Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Hvað var tímaritið Eimreiðin gefið út lengi og um hvað fjallaði það?

JGÞ

Tímaritið Eimreiðin kom út í Kaupmannahöfn 1895-1918 og síðan í Reykjavík frá 1918-1975. Valtýr Guðmundsson (1860-1928) stofnaði tímaritið og ritstýrði því til 1918.

Í Eimreiðinni voru birtar sögur, ljóð, greinar um bókmenntir og ýmis málefni.



Í fyrsta tölublaði Eimreiðarinnar er meðal annars kvæðið „Brautin“ eftir Þorstein Erlingsson, greinin „Járnbrautir og akbrautir“ eftir ritstjórann, „Um lungnatæringu á Íslandi“ eftir Guðmund Magnússon, kvæðið „Á spítalanum“ og „Hryllileg bernskuminning“ eftir Björnstene Björnson.

Í efnisyfirliti 27. árgangs Eimreiðarinnar frá árinu 1921 er að finna grein Gísla Jónssonar „Aðflutningsbannið frá ýmsum hliðum“, greinina „Heimilisiðnaður og framtíð hans“ eftir Guðmund Hannesson, „Hestavísur“ og söguna „Hjálp“.

Á stafræna bókasafninu www.timarit.is geta þeir sem vilja skoðað og lesið ýmislegt úr Eimreiðinni og öðrum blöðum. Til þess þurfa menn að hafa forritið DjVu uppsett á tölvunni.

Heimild og mynd:
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
  • www.timarit.is. Eimreiðin.

Höfundur

Útgáfudagur

9.6.2004

Spyrjandi

Ásgrímur Þ.

Tilvísun

JGÞ. „Hvað var tímaritið Eimreiðin gefið út lengi og um hvað fjallaði það?“ Vísindavefurinn, 9. júní 2004. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4336.

JGÞ. (2004, 9. júní). Hvað var tímaritið Eimreiðin gefið út lengi og um hvað fjallaði það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4336

JGÞ. „Hvað var tímaritið Eimreiðin gefið út lengi og um hvað fjallaði það?“ Vísindavefurinn. 9. jún. 2004. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4336>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað var tímaritið Eimreiðin gefið út lengi og um hvað fjallaði það?
Tímaritið Eimreiðin kom út í Kaupmannahöfn 1895-1918 og síðan í Reykjavík frá 1918-1975. Valtýr Guðmundsson (1860-1928) stofnaði tímaritið og ritstýrði því til 1918.

Í Eimreiðinni voru birtar sögur, ljóð, greinar um bókmenntir og ýmis málefni.



Í fyrsta tölublaði Eimreiðarinnar er meðal annars kvæðið „Brautin“ eftir Þorstein Erlingsson, greinin „Járnbrautir og akbrautir“ eftir ritstjórann, „Um lungnatæringu á Íslandi“ eftir Guðmund Magnússon, kvæðið „Á spítalanum“ og „Hryllileg bernskuminning“ eftir Björnstene Björnson.

Í efnisyfirliti 27. árgangs Eimreiðarinnar frá árinu 1921 er að finna grein Gísla Jónssonar „Aðflutningsbannið frá ýmsum hliðum“, greinina „Heimilisiðnaður og framtíð hans“ eftir Guðmund Hannesson, „Hestavísur“ og söguna „Hjálp“.

Á stafræna bókasafninu www.timarit.is geta þeir sem vilja skoðað og lesið ýmislegt úr Eimreiðinni og öðrum blöðum. Til þess þurfa menn að hafa forritið DjVu uppsett á tölvunni.

Heimild og mynd:
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
  • www.timarit.is. Eimreiðin.
...