Sólin Sólin Rís 06:05 • sest 20:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:45 • Síðdegis: 21:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:36 • Síðdegis: 14:49 í Reykjavík

Eru háþýska og lágþýska tvær mállýskur eða tvö tungumál?

Oddný G. Sverrisdóttir

Hér er rétt að telja að um tvö tungumál sé að ræða. Háþýska er tungumál ekki mállýska. Lágþýska (þ. Plattdeutsch/Niederdeutsch, e. Low German) er töluð á landssvæðunum í Norður-Þýskaland. Það er nokkuð umdeilt hvort lágþýska er sjálfstætt tungumál en hún hefur verið viðurkennd af Evrópuráðinu sem tungumál (Evrópusáttmáli um svæðisbundin tungumál og tungumál minnihlutahópa) og meðal annars þess vegna er eðlilegt að líta á lágþýsku sem tungumál. Það má geta þess að Hansakaupmennirnir töluðu lágþýsku.

Lágþýska er töluð í Norður-Þýskalandi.

Marteinn Lúther sem fæddist árið 1486 í bænum Eisleben (nú í sambandslandinu Sachsen-Anhalt) lagði grundvöllinn að núverandi háþýsku þegar hann dvaldi sem ungherrann Jörg í Wartburgkastalanum (nú í sambandslandinu Thüringen) í skjóli hertogans þar og þýddi Biblíuna yfir á þýsku á árunum 1521 til 1522. Málhefðir landssvæðisins þar sem Lúther ólst upp og starfaði á mótuðu þá þýsku sem hann notaði í þýðingunni.

Það má til gamans alveg velta fyrir sér hvaða áhrif það hefði haft á þróun þýskunnar ef Marteinn Lúther hefði fæðst í Norður-Þýskalandi, til dæmis Brimarborg eða Hamborg, en lífshlaup hans að öðru leyti orðið eins og það varð. Þá hefði hann talað lágþýsku og ef til vill hefði þýska ritmálið orðið með allt öðrum hætti en það er í dag og væntanlega mun líkara íslensku þar sem lágþýsku svipar oftar til íslenskunnar. Hér skulu tilgreind nokkur dæmi úr lágþýsku: ‚Dóttir‘ er Dochder á lágþýsku en Tochter á háþýsku, ‚hús‘ er Hus á lágþýsku en Haus á háþýsku, ‚hvítt‘ er witt á lágþýsku en weiß á háþýsku, ‚lítið‘ er lütt á lágþýsku en wenig á háþýsku.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Oddný G. Sverrisdóttir

prófessor í þýsku við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

21.10.2014

Spyrjandi

Guðrún Pálsdóttir

Tilvísun

Oddný G. Sverrisdóttir. „Eru háþýska og lágþýska tvær mállýskur eða tvö tungumál?“ Vísindavefurinn, 21. október 2014. Sótt 12. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=11576.

Oddný G. Sverrisdóttir. (2014, 21. október). Eru háþýska og lágþýska tvær mállýskur eða tvö tungumál? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=11576

Oddný G. Sverrisdóttir. „Eru háþýska og lágþýska tvær mállýskur eða tvö tungumál?“ Vísindavefurinn. 21. okt. 2014. Vefsíða. 12. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=11576>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru háþýska og lágþýska tvær mállýskur eða tvö tungumál?
Hér er rétt að telja að um tvö tungumál sé að ræða. Háþýska er tungumál ekki mállýska. Lágþýska (þ. Plattdeutsch/Niederdeutsch, e. Low German) er töluð á landssvæðunum í Norður-Þýskaland. Það er nokkuð umdeilt hvort lágþýska er sjálfstætt tungumál en hún hefur verið viðurkennd af Evrópuráðinu sem tungumál (Evrópusáttmáli um svæðisbundin tungumál og tungumál minnihlutahópa) og meðal annars þess vegna er eðlilegt að líta á lágþýsku sem tungumál. Það má geta þess að Hansakaupmennirnir töluðu lágþýsku.

Lágþýska er töluð í Norður-Þýskalandi.

Marteinn Lúther sem fæddist árið 1486 í bænum Eisleben (nú í sambandslandinu Sachsen-Anhalt) lagði grundvöllinn að núverandi háþýsku þegar hann dvaldi sem ungherrann Jörg í Wartburgkastalanum (nú í sambandslandinu Thüringen) í skjóli hertogans þar og þýddi Biblíuna yfir á þýsku á árunum 1521 til 1522. Málhefðir landssvæðisins þar sem Lúther ólst upp og starfaði á mótuðu þá þýsku sem hann notaði í þýðingunni.

Það má til gamans alveg velta fyrir sér hvaða áhrif það hefði haft á þróun þýskunnar ef Marteinn Lúther hefði fæðst í Norður-Þýskalandi, til dæmis Brimarborg eða Hamborg, en lífshlaup hans að öðru leyti orðið eins og það varð. Þá hefði hann talað lágþýsku og ef til vill hefði þýska ritmálið orðið með allt öðrum hætti en það er í dag og væntanlega mun líkara íslensku þar sem lágþýsku svipar oftar til íslenskunnar. Hér skulu tilgreind nokkur dæmi úr lágþýsku: ‚Dóttir‘ er Dochder á lágþýsku en Tochter á háþýsku, ‚hús‘ er Hus á lágþýsku en Haus á háþýsku, ‚hvítt‘ er witt á lágþýsku en weiß á háþýsku, ‚lítið‘ er lütt á lágþýsku en wenig á háþýsku.

Heimildir og mynd:

...