Nei, ekki í tugum. Giska verður á tölurnar í stórum dráttum. Þannig viðurkenna sagnfræðingar almennt að nasistar stóðu fyrir drápi á um 6 milljónum gyðinga. Einnig er talið að nasistar hafi látið drepa hátt í hálfa milljón sígauna. Dæmið verður erfiðara þegar kemur að þeim þjóðum sem nasistar drápu í stórum stíl sem voru einkum Pólverjar, Hvít-Rússar, Úkraínumenn og Rússar. Á að telja þá með sem féllu í bardögum eða létust vegna hungursneyðar í stríðinu?
Talið er að Pólverjum hafi fækkað um þrjár milljónir í stríðinu og sameiginlega talan fyrir sovésku þjóðirnar þrjár hafi verið um 20 milljónir. Við má bæta umtalsverðum fjölda á Balkanskaga: Ekki má gleyma þeim hundruðum þúsunda Þjóðverja sem nasistar komu fyrir kattarnef af því að þeim féll ekki alls kostar við þá.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:- Voru útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni allar utan Þýskalands? eftir Pál Björnsson
- Komu læknisrannsóknir dr. Mengele heiminum að einhverju gagni? eftir Ulriku Andersson
- Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar? eftir Gísla Gunnarsson
- Getur verið að færri gyðingar hafi dáið í helförinni en talið hefur verið? eftir Gísla Gunnarsson
- Hvað getið þið sagt mér um útrýmingarbúðirnar í Auschwitz? eftir Jónu Símoníu Bjarnadóttur
- Wikipedia.com - Adolf Hitler. Sótt 15.6.2010.