Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Eru til ritaðar heimildir um að Hitler hafi sagt að Ísland væri hið fullkomna land?

Skúli Sæland

Ekki er alveg ljóst hvað átt er við með „fullkomið land“ en þegar spurt er um skoðanir Hitlers á Íslandi er líklegast að átt sé við hugmyndafræði hans um yfirburði kynstofns aría. En spurningin gæti einnig verið tilvísun til hernaðarlegrar lykilstöðu Íslands á Atlantshafinu í tilraunum Þjóðverja til að rjúfa hafnbann Breta í síðari heimsstyrjöldinni.



Adolf Hitler (1889-1945). Enn er margt á huldu um skoðanir hans eða skoðanaleysi varðandi Norðurlöndin og Ísland.

Hitler vonaðist framan af eftir friðsamlegri sambúð við Bretaveldi á meðan Þriðja ríkið tryggði sér „lífsrými“ (þ. Lebensraum) í austri í víðáttum Sovétríkjanna. Því gáfu Þjóðverjar hugsanlegum ófriði á Atlantshafinu lítinn gaum, njósnir innan Bretlands voru bannaðar auk þess sem uppbygging þýska flotans var vanrækt. Undir lok fjórða áratugarins varð hins vegar breyting þar á, en athygli Hitlers og yfirmanna flotans beindist frekar að Noregi en Íslandi.

Vel heppnuð innrás Þjóðverja inn í Noreg og Danmörku í apríl 1940 varð til þess að Bretar hernámu Ísland þann 10. maí sama ár. Hitler brást reiður við er honum bárust fregnir af því og heimtaði innrás inn í landið. Virðist þessi krafa hans hafa grundvallast að mestu á gremju yfir því að Bretar skyldu hrifsa til sín frumkvæðið í baráttunni á Atlantshafi. Erich Raeder aðmírál og Hermanni Göring, yfirmönnum flota og flughers, tókst hins vegar að sýna Hitler fram á að erfitt yrði að halda landinu þótt innrás gæti heppnast.

Á meðal helstu heimilda um hernaðarlegan áhuga Hitlers á Íslandi eru yfirheyrslur bandamanna eftir stríð yfir Walther Warlimont undirhershöfðingja sem starfaði við þýska herráðið. Warlimont greindi þar frá því að Hitler hefði íhugað innrás inn í Ísland áður en ráðist var á Noreg. Því var þó ekki fylgt eftir því þýska hernaðarvélin var önnum kafin annars staðar. Ástæður fyrir áhuga Hitlers sagði Warlimont hafa verið tvíþættar. Í fyrsta lagi hefði hann viljað hindra aðra í að koma upp herbækistöðvum á Íslandi og í öðru lagi vildi hann koma upp flugbækistöðvum til varnar þýskum kafbátum sem herjuðu á N.-Atlantshafi. Slíkt bendir ekki til þess að Hitler hafi álitið landið vera „fullkomið“ þó hann hafi áttað sig á hernaðarlegu mikilvægi þess.

Hitler virðist heldur ekki hafa séð Ísland í hillingum sem hið fyrirheitna land nasismans. Þvert á móti fyrirvarð hann sig fyrir „lágmenningu“ germönsku þjóðflokkanna sem bjuggu í „kalda, raka og dimma norðrinu“ og hýrðust í „ósjálegum timburkofum.“ Hann leit mikið frekar upp til fornmenningar Grikkja og Rómverja og heillaðist mjög af byggingarlist þeirra og minnismerkjum.

Ekkert bendir til þess að Hitler hafi mótað sér neinar ákveðnar hugmyndir um Ísland heldur hafi hann eftirlátið stofnunum nasistaflokksins og þýska ríksins að móta stefnuna gagnvart landinu. Svo virðist sem að tvær af valdamestu stofnunum Þriðja ríkisins hafi síðan tekist á um áhrif á Íslandi. Önnur þeirra var utanríkisráðuneytið undir forystu Constantins von Neurath utanríkisráðherra. Hin stofnunin var Öryggisliðið (þ. Schutzstaffel, skammstafað SS). SS var einkalífvarðasveit Hitlers og undir stjórn Heinrichs Himmlers ríkisforingja SS (þ. Reichsführer SS). SS var þó mikið meira en bara lífvörður. Undir stjórn Himmlers varð hún og undirdeildir hennar eitt öflugasta og ofstækisfyllsta tæki nasista við skoðanakúgun og boðberi öfga nasismans. Deilum ráðuneytisins og SS lauk þó árið 1938 þegar Neurath missti embætti sitt til Joachim von Ribbentrop sem var félagi í SS. Þeir félagar Ribbentrop og Himmler skipuðu svo í kjölfarið Werner Gerlach, foringja í SS, aðalræðismann á Íslandi í stað dr. Günters Timmermanns sem verið hafði nasistum erfiður ljár í þúfu.



