Sólin Sólin Rís 10:25 • sest 16:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:28 • Sest 03:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:36 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:23 • Síðdegis: 17:55 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:25 • sest 16:