreyfingar og endurtekinnar æfingar til að bæta hreyfiþroska sinn. Iðkun einnar íþróttagreinar krefst ákveðinnar samhæfingar sem er sérstök fyrir þá grein og gefur ekki þá fjölbreytni sem ...

category-iconSálfræði

Hafa tilgátur Howards Gardners um fjölgreindir verið sannaðar?

Skilgreiningin á greind hefur lengi verið umdeild. Til dæmis skilgreina menn greind ólíkt eftir því hvaða eiginleika þeir meta mest í fari annarra. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að greind sé ekkert annað en það sem greindarpróf mæla! Nokkur samstaða virðist þó vera um að greind feli í sér getu til a...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ef fólk fer að eiga erfitt með tal vegna taugasjúkdóma ætti það þá að læra táknmál?

Táknmál eru tungumál sem heyrnarlausir nota yfirleitt sín á milli og við aðra sem þeir umgangast í daglegu lífi, þrátt fyrir að þeir viðmælendur hafi fulla heyrn. Forsenda fyrir því að einstaklingur noti táknmál þegar tal er farið að versna, er að einhver í umhverfinu kunni táknmál og skilji hvað hann er að segja....

category-iconSálfræði

Hvað eru til margar gerðir af sálfræði?

Sálfræði skiptist í ótalmargar, en mistengdar, undirgreinar. Þær eiga aðallega tvennt sameiginlegt: Viðfangsefni þeirra er hugarstarf og/eða hegðun, sem þær reyna að nálgast með vísindalegum rannsóknaraðferðum. Það er ómögulegt að telja upp allar gerðir af sálfræði en hér að neðan er reynt að gera stuttlega gre...

category-iconLæknisfræði

Hvað er hæðarveiki?

Þegar komið er upp í mikla hæð, 2500 metra yfir sjávarmál eða meira, getur svonefnd hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Súrefni minnkar eftir því sem hærra dregur og líkaminn bregst við súrefnisskorti með því að setja í gang aðlögunarferli. Þessi viðbrögð líkamans duga þó ekki alltaf til eða g...

Fleiri niðurstöður