Heinrich Himmler (1900-1945) varð um tíma einn valdamesti og um leið ofstækisfyllsti leiðtogi nasista. Áhugi hans á fornri menningu Þjóðverja varð til þess að hann fékk Werner Gerlach, sérstakan fulltrúa sinn, skipaðan ræðismann á Íslandi.

Öfugt við Hitler hafði Himmler afskaplega mikinn áhuga á norrænni menningu auk þess sem hann trúði fastlega á yfirburði hins germanska kynstofns. Taldi hann að germanar ættu rætur sínar að rekja til norrænna manna og meðal annars væri hægt að finna ummerki um þennan yfirburða kynstofn til sveita á Íslandi. Kom Himmler á fót Arfleifðinni (þ. Ahnenerbe) sem sérstakri stofnun innan SS til að rannsaka mannfræðilega eiginleika og menningu norrænna manna. Varði hann töluverðu fé í árangurslitlar tilraunir til að reyna að auka áhrif sín hérlendis á fjórða áratugnum.

Albert Speer náinn vinur og samstarfsaðili Hitlers greindi frá því að Hitler hefði farið háðulegum orðum um hugmyndafræðiáhuga Himmlers og þá sérstaklega dulspekina sem Himmler eyddi ærnum tíma og peningum SS í að rannsaka. Leiðangrar Himmlers til fornleifauppgraftrar á stöðum sem tengdust norrænni eða germanskri menningu fengu sömuleiðis sinn skerf af háðsglósum Hitlers.

Svipuðum orðum fór Hitler um Alfred Rosenberg sem var lengi einn helsti hugmyndafræðingur nasismans. Rosenberg ritaði mörg hundruð blaðsíðna verk, Myth of the Twentieth Century, þar sem hann setti fram kenningar sem af mörgum eru taldar vera grunnurinn að hugmyndafræði nasismans. Hitler sagði þó verkið vera „efni sem enginn skilur“ ritað af „þröngsýnum Eystrasaltsþjóðverja sem hugsar á hræðilega flókinn máta.“



Albert Speer (1905-1981) var einn nánasti samstarfsmaður Hitlers. Hann taldi sjálfan sig sennilega hafa verið besta vin Hitlers, hafi foringinn yfir höfuð verið fær um að eiga vini.

Ein helsta heimildin sem greinir frá áliti Hitlers á hugmyndafræði norræna kynstofnsins og fortíðarinnar er ævisaga Albert Speers, Inside the Third Reich. Speer var í innsta hring vina og samstarfsaðila Hitlers og gegndi um skeið starfi ráðherra hergagnaframleiðslu. Í endurminningum sínum lýsir hann vel samskiptum sínum við Hitler þar sem hann naut fyllsta trúnaðar einræðisherrans.

Rétt er að geta þess að heimildin Gespräche mit Hitler eftir Hermann Rauschning sem gefin var fyrst út í Zürich 1940 hefur lengi verið talin sýna hugmyndir og fyrirætlanir Hitlers. Rauschning þessi var fyrrum héraðsforingi í nasistaflokknum sem missti trúna á nasismann og flúði land. Skrifaði hann síðan fyrrgreint rit þar sem hann greindi frá trúnaðarsamtölum sínum við Hitler þar sem einræðisherrann átti að hafa sagt Rauschning frá sínum innstu hugsunum. Var ritinu meðal annars beitt sem vitnisburði við stríðsglæparéttarhöldin í Nürnberg eftir stríðið. Síðari tíma rannsóknir fræðimanna á borð við Wolfgang Hänel hafa hins vegar sýnt fram á að frásögn Rauschnings er skáldskapur og fær ekki staðist heldur fékk hann greitt fyrir að rita áróðursrit gegn Hitler.

