Sólin Sólin Rís 07:11 • sest 19:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 08:09 • Sest 19:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:39 • Síðdegis: 18:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:34 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:11 • sest 19:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 08:09 • Sest 19:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:39 • Síðdegis: 18:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:34 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar stjórnarfar er í Kína?

Björn Gústav Jónsson

Í stjórnarskrá Kína er stjórnarfari landsins lýst sem „lýðræðislegu alræði alþýðunnar“ en margir stjórnmálaspekingar kjósa heldur að lýsa því sem alræði Kommúnistaflokksins, enda er hann langstærsti stjórnmálaflokkur landsins og fer í raun með flest ef ekki öll völd. Almenningur kýs einungis í sveitarstjórnir, síðan kjósa þær fulltrúa sýslna sem síðan kjósa fulltrúa á héraðsþing. Fulltrúar sýslna kjósa einnig þingmenn landsins en forseti og handhafar framkvæmdavalds eru kosnir af þinginu. Um áratugaskeið, eða frá 1982, mátti forseti eingöngu sitja tvö kjörtímabil í röð, með möguleika á kjöri síðar. Þessar takmarkanir voru afnumdar árið 2018 og getur forseti nú setið eins lengi og hann vill með því að fá endurnýjað umboð á fimm ára fresti. Xi Jinping, núverandi forseti Kína, var endurkjörinn forseti í október 2022 og hóf þar með þriðja kjörtímabil sitt.

Frá árlegri samkomu kínverska þingsins. Kosið er til þingsins á fimm ára fresti. Tæplega 3.000 manns eiga sæti á þinginu.

Formlega fer kínverska þingið með æðsta vald innan kínverska ríkisins en í raun sér það aðeins um að afgreiða ákvarðanir Kommúnistaflokksins. Þingið hefur vald til að setja lög, breyta lögum og stjórnarskránni. Þingmenn eru kjörnir til fimm ára í senn en þingið kemur sjaldan saman, í mesta lagi einu sinni á ári.

Kommúnistaflokkurinn hefur yfirgnæfandi meirihluta þingsæta á þinginu og flestir þingmenn flokksins eru mjög háttsettir einstaklingar innan hans. Þeir fulltrúar sem um ræðir eru bundnir ströngum flokksaga og gert er ráð fyrir að þeir fylgi flokkslínum. Það er talsvert ferli að ganga í Kommúnistaflokkinn, þeir sem sækja um aðild þurfa að lýsa yfir eindregnum stuðningi við flokkinn og bakgrunnur fólks er kannaður. Þegar aðild hefur verið samþykkt nýtur fólk ýmissa fríðindi umfram aðra þegna. Nánast ómögulegt er að skrá sig úr flokknum.

Stjórnmálaflokkar eru leyfðir í Kína en Kommúnistaflokkurinn þarf að samþykkja alla frambjóðendur og framboðslista. Á árum áður var bara einn frambjóðandi leyfður í hvert embætti en í seinni tíð hafa frambjóðendur annarra flokka verið leyfðir í takmörkuðum mæli. Kínverski kommúnistaflokkurinn er allsráðandi á þingi landsins, forsetinn, allir ráðherrar og helstu embættismenn koma úr röðum Kommúnistaflokksins. Stjórnarskrá Kína er formlega æðstu lög landsins en þar sem staðhæft er í fyrstu grein hennar að Kínverski kommúnistaflokkurinn sé við stjórnvölinn er stjórnarskrá Kommúnistaflokksins í raun æðri stjórnarskránni.

Heimildir og frekara lesefni:

Myndir:

Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Geir Sigurðssyni, prófessor í kínverskum fræðum við HÍ, og Geir Þ. Þórarinssyni, aðjúnkt í grísku og latínu við HÍ, fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar við svarið.

Höfundur

Björn Gústav Jónsson

BA-nemi í stjórnmálafræði við HÍ

Útgáfudagur

22.9.2025

Spyrjandi

Sara Ósk Eiðsdóttir, f. 1988

Tilvísun

Björn Gústav Jónsson. „Hvers konar stjórnarfar er í Kína?“ Vísindavefurinn, 22. september 2025, sótt 22. september 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=10955.

