Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hvað eru gróðurhúsaáhrif og hvernig geta gróðurhúsalofttegundir hækkað hitastig á jörðinni?

Halldór Björnsson

Varmageislun frá sólinni hitar jörðina en ræður alls ekki öllu um yfirborðshitann. Jörðin geislar líka frá sér varma, rétt eins og sólin. Við sjáum vel geislunina frá sólinni, því mest af henni er sýnilegt ljós. Varmageislunin frá jörðinni liggur hins vegar langt utan sýnilega sviðsins.

Eðlisfræðingar hafa lengi vitað að styrkur varmageislunar vex með hita. Þeim mun heitari sem jörðin er þeim mun meira geislar hún frá sér. Jörðin getur hins vegar ekki geislað frá sér meiri varma en hún fær frá sólinni svo að jafnvægi næst við hita þar sem heildarútgeislun jarðar er jöfn þeirri varmageislun sem fæst frá sólinni.

Þótt styrkur varmageislunar vaxi með hitastigi þá er hann einnig háður öðrum þáttum. Þessir þættir draga úr því hversu mikil varmageislun fæst við gefið hitastig. Í lofthjúpi jarðar eru vissar lofttegundir sem hafa einmitt slík áhrif. Tilvist þeirra veldur því að við gefið hitastig geislar lofthjúpurinn minna en hann myndi gera ef þessar lofttegundir væru ekki til staðar. Til þess að heildarvarmageislun jarðar verði jafnmikil þeim varma sem fæst frá sólinni þarf hiti jarðar því að vera hærri en ella. Þessar lofttegundir eru nefndar gróðurhúsalofttegundir og áhrif þeirra gróðurhúsaáhrif.En hvernig hækka þessar loftegundir yfirborðshita jarðarinnar? Þegar bílljós lýsa út í rökkrið endurvarpast ljósið af veginum og öðrum hlutum sem það fellur á. Við yrðum hissa ef loftið gleypti einfaldlega ljósið. Það gerist ekki því lofthjúpur jarðar er tiltölulega gagnsær sýnilegu ljósi.

Varmageislun jarðarinnar er ekki sýnilegt ljós heldur innrautt ljós. Gróðurhúsalofttegundir í andrúmsloftinu eru ekki gagnsæjar innrauðu ljósi. Þær gleypa í sig varmageislunina frá jörðinni og geisla síðan hluta hennar áfram út í geim, en einnig endurgeislast hluti hennar niður til yfirborðs jarðar. Þessi endurgeislun frá lofthjúpnum niður til yfirborðsins hitar yfirborðiðið, sem geislar meiri varma.

Gróðurhúsalofttegundir gleypa einnig hina auknu varmageislun, hluta er svo endurgeislað til jarðar sem hitar yfirborðið frekar. Magn gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum ræður því við hvaða hita jafnvægi næst. Á jörðinni næst jafnvægi þegar gróðurhúsaáhrif hafa hækkað hitann um 33°C.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar birtist áður á vef Veðurstofu Íslands og er birt hér með góðufúslegu leyfi.

Höfundur

Halldór Björnsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

12.2.2010

Spyrjandi

Kjartan Sölvi

Tilvísun

Halldór Björnsson. „Hvað eru gróðurhúsaáhrif og hvernig geta gróðurhúsalofttegundir hækkað hitastig á jörðinni?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2010. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=13190.

Halldór Björnsson. (2010, 12. febrúar). Hvað eru gróðurhúsaáhrif og hvernig geta gróðurhúsalofttegundir hækkað hitastig á jörðinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=13190

Halldór Björnsson. „Hvað eru gróðurhúsaáhrif og hvernig geta gróðurhúsalofttegundir hækkað hitastig á jörðinni?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2010. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=13190>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru gróðurhúsaáhrif og hvernig geta gróðurhúsalofttegundir hækkað hitastig á jörðinni?
Varmageislun frá sólinni hitar jörðina en ræður alls ekki öllu um yfirborðshitann. Jörðin geislar líka frá sér varma, rétt eins og sólin. Við sjáum vel geislunina frá sólinni, því mest af henni er sýnilegt ljós. Varmageislunin frá jörðinni liggur hins vegar langt utan sýnilega sviðsins.

Eðlisfræðingar hafa lengi vitað að styrkur varmageislunar vex með hita. Þeim mun heitari sem jörðin er þeim mun meira geislar hún frá sér. Jörðin getur hins vegar ekki geislað frá sér meiri varma en hún fær frá sólinni svo að jafnvægi næst við hita þar sem heildarútgeislun jarðar er jöfn þeirri varmageislun sem fæst frá sólinni.

Þótt styrkur varmageislunar vaxi með hitastigi þá er hann einnig háður öðrum þáttum. Þessir þættir draga úr því hversu mikil varmageislun fæst við gefið hitastig. Í lofthjúpi jarðar eru vissar lofttegundir sem hafa einmitt slík áhrif. Tilvist þeirra veldur því að við gefið hitastig geislar lofthjúpurinn minna en hann myndi gera ef þessar lofttegundir væru ekki til staðar. Til þess að heildarvarmageislun jarðar verði jafnmikil þeim varma sem fæst frá sólinni þarf hiti jarðar því að vera hærri en ella. Þessar lofttegundir eru nefndar gróðurhúsalofttegundir og áhrif þeirra gróðurhúsaáhrif.En hvernig hækka þessar loftegundir yfirborðshita jarðarinnar? Þegar bílljós lýsa út í rökkrið endurvarpast ljósið af veginum og öðrum hlutum sem það fellur á. Við yrðum hissa ef loftið gleypti einfaldlega ljósið. Það gerist ekki því lofthjúpur jarðar er tiltölulega gagnsær sýnilegu ljósi.

Varmageislun jarðarinnar er ekki sýnilegt ljós heldur innrautt ljós. Gróðurhúsalofttegundir í andrúmsloftinu eru ekki gagnsæjar innrauðu ljósi. Þær gleypa í sig varmageislunina frá jörðinni og geisla síðan hluta hennar áfram út í geim, en einnig endurgeislast hluti hennar niður til yfirborðs jarðar. Þessi endurgeislun frá lofthjúpnum niður til yfirborðsins hitar yfirborðiðið, sem geislar meiri varma.

Gróðurhúsalofttegundir gleypa einnig hina auknu varmageislun, hluta er svo endurgeislað til jarðar sem hitar yfirborðið frekar. Magn gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum ræður því við hvaða hita jafnvægi næst. Á jörðinni næst jafnvægi þegar gróðurhúsaáhrif hafa hækkað hitann um 33°C.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar birtist áður á vef Veðurstofu Íslands og er birt hér með góðufúslegu leyfi....