Enn eru þó stöðugt að koma fram nýjar frumheimildir sem varpa betur ljósi á skoðanir og fyrirætlanir æðstu ráðamanna nasistaflokksins. Nægir hér nefna dagbók áróðursráðherrans Jóseps Göbbels sem fannst nýlega á ríkisskjalasafninu í Moskvu. Þó að upplýsingar hennar verði að meðhöndla með vissri varúð veitir hún mikilvæga innsýn í hugarheim Hitlers. Því er ekki loku fyrir það skotið að einhvern tíma komi í ljós að Hitler hafi talið Ísland vera „fullkomið land.“

Að síðustu er rétt að nefna að Þór Whitehead hefur rannsakað tilraunir Þjóðverja til að seilast til áhrifa hérlendis á fjórða áratug síðustu aldar. Hefur hann birt niðurstöður sínar í nokkrum bókum sem er að finna í heimildalistanum hér að neðan.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:
  • Bittner, Donald F.: The Lion and the White Falcon. Britain and Iceland in the World War II Era. Útg. Archon Books. (Hambden, Conn. 1983).
  • Kater, Michael H.: Das „Ahnenerbe“ der SS 1935-1945. Ein Beitrag zur Kulturpolitik des Dritten Reiches. 2. útg. (München 1997).
  • Kershaw, Ian: Hitler. 1889-1936: Hubris. (New York 1999).
  • Speer, Albert: Inside the Third Reich. (London 1971).
  • Weber, Mark:
    • „Do the "War Crimes" Trials Prove Extermination? The Nuremberg Trials and the Holocaust.“ Sótt 31. mars 2005 af vefsíðu The Journal of Historical Review. , vol. 12, no. 2, s. 167-213.
    • „Rauschning's Phony 'Conversations With Hitler': An Update.“ Sótt 31. mars 2005 af vefsíðu Journal of Historical Review.
  • Wikipedia. The Free Encyclopedia.

  • Þór Whitehead:
    • Ísland í síðari heimsstyrjöld. Bretarnir koma. (Reykjavík 1995).
    • Ísland í síðari heimsstyrjöld. Milli vonar og ótta. (Reykjavík 1990).
    • Ísland í síðari heimsstyrjöld. Ófriður í aðsigi. (Reykjavík 1980).
    • Ísland í síðari heimsstyrjöld. Stríð fyrir ströndum. (Reykjavík 1985).
    • Íslandsævintýri Himmlers. 1935-1937. (Reykjavík 1988).

    Spurningin var upprunalega á ensku og hljóðaði svona:
    Is there written documentation to back up if Hitler said Iceland was the perfect country or not?

Höfundur

Skúli Sæland

sagnfræðingur

Útgáfudagur

6.4.2005

Spyrjandi

Justin Blakely

Tilvísun

Skúli Sæland. „Eru til ritaðar heimildir um að Hitler hafi sagt að Ísland væri hið fullkomna land?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2005. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4872.

Skúli Sæland. (2005, 6. apríl). Eru til ritaðar heimildir um að Hitler hafi sagt að Ísland væri hið fullkomna land? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4872

Skúli Sæland. „Eru til ritaðar heimildir um að Hitler hafi sagt að Ísland væri hið fullkomna land?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2005. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4872>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru til ritaðar heimildir um að Hitler hafi sagt að Ísland væri hið fullkomna land?
Ekki er alveg ljóst hvað átt er við með „fullkomið land“ en þegar spurt er um skoðanir Hitlers á Íslandi er líklegast að átt sé við hugmyndafræði hans um yfirburði kynstofns aría. En spurningin gæti einnig verið tilvísun til hernaðarlegrar lykilstöðu Íslands á Atlantshafinu í tilraunum Þjóðverja til að rjúfa hafnbann Breta í síðari heimsstyrjöldinni.



Adolf Hitler (1889-1945). Enn er margt á huldu um skoðanir hans eða skoðanaleysi varðandi Norðurlöndin og Ísland.

Hitler vonaðist framan af eftir friðsamlegri sambúð við Bretaveldi á meðan Þriðja ríkið tryggði sér „lífsrými“ (þ. Lebensraum) í austri í víðáttum Sovétríkjanna. Því gáfu Þjóðverjar hugsanlegum ófriði á Atlantshafinu lítinn gaum, njósnir innan Bretlands voru bannaðar auk þess sem uppbygging þýska flotans var vanrækt. Undir lok fjórða áratugarins varð hins vegar breyting þar á, en athygli Hitlers og yfirmanna flotans beindist frekar að Noregi en Íslandi.

Vel heppnuð innrás Þjóðverja inn í Noreg og Danmörku í apríl 1940 varð til þess að Bretar hernámu Ísland þann 10. maí sama ár. Hitler brást reiður við er honum bárust fregnir af því og heimtaði innrás inn í landið. Virðist þessi krafa hans hafa grundvallast að mestu á gremju yfir því að Bretar skyldu hrifsa til sín frumkvæðið í baráttunni á Atlantshafi. Erich Raeder aðmírál og Hermanni Göring, yfirmönnum flota og flughers, tókst hins vegar að sýna Hitler fram á að erfitt yrði að halda landinu þótt innrás gæti heppnast.