Björn Gústav Jónsson. (2025, 22. september). Hvers konar stjórnarfar er í Kína? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=10955

Björn Gústav Jónsson. „Hvers konar stjórnarfar er í Kína?“ Vísindavefurinn. 22. sep. 2025. Vefsíða. 22. sep. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=10955>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar stjórnarfar er í Kína?
Í stjórnarskrá Kína er stjórnarfari landsins lýst sem „lýðræðislegu alræði alþýðunnar“ en margir stjórnmálaspekingar kjósa heldur að lýsa því sem alræði Kommúnistaflokksins, enda er hann langstærsti stjórnmálaflokkur landsins og fer í raun með flest ef ekki öll völd. Almenningur kýs einungis í sveitarstjórnir, síðan kjósa þær fulltrúa sýslna sem síðan kjósa fulltrúa á héraðsþing. Fulltrúar sýslna kjósa einnig þingmenn landsins en forseti og handhafar framkvæmdavalds eru kosnir af þinginu. Um áratugaskeið, eða frá 1982, mátti forseti eingöngu sitja tvö kjörtímabil í röð, með möguleika á kjöri síðar. Þessar takmarkanir voru afnumdar árið 2018 og getur forseti nú setið eins lengi og hann vill með því að fá endurnýjað umboð á fimm ára fresti. Xi Jinping, núverandi forseti Kína, var endurkjörinn forseti í október 2022 og hóf þar með þriðja kjörtímabil sitt.

Frá árlegri samkomu kínverska þingsins. Kosið er til þingsins á fimm ára fresti. Tæplega 3.000 manns eiga sæti á þinginu.

Formlega fer kínverska þingið með æðsta vald innan kínverska ríkisins en í raun sér það aðeins um að afgreiða ákvarðanir Kommúnistaflokksins. Þingið hefur vald til að setja lög, breyta lögum og stjórnarskránni. Þingmenn eru kjörnir til fimm ára í senn en þingið kemur sjaldan saman, í mesta lagi einu sinni á ári.

Kommúnistaflokkurinn hefur yfirgnæfandi meirihluta þingsæta á þinginu og flestir þingmenn flokksins eru mjög háttsettir einstaklingar innan hans. Þeir fulltrúar sem um ræðir eru bundnir ströngum flokksaga og gert er ráð fyrir að þeir fylgi flokkslínum. Það er talsvert ferli að ganga í Kommúnistaflokkinn, þeir sem sækja um aðild þurfa að lýsa yfir eindregnum stuðningi við flokkinn og bakgrunnur fólks er kannaður. Þegar aðild hefur verið samþykkt nýtur fólk ýmissa fríðindi umfram aðra þegna. Nánast ómögulegt er að skrá sig úr flokknum.

Stjórnmálaflokkar eru leyfðir í Kína en Kommúnistaflokkurinn þarf að samþykkja alla frambjóðendur og framboðslista. Á árum áður var bara einn frambjóðandi leyfður í hvert embætti en í seinni tíð hafa frambjóðendur annarra flokka verið leyfðir í takmörkuðum mæli. Kínverski kommúnistaflokkurinn er allsráðandi á þingi landsins, forsetinn, allir ráðherrar og helstu embættismenn koma úr röðum Kommúnistaflokksins. Stjórnarskrá Kína er formlega æðstu lög landsins en þar sem staðhæft er í fyrstu grein hennar að Kínverski kommúnistaflokkurinn sé við stjórnvölinn er stjórnarskrá Kommúnistaflokksins í raun æðri stjórnarskránni.

Heimildir og frekara lesefni:

Myndir:

Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Geir Sigurðssyni, prófessor í kínverskum fræðum við HÍ, og Geir Þ. Þórarinssyni, aðjúnkt í grísku og latínu við HÍ, fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar við svarið....