Sólin Sólin Rís 07:08 • sest 19:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:06 • Sest 07:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:34 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:32 • Síðdegis: 12:42 í Reykjavík

Hvað er snákaolía og hverjir seldu hana?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hverjir voru snákaolíusölumenn?

Hugakið snákaolía er notað um ýmsar vörur ætlaðar til hjálækninga. Íslenska hugtakið hjálækningar er þýðing á ensku orðunum 'complementary' eða 'alternative medicine'.

Til hjálækninga flokkast þær aðferðir til lækninga sem samrýmast ekki eða eru á skjön við hefðbundna læknisfræði. Gróflega er hægt að skipta hjálækningum í þrennt eftir áhrifum þeirra. Sumt innan hjálækninga getur haft jákvæð áhrif á sjúklinga, annað er gagnslaust og sumt beinlínis skaðlegt. Eitt einkenni hjálækninga er að oft eru þær auglýstar og kynntar með gylliboðum.

Hugtakið snákaolía hefur á sér neikvæðan blæ og er yfirleitt notað um þann hluta hjálækninga sem er annað hvort gagnslaus eða jafnvel skaðlegur. Fjárplógsstarfsemi er nátengd hugtakinu og talað er um svonefnda sölumenn snákaolíu (e. snake oil salesman)

Kínverskir farandverkamenn sem unnu við lagningu járnbrautarteina í Bandaríkjunum á síðari hluta 19. aldar höfðu sumir með sér olíu unna úr kínverskum vatnasnáki. Olíuna báru þeir meðal annars á sára liði.

Sala á snákaolíu á líklega rætur að rekja til þess tíma þegar kínverskir farandverkamenn unnu við lagningu járnbrautarteina í Bandaríkjunum. Talið er að allt að 180.000 kínverskir verkamenn hafi flutt til Bandaríkjanna á árunum 1849 til 1882. Sumir þeirra höfðu með sér olíu til að bera á sára liði. Olían var unnin úr kínverskum vatnasnáki (Enhydris chinensis). Samverkamenn þeirra komust þá í kynni við olíuna.

Farandsölumenn í Vesturheimi tóku upp á því að framleiða og selja snákaolíu. Eðli málsins samkvæmt var erfitt að nálgast kínverska vatnasnáka í Vesturheimi og ekki er endilega víst að framleiðendur hafi talið tegundina nauðsynlega við gerð olíunnar. Í stað vatnasnákanna var meðal annars notuð olía úr skröltormum. Til að gefa vörunni trúverðugan blæ vísuðu sölumenn iðulega til þess að uppskrift olíunnar væri sótt til græðara af ættum frumbyggja í Vesturheimi. Einhver hefð var fyrir lækningum með skröltormafeiti meðal vissra ættbálka indjána á þessum tíma.

Sölumenn snákaolíu í Vesturheimi.

Einn þekktasti sölumaður snákaolíu var kúrekinn Clark Stanley (f. um 1854). Hann hafði viðurnefnið 'konungur skröltormanna' (e. The Rattlesnake King). Snákaolía sem hann seldi var efnagreind árið 1917. Í henni fannst engin snákaolía, hvorki úr skröltormum né öðrum snákum. Greiningin leiddi í ljós að vara Stanleys innihélt jarðolíu, rauðan pipar, terpentínu og örlítið af olíu sem líklega kom úr nautgripum.

Sumir framleiðendur tóku upp á því að merkja vörur sínar með þeim hætti að ekki væri hægt að áfellast þá fyrir að bjóða svikna vöru. Á flösku eins framleiðanda stóð: „þekkt um árabil sem snákaolía en inniheldur enga snákaolíu.“

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.3.2015

Spyrjandi

Ásgrímur Þórhallsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er snákaolía og hverjir seldu hana?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2015. Sótt 21. september 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=12638.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2015, 6. mars). Hvað er snákaolía og hverjir seldu hana? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=12638

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er snákaolía og hverjir seldu hana?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2015. Vefsíða. 21. sep. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=12638>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er snákaolía og hverjir seldu hana?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hverjir voru snákaolíusölumenn?

Hugakið snákaolía er notað um ýmsar vörur ætlaðar til hjálækninga. Íslenska hugtakið hjálækningar er þýðing á ensku orðunum 'complementary' eða 'alternative medicine'.

Til hjálækninga flokkast þær aðferðir til lækninga sem samrýmast ekki eða eru á skjön við hefðbundna læknisfræði. Gróflega er hægt að skipta hjálækningum í þrennt eftir áhrifum þeirra. Sumt innan hjálækninga getur haft jákvæð áhrif á sjúklinga, annað er gagnslaust og sumt beinlínis skaðlegt. Eitt einkenni hjálækninga er að oft eru þær auglýstar og kynntar með gylliboðum.

Hugtakið snákaolía hefur á sér neikvæðan blæ og er yfirleitt notað um þann hluta hjálækninga sem er annað hvort gagnslaus eða jafnvel skaðlegur. Fjárplógsstarfsemi er nátengd hugtakinu og talað er um svonefnda sölumenn snákaolíu (e. snake oil salesman)

Kínverskir farandverkamenn sem unnu við lagningu járnbrautarteina í Bandaríkjunum á síðari hluta 19. aldar höfðu sumir með sér olíu unna úr kínverskum vatnasnáki. Olíuna báru þeir meðal annars á sára liði.

Sala á snákaolíu á líklega rætur að rekja til þess tíma þegar kínverskir farandverkamenn unnu við lagningu járnbrautarteina í Bandaríkjunum. Talið er að allt að 180.000 kínverskir verkamenn hafi flutt til Bandaríkjanna á árunum 1849 til 1882. Sumir þeirra höfðu með sér olíu til að bera á sára liði. Olían var unnin úr kínverskum vatnasnáki (Enhydris chinensis). Samverkamenn þeirra komust þá í kynni við olíuna.

Farandsölumenn í Vesturheimi tóku upp á því að framleiða og selja snákaolíu. Eðli málsins samkvæmt var erfitt að nálgast kínverska vatnasnáka í Vesturheimi og ekki er endilega víst að framleiðendur hafi talið tegundina nauðsynlega við gerð olíunnar. Í stað vatnasnákanna var meðal annars notuð olía úr skröltormum. Til að gefa vörunni trúverðugan blæ vísuðu sölumenn iðulega til þess að uppskrift olíunnar væri sótt til græðara af ættum frumbyggja í Vesturheimi. Einhver hefð var fyrir lækningum með skröltormafeiti meðal vissra ættbálka indjána á þessum tíma.

Sölumenn snákaolíu í Vesturheimi.

Einn þekktasti sölumaður snákaolíu var kúrekinn Clark Stanley (f. um 1854). Hann hafði viðurnefnið 'konungur skröltormanna' (e. The Rattlesnake King). Snákaolía sem hann seldi var efnagreind árið 1917. Í henni fannst engin snákaolía, hvorki úr skröltormum né öðrum snákum. Greiningin leiddi í ljós að vara Stanleys innihélt jarðolíu, rauðan pipar, terpentínu og örlítið af olíu sem líklega kom úr nautgripum.

Sumir framleiðendur tóku upp á því að merkja vörur sínar með þeim hætti að ekki væri hægt að áfellast þá fyrir að bjóða svikna vöru. Á flösku eins framleiðanda stóð: „þekkt um árabil sem snákaolía en inniheldur enga snákaolíu.“

Heimildir:

Myndir:...