Á meðal helstu heimilda um hernaðarlegan áhuga Hitlers á Íslandi eru yfirheyrslur bandamanna eftir stríð yfir Walther Warlimont undirhershöfðingja sem starfaði við þýska herráðið. Warlimont greindi þar frá því að Hitler hefði íhugað innrás inn í Ísland áður en ráðist var á Noreg. Því var þó ekki fylgt eftir því þýska hernaðarvélin var önnum kafin annars staðar. Ástæður fyrir áhuga Hitlers sagði Warlimont hafa verið tvíþættar. Í fyrsta lagi hefði hann viljað hindra aðra í að koma upp herbækistöðvum á Íslandi og í öðru lagi vildi hann koma upp flugbækistöðvum til varnar þýskum kafbátum sem herjuðu á N.-Atlantshafi. Slíkt bendir ekki til þess að Hitler hafi álitið landið vera „fullkomið“ þó hann hafi áttað sig á hernaðarlegu mikilvægi þess.

Hitler virðist heldur ekki hafa séð Ísland í hillingum sem hið fyrirheitna land nasismans. Þvert á móti fyrirvarð hann sig fyrir „lágmenningu“ germönsku þjóðflokkanna sem bjuggu í „kalda, raka og dimma norðrinu“ og hýrðust í „ósjálegum timburkofum.“ Hann leit mikið frekar upp til fornmenningar Grikkja og Rómverja og heillaðist mjög af byggingarlist þeirra og minnismerkjum.

Ekkert bendir til þess að Hitler hafi mótað sér neinar ákveðnar hugmyndir um Ísland heldur hafi hann eftirlátið stofnunum nasistaflokksins og þýska ríksins að móta stefnuna gagnvart landinu. Svo virðist sem að tvær af valdamestu stofnunum Þriðja ríkisins hafi síðan tekist á um áhrif á Íslandi. Önnur þeirra var utanríkisráðuneytið undir forystu Constantins von Neurath utanríkisráðherra. Hin stofnunin var Öryggisliðið (þ. Schutzstaffel, skammstafað SS). SS var einkalífvarðasveit Hitlers og undir stjórn Heinrichs Himmlers ríkisforingja SS (þ. Reichsführer SS). SS var þó mikið meira en bara lífvörður. Undir stjórn Himmlers varð hún og undirdeildir hennar eitt öflugasta og ofstækisfyllsta tæki nasista við skoðanakúgun og boðberi öfga nasismans. Deilum ráðuneytisins og SS lauk þó árið 1938 þegar Neurath missti embætti sitt til Joachim von Ribbentrop sem var félagi í SS. Þeir félagar Ribbentrop og Himmler skipuðu svo í kjölfarið Werner Gerlach, foringja í SS, aðalræðismann á Íslandi í stað dr. Günters Timmermanns sem verið hafði nasistum erfiður ljár í þúfu.



Heinrich Himmler (1900-1945) varð um tíma einn valdamesti og um leið ofstækisfyllsti leiðtogi nasista. Áhugi hans á fornri menningu Þjóðverja varð til þess að hann fékk Werner Gerlach, sérstakan fulltrúa sinn, skipaðan ræðismann á Íslandi.

Öfugt við Hitler hafði Himmler afskaplega mikinn áhuga á norrænni menningu auk þess sem hann trúði fastlega á yfirburði hins germanska kynstofns. Taldi hann að germanar ættu rætur sínar að rekja til norrænna manna og meðal annars væri hægt að finna ummerki um þennan yfirburða kynstofn til sveita á Íslandi. Kom Himmler á fót Arfleifðinni (þ. Ahnenerbe) sem sérstakri stofnun innan SS til að rannsaka mannfræðilega eiginleika og menningu norrænna manna. Varði hann töluverðu fé í árangurslitlar tilraunir til að reyna að auka áhrif sín hérlendis á fjórða áratugnum.

Albert Speer náinn vinur og samstarfsaðili Hitlers greindi frá því að Hitler hefði farið háðulegum orðum um hugmyndafræðiáhuga Himmlers og þá sérstaklega dulspekina sem Himmler eyddi ærnum tíma og peningum SS í að rannsaka. Leiðangrar Himmlers til fornleifauppgraftrar á stöðum sem tengdust norrænni eða germanskri menningu fengu sömuleiðis sinn skerf af háðsglósum Hitlers.

