Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvað er gamelan-tónlist?

Gréta Hauksdóttir

Gamelan er heiti á ákveðnum tegundum hljómsveita sem eiga uppruna sinn að rekja til Malasíu og Indónesíu, einkum eyjanna Jövu og Balí. Gamelanhefð þessara tveggja eyja er að mörgu lík en með einhverjum frávikum. Hér verður að mestu talað um gamelan frá Jövu. Tónlistin er að mestu leyti ásláttartónlist (e. percussion) og er byggð upp af mörgum lögum af rytma og einföldum laglínum, svokallaðri pólýrytmískri og pólýfónískri lagskiptingu. Hún samanstendur af fremur einföldum takt- og lagbútum, pokong, sem eru endurteknir eins oft og þurfa þykir þar til stjórnandi gefur merki um að skipt skuli yfir í þann næsta. Þau hljóðfæri sem hafa dýpsta tónsviðið spila lagbútinn í hægu tempói, en hraðinn eykst eftir því sem hljóðfærin hafa hærra tónsvið. Tónlistin myndar þannig einstaka hljómræna áferð.

Eftirmyndir nokkurra 18. aldar gamelan-hljóðfæra.

Hljóðfærin eru ekki samstillt eins og tíðkast í vestrænni tónlist (sum of há, önnur of lág), svo alltaf myndast yfirtónar, sem gefa tónlistinni nokkurskonar sindrandi yfirbragð. Hljómsveitirnar spila í tveimur tónskölum; sléndro (saléndro á Vestur-Jövu og saih gender wayang á Balí) og pélog (saih pitu á Balí), og engar tvær sveitir eru stilltar nákvæmlega eins. Nótur tónskalanna eru ekki þær sömu og í vestrænu tónkerfi; sléndro er 5 tóna skali með um það bil heiltón og kvartón á milli nótna, en pélog hefur 7 tóna í tveimur „stærðum“. Þrátt fyrir að hafa sjö tóna eru yfirleitt bara fimm notaðir í hvert skipti og getur verið breytilegt hvaða fimm tónar það eru. Í reynd er um að ræða tvær stórar þríundir, einn heiltón og tvo hálftóna (Buchner, bls. 66).

Tónlistin er eins og áður sagði, pólýrytmísk. Sumir spila til dæmis í taktinum 4/5 meðan aðrir spila í 5/5 eða jafnvel 7/8. Svo gengur verkið upp á nokkurhundruð töktum.

Flest gamelan hafa tvo hljóðfærahópa, stillta eftir sitthvorum tónskalanum; pélog og sléndro. Upprunalega einskorðuðu hljómsveitir sig við annan hvorn skalann en frá seinni hluta 19. aldar virðast tveggja hópa hljómsveitir hafa náð mestri útbreiðslu. Enn finnast þó hljómsveitir sem halda sig við hina hefðbundnu uppbyggingu með aðeins einum skala.

Gamelan geta líka verið tvennskonar burtséð frá tóntegund; þær sem spila mýkri gerð tónlistarinnar sem er notuð meira í heimahúsum (við ákveðin tilefni) og svo hinar sem eru háværari og koma meira fram opinberlega.

Hljóðfærið bonang.

Hvert tónverk samanstendur af mörgum og endurteknum pokong, en milli þessara kafla gefst stundum tækifæri til smá spuna sem þó fylgir fremur ströngum reglum. Það er stjórnandinn sem sér um kaflaskiptin og ákveður næsta stef með því að byrja að spila inngangsstef á sitt hljóðfæri. Því þarf hann ekki að standa fyrir framan sveitina, en er gjarnan aftast í háværri sveit (og spilar þá á bonang) eða inni í miðri lágværri sveit (og þá með strengjahljóðfærið rebab).

Strengjahljóðfærið rebab.

