Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10 svör fundust
Á að segja: „Að leggja að velli“/„að leggja af velli“; „að gefnu tilefni“/„af gefnu tilefni“; „að leggja að mörkum“/„að leggja af mörkum“?
Leggja einhvern að velli: Merkingin er að 'fella einhvern, sigra einhvern'. Að baki liggur nafnorðið völlur og á orðasambandið rætur að rekja til þess er menn féllu til jarðar í bardaga. Þeir féllu þá til jarðar, að vellinum. Þess vegna er forsetningin að sú sem nota á. Að gefnu tilefni: Í þessu fasta orðasamba...
Hvað er í vændum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Í vændum... enn eitt af þessum torkennilegu „bara í þessu orðasambandi“ orðum, sem við notum og skiljum kannski frasann í heild en vitum (almennt) ekkert um það eitt & sér ... hvað er þetta orð? Vændir? Kvenkynsorðið vænd merkir ‘von, horfur, líkindi’ og orðasambandið vera í væ...
Hvernig er hægt að hæla einhverjum upp í hástert?
Að hæla einhverjum upp í hástert merkir að 'hrósa einhverjum afar mikið’. Einnig er talað um að hrósa einhverjum upp í hástert og lofa einhvern upp í hástert í sömu merkingu og er hið síðast nefnda elst í söfnum Orðabókar Háskólans. Dæmi eru um að þrasa við einhvern upp í hástert, rífast við einhvern upp í hástert...
Hvað er að fetta fingur út í eitthvað?
Einnig var spurt:Hvaðan kemur orðatiltækið 'að fetta fingur út í eitthvað'? Orðasambandið að fetta fingur út í eitthvað merkir að ‘gagnrýna eitthvað, finna að einhverju’. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá fyrri hluta 18. aldar: Að þeim blístra menn og fetta fingur, hvar sem þeir verða á v...
Hvaða 'mjalla' er átt við þegar menn eru ekki með öllum mjalla?
Orðið mjalli merkir ‘skynsemi, heilbrigði, vit’ en einnig ‘hvítleiki’. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um mjalla í orðasambandi er úr skrifum Árna Magnússonar handritasafnara rétt fyrir aldamótin 1700. Hann er þar að skýra sambandið ekki er mjallinn á og segir það merkja ‘ekki fer vel’. Elstu dæmi Orðabókarinna...
Hvaðan kemur orðasambandið 1700 og súrkál?
Súrkál þekktist hér á landi að minnsta kosti frá lokum 17. aldar. Í ritinu Íslensk matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur (1999:298–299) er kafli um súrkál og hvernig það var unnið. Samkvæmt því var oftast notað gulrófukál sem skorið var smátt og sett út í síað skyr eða stundum súrmjólk. Þótti þetta ágætis matur á ...
Hvernig verka leitarvélar?
Leitarvélar á vefnum eru samsettar úr tveimur aðskildum einingum. Annars vegar er hópur tölva, svokallaðar köngulær, sem rekja sig í sífellu í gegnum vefinn og geyma allar síður sem þær finna í risastórum gagnagrunni, og hins vegar eru vefþjónar sem fólk um allan heim getur notað til að leita í gagnagrunninum. ...
Hafa fjölmiðlar áhrif á þróun íslenskrar tungu?
Vissulega geta fjölmiðlar haft áhrif á málfar almennings bæði til ills og góðs en mikilvægt er að þeir sýni gott fordæmi í hvívetna. Þeir eiga að vera fyrirmynd um vandað mál. Allir, sem orðnir eru læsir, lesa eitthvað í dagblöðum nær daglega og allir hlusta á útvarp og/eða sjónvarp. Ef við lítum fyrst á prent...
Hvaða villur eru þetta þegar einhver fer villur vegar?
Stutta svarið er að 'villur' getur bæði verið fleirtölumynd nafnorðsins 'villa' eða lýsingarorðið 'villur' sem nú heyrist sjaldan. Seinni merkingin er sú upprunalega. Orðasambandið fara villur vega(vegar) merkir að 'hafa rangt' fyrir sér eða 'skjátlast'. 'Villur' í orðasambandinu er upprunalega lýsingarorð með ...
Hvernig springa menn á limminu?
Orðið limm virðist ekki notað nema í þessu eina orðasambandi að springa á limminu. Það er fletta í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:563) og er þaðan vísað í dimmalimm í merkingunni ‘ölórar; drykkjusöngur’. Ásgeir telur að limm sé líklega stytting úr dimmalimm. Þegar menn hafa fengið sér vel...