Svipuðum orðum fór Hitler um Alfred Rosenberg sem var lengi einn helsti hugmyndafræðingur nasismans. Rosenberg ritaði mörg hundruð blaðsíðna verk, Myth of the Twentieth Century, þar sem hann setti fram kenningar sem af mörgum eru taldar vera grunnurinn að hugmyndafræði nasismans. Hitler sagði þó verkið vera „efni sem enginn skilur“ ritað af „þröngsýnum Eystrasaltsþjóðverja sem hugsar á hræðilega flókinn máta.“



Albert Speer (1905-1981) var einn nánasti samstarfsmaður Hitlers. Hann taldi sjálfan sig sennilega hafa verið besta vin Hitlers, hafi foringinn yfir höfuð verið fær um að eiga vini.

Ein helsta heimildin sem greinir frá áliti Hitlers á hugmyndafræði norræna kynstofnsins og fortíðarinnar er ævisaga Albert Speers, Inside the Third Reich. Speer var í innsta hring vina og samstarfsaðila Hitlers og gegndi um skeið starfi ráðherra hergagnaframleiðslu. Í endurminningum sínum lýsir hann vel samskiptum sínum við Hitler þar sem hann naut fyllsta trúnaðar einræðisherrans.

Rétt er að geta þess að heimildin Gespräche mit Hitler eftir Hermann Rauschning sem gefin var fyrst út í Zürich 1940 hefur lengi verið talin sýna hugmyndir og fyrirætlanir Hitlers. Rauschning þessi var fyrrum héraðsforingi í nasistaflokknum sem missti trúna á nasismann og flúði land. Skrifaði hann síðan fyrrgreint rit þar sem hann greindi frá trúnaðarsamtölum sínum við Hitler þar sem einræðisherrann átti að hafa sagt Rauschning frá sínum innstu hugsunum. Var ritinu meðal annars beitt sem vitnisburði við stríðsglæparéttarhöldin í Nürnberg eftir stríðið. Síðari tíma rannsóknir fræðimanna á borð við Wolfgang Hänel hafa hins vegar sýnt fram á að frásögn Rauschnings er skáldskapur og fær ekki staðist heldur fékk hann greitt fyrir að rita áróðursrit gegn Hitler.

Enn eru þó stöðugt að koma fram nýjar frumheimildir sem varpa betur ljósi á skoðanir og fyrirætlanir æðstu ráðamanna nasistaflokksins. Nægir hér nefna dagbók áróðursráðherrans Jóseps Göbbels sem fannst nýlega á ríkisskjalasafninu í Moskvu. Þó að upplýsingar hennar verði að meðhöndla með vissri varúð veitir hún mikilvæga innsýn í hugarheim Hitlers. Því er ekki loku fyrir það skotið að einhvern tíma komi í ljós að Hitler hafi talið Ísland vera „fullkomið land.“

Að síðustu er rétt að nefna að Þór Whitehead hefur rannsakað tilraunir Þjóðverja til að seilast til áhrifa hérlendis á fjórða áratug síðustu aldar. Hefur hann birt niðurstöður sínar í nokkrum bókum sem er að finna í heimildalistanum hér að neðan.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:
  • Bittner, Donald F.: The Lion and the White Falcon. Britain and Iceland in the World War II Era. Útg. Archon Books. (Hambden, Conn. 1983).
  • Kater, Michael H.: Das „Ahnenerbe“ der SS 1935-1945. Ein Beitrag zur Kulturpolitik des Dritten Reiches. 2. útg. (München 1997).
  • Kershaw, Ian: Hitler. 1889-1936: Hubris. (New York 1999).
  • Speer, Albert: Inside the Third Reich. (London 1971).
  • Weber, Mark:
    • „Do the "War Crimes" Trials Prove Extermination? The Nuremberg Trials and the Holocaust.“ Sótt 31. mars 2005 af vefsíðu The Journal of Historical Review. , vol. 12, no. 2, s. 167-213.
    • „Rauschning's Phony 'Conversations With Hitler': An Update.“ Sótt 31. mars 2005 af vefsíðu Journal of Historical Review.
  • Wikipedia. The Free Encyclopedia.

  • Þór Whitehead:
    • Ísland í síðari heimsstyrjöld. Bretarnir koma. (Reykjavík 1995).
    • Ísland í síðari heimsstyrjöld. Milli vonar og ótta. (Reykjavík 1990).
    • Ísland í síðari heimsstyrjöld. Ófriður í aðsigi. (Reykjavík 1980).
    • Ísland í síðari heimsstyrjöld. Stríð fyrir ströndum. (Reykjavík 1985).
    • Íslandsævintýri Himmlers. 1935-1937. (Reykjavík 1988).

    Spurningin var upprunalega á ensku og hljóðaði svona:
    Is there written documentation to back up if Hitler said Iceland was the perfect country or not?
    ...