Þrátt fyrir að upprunalega samanstandi gamelansveitir nær eingöngu af ásláttarhljóðfærum þá hafa í seinni tíð bæst við önnur hljóðfæri, einkum strengjahljóðfæri og flautur. Þau hljóðfæri eru oftast nær „fengin að láni“ frá öðrum löndum Asíu (svo sem Kína) og taka þá gjarnan með sér áhrif frá tónlist viðkomandi lands.

Vegna þess hve hljóðfærin eru stór og dýr í framleiðslu er algengt að þau gangi í erfðir innan fjölskyldna. Börn læra því gjarnan snemma á þau hljóðfæri sem fjölskyldan hefur og það takt- og tónamynstur sem því fylgir. Þar sem nótnaskrift tíðkast ekki verður að læra hvert verk utan að; það getur tekið 20–30 ár að verða fullnuma í tónverkunum enda sum allt að 10 klukkustundir að lengd. Flestir læra því ekki nema 10–20 verk á þeim tíma. Reyndar eru margir tónlistarmenn frá Jövu farnir að nýta sér nótur og nótnaskrift fyrir gamelan til að læra ný verk, en spila almennt ekki eftir nótum á tónleikum. Það sem er skrifað á nótur er vanalega bara grunnlaglínan og kynningarstef, en önnur hljóðfæri leika svo út frá þeirri laglínu og er það að einhverju leyti opið til persónulegrar túlkunar.

Leikið á kendang-trommur.

Gamelan-tónlist er spiluð við margvíslega tækifæri, svo sem í brúðkaupum og á hátíðisdögum. Tónlistin gegnir jafnframt stóru hlutverki í hinum svokölluðu skuggaleikhúsum (wayang kulit), sem eiga sér langa sögu í indónesískri menningu. Þar sjá karlmenn að mestu leyti um hljóðfæraleik, líklegast vegna þess að dansinn og söngurinn kom í hlut kvennanna. Þar sem tónlistin var upprunalega helgitónlist var innihald texta í samræmi við það, en hetjusöngvar bættust síðar við og svo ástar- og hversdagssöngvar. Trúlega hefur sú þróun verið til að mæta innihaldi skuggaleikhúsanna.

Tónlistin gegnir stóru hlutverki í uppfærslum skuggaleikhúsanna.

Gamelansveit kom í fyrsta skipti fram opinberlega í hinum vestræna heimi á heimsýningunni í París árið 1887. Sagt er að Claude Debussy hafi verið svo dolfallinn yfir tónlistinni að hann lokaði sig inni í nokkra daga á eftir meðan hann var að melta hana; þarna var komin tónlist sem var ekki rituð og á engan hátt vestræn, en þó svo skipulögð í öllum sínum rytma. Gamelan hefur stundum verið líkt við náttúruhljóð, og að öllum líkindum átti þessi tónlistarflutningur þátt í því að tónskáld fóru að hlusta meira á náttúruna. Tónskáldið Oliver Messian tók meðal annars upp á því að sitja úti og skrifa upp fuglasöng. John Cage ákvað að senda vestrænni hefð tóninn (í eiginlegum og óeiginlegum skilningi) og notaði gamelan sem útgangspunkt til að sýna fram á að til væri önnur hefð og tónfræði sem væri alveg jafn merkileg og hin klassíska, vestræna hefð.

Hér má sjá gamelansveitina SambaSunda frá Jövu leika listir sínar.

Eins og með nær alla aðra tónlist hefur poppmenningin haft áhrif á þróun gamelan. Þó virðast íbúar Jövu og Balí hafa náð furðu góðum árangri í að halda hinni upprunalegu tónlistarhefð á lofti, þrátt fyrir að hliðargreinin „popp-gamelan“ hafi þróast samhliða henni. Á Balí hefur myndast nokkuð staðbundin dægurlagahefð með tilkomu nýs tónskala út frá sléndro, sem er aðeins fjörugri en sá hefðbundni. Hefðin virðist því vera að breytast, nema þá helst í einangruðustu hlutum Indónesíu.

Vinsældir gamelan hafa verið töluverðar í hinum vestræna heimi. Einkum hafa Frakkar verið áhugasamir, en elstu upptökur af gamelan eru nánast allar franskar. Bandaríkjamenn hafa einnig sýnt gamalen töluverðan áhuga, sér í lagi á undanförnum áratugum. Fyrstu gamelantónleikarnir fóru fram í Bandaríkjunum aðeins fáum árum eftir heimssýninguna í París, en það var ekki fyrr en á 6. áratug síðustu aldar sem hiti komst í leikinn með tónleikaröð Gunung Sari-hópsins frá Balí, sem heillaði áheyrendur landshorna á milli upp úr skónum. Bandarísk gamelan eru nú á þriðja hundrað. Þau eru innblásin af þeim indónesísku en tónlistarútfærslan og hljóðfærin eru nútímalegri, enda mörg smíðuð úr þeim efnivið sem aðgengilegur er á staðnum.

Tengt efni:

Heimildir:
  • Bruchner, Alexander. Musikinstrumente der Völker. Dausien, 1968. Bls. 66-70.
  • Chacko, Rachel. „American gamelan [Western gamelan]“. Grove Music Online. (Sótt 9.06.2021).
  • Gamelan. Encyclopædia Britannica Online. (Sótt 9.06.2021).
  • Harnish, David. „Gamelan.“ Grove Music Online. (Sótt 9.06.2021).
  • Kartomi, Margaret J. og Maria Mendonça. „Gamelan“, Grove Music Online. 20. janúar 2001. (Sótt 9.06.2021).
  • Titon, Jeff Todd, ritstjóri. Worlds of Music, 3. útgáfa. Schirmer Books, 1996.

Myndir og myndband:

Höfundur

Gréta Hauksdóttir

bókmenntafræðingur og MA í hagnýtri ritstjórn og útgáfu

Útgáfudagur

11.6.2021

Spyrjandi

Sveinbjörn Finnsson

Tilvísun

Gréta Hauksdóttir. „Hvað er gamelan-tónlist?“ Vísindavefurinn, 11. júní 2021. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=13159.

Gréta Hauksdóttir. (2021, 11. júní). Hvað er gamelan-tónlist? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=13159

Gréta Hauksdóttir. „Hvað er gamelan-tónlist?“ Vísindavefurinn. 11. jún. 2021. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=13159>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er gamelan-tónlist?
Gamelan er heiti á ákveðnum tegundum hljómsveita sem eiga uppruna sinn að rekja til Malasíu og Indónesíu, einkum eyjanna Jövu og Balí. Gamelanhefð þessara tveggja eyja er að mörgu lík en með einhverjum frávikum. Hér verður að mestu talað um gamelan frá Jövu. Tónlistin er að mestu leyti ásláttartónlist (e. percussion) og er byggð upp af mörgum lögum af rytma og einföldum laglínum, svokallaðri pólýrytmískri og pólýfónískri lagskiptingu. Hún samanstendur af fremur einföldum takt- og lagbútum, pokong, sem eru endurteknir eins oft og þurfa þykir þar til stjórnandi gefur merki um að skipt skuli yfir í þann næsta. Þau hljóðfæri sem hafa dýpsta tónsviðið spila lagbútinn í hægu tempói, en hraðinn eykst eftir því sem hljóðfærin hafa hærra tónsvið. Tónlistin myndar þannig einstaka hljómræna áferð.

Eftirmyndir nokkurra 18. aldar gamelan-hljóðfæra.

Hljóðfærin eru ekki samstillt eins og tíðkast í vestrænni tónlist (sum of há, önnur of lág), svo alltaf myndast yfirtónar, sem gefa tónlistinni nokkurskonar sindrandi yfirbragð. Hljómsveitirnar spila í tveimur tónskölum; sléndro (saléndro á Vestur-Jövu og saih gender wayang á Balí) og pélog (saih pitu á Balí), og engar tvær sveitir eru stilltar nákvæmlega eins. Nótur tónskalanna eru ekki þær sömu og í vestrænu tónkerfi; sléndro er 5 tóna skali með um það bil heiltón og kvartón á milli nótna, en pélog hefur 7 tóna í tveimur „stærðum“. Þrátt fyrir að hafa sjö tóna eru yfirleitt bara fimm notaðir í hvert skipti og getur verið breytilegt hvaða fimm tónar það eru. Í reynd er um að ræða tvær stórar þríundir, einn heiltón og tvo hálftóna (Buchner, bls. 66).

Tónlistin er eins og áður sagði, pólýrytmísk. Sumir spila til dæmis í taktinum 4/5 meðan aðrir spila í 5/5 eða jafnvel 7/8. Svo gengur verkið upp á nokkurhundruð töktum.

Flest gamelan hafa tvo hljóðfærahópa, stillta eftir sitthvorum tónskalanum; pélog og sléndro. Upprunalega einskorðuðu hljómsveitir sig við annan hvorn skalann en frá seinni hluta 19. aldar virðast tveggja hópa hljómsveitir hafa náð mestri útbreiðslu. Enn finnast þó hljómsveitir sem halda sig við hina hefðbundnu uppbyggingu með aðeins einum skala.

Gamelan geta líka verið tvennskonar burtséð frá tóntegund; þær sem spila mýkri gerð tónlistarinnar sem er notuð meira í heimahúsum (við ákveðin tilefni) og svo hinar sem eru háværari og koma meira fram opinberlega.

Hljóðfærið bonang.

Hvert tónverk samanstendur af mörgum og endurteknum pokong, en milli þessara kafla gefst stundum tækifæri til smá spuna sem þó fylgir fremur ströngum reglum. Það er stjórnandinn sem sér um kaflaskiptin og ákveður næsta stef með því að byrja að spila inngangsstef á sitt hljóðfæri. Því þarf hann ekki að standa fyrir framan sveitina, en er gjarnan aftast í háværri sveit (og spilar þá á bonang) eða inni í miðri lágværri sveit (og þá með strengjahljóðfærið rebab).

Strengjahljóðfærið rebab.

Þrátt fyrir að upprunalega samanstandi gamelansveitir nær eingöngu af ásláttarhljóðfærum þá hafa í seinni tíð bæst við önnur hljóðfæri, einkum strengjahljóðfæri og flautur. Þau hljóðfæri eru oftast nær „fengin að láni“ frá öðrum löndum Asíu (svo sem Kína) og taka þá gjarnan með sér áhrif frá tónlist viðkomandi lands.

Vegna þess hve hljóðfærin eru stór og dýr í framleiðslu er algengt að þau gangi í erfðir innan fjölskyldna. Börn læra því gjarnan snemma á þau hljóðfæri sem fjölskyldan hefur og það takt- og tónamynstur sem því fylgir. Þar sem nótnaskrift tíðkast ekki verður að læra hvert verk utan að; það getur tekið 20–30 ár að verða fullnuma í tónverkunum enda sum allt að 10 klukkustundir að lengd. Flestir læra því ekki nema 10–20 verk á þeim tíma. Reyndar eru margir tónlistarmenn frá Jövu farnir að nýta sér nótur og nótnaskrift fyrir gamelan til að læra ný verk, en spila almennt ekki eftir nótum á tónleikum. Það sem er skrifað á nótur er vanalega bara grunnlaglínan og kynningarstef, en önnur hljóðfæri leika svo út frá þeirri laglínu og er það að einhverju leyti opið til persónulegrar túlkunar.

Leikið á kendang-trommur.

Gamelan-tónlist er spiluð við margvíslega tækifæri, svo sem í brúðkaupum og á hátíðisdögum. Tónlistin gegnir jafnframt stóru hlutverki í hinum svokölluðu skuggaleikhúsum (wayang kulit), sem eiga sér langa sögu í indónesískri menningu. Þar sjá karlmenn að mestu leyti um hljóðfæraleik, líklegast vegna þess að dansinn og söngurinn kom í hlut kvennanna. Þar sem tónlistin var upprunalega helgitónlist var innihald texta í samræmi við það, en hetjusöngvar bættust síðar við og svo ástar- og hversdagssöngvar. Trúlega hefur sú þróun verið til að mæta innihaldi skuggaleikhúsanna.

Tónlistin gegnir stóru hlutverki í uppfærslum skuggaleikhúsanna.

Gamelansveit kom í fyrsta skipti fram opinberlega í hinum vestræna heimi á heimsýningunni í París árið 1887. Sagt er að Claude Debussy hafi verið svo dolfallinn yfir tónlistinni að hann lokaði sig inni í nokkra daga á eftir meðan hann var að melta hana; þarna var komin tónlist sem var ekki rituð og á engan hátt vestræn, en þó svo skipulögð í öllum sínum rytma. Gamelan hefur stundum verið líkt við náttúruhljóð, og að öllum líkindum átti þessi tónlistarflutningur þátt í því að tónskáld fóru að hlusta meira á náttúruna. Tónskáldið Oliver Messian tók meðal annars upp á því að sitja úti og skrifa upp fuglasöng. John Cage ákvað að senda vestrænni hefð tóninn (í eiginlegum og óeiginlegum skilningi) og notaði gamelan sem útgangspunkt til að sýna fram á að til væri önnur hefð og tónfræði sem væri alveg jafn merkileg og hin klassíska, vestræna hefð.

Hér má sjá gamelansveitina SambaSunda frá Jövu leika listir sínar.

Eins og með nær alla aðra tónlist hefur poppmenningin haft áhrif á þróun gamelan. Þó virðast íbúar Jövu og Balí hafa náð furðu góðum árangri í að halda hinni upprunalegu tónlistarhefð á lofti, þrátt fyrir að hliðargreinin „popp-gamelan“ hafi þróast samhliða henni. Á Balí hefur myndast nokkuð staðbundin dægurlagahefð með tilkomu nýs tónskala út frá sléndro, sem er aðeins fjörugri en sá hefðbundni. Hefðin virðist því vera að breytast, nema þá helst í einangruðustu hlutum Indónesíu.

Vinsældir gamelan hafa verið töluverðar í hinum vestræna heimi. Einkum hafa Frakkar verið áhugasamir, en elstu upptökur af gamelan eru nánast allar franskar. Bandaríkjamenn hafa einnig sýnt gamalen töluverðan áhuga, sér í lagi á undanförnum áratugum. Fyrstu gamelantónleikarnir fóru fram í Bandaríkjunum aðeins fáum árum eftir heimssýninguna í París, en það var ekki fyrr en á 6. áratug síðustu aldar sem hiti komst í leikinn með tónleikaröð Gunung Sari-hópsins frá Balí, sem heillaði áheyrendur landshorna á milli upp úr skónum. Bandarísk gamelan eru nú á þriðja hundrað. Þau eru innblásin af þeim indónesísku en tónlistarútfærslan og hljóðfærin eru nútímalegri, enda mörg smíðuð úr þeim efnivið sem aðgengilegur er á staðnum.

Tengt efni:

Heimildir:
  • Bruchner, Alexander. Musikinstrumente der Völker. Dausien, 1968. Bls. 66-70.
  • Chacko, Rachel. „American gamelan [Western gamelan]“. Grove Music Online. (Sótt 9.06.2021).
  • Gamelan. Encyclopædia Britannica Online. (Sótt 9.06.2021).
  • Harnish, David. „Gamelan.“ Grove Music Online. (Sótt 9.06.2021).
  • Kartomi, Margaret J. og Maria Mendonça. „Gamelan“, Grove Music Online. 20. janúar 2001. (Sótt 9.06.2021).
  • Titon, Jeff Todd, ritstjóri. Worlds of Music, 3. útgáfa. Schirmer Books, 1996.

Myndir og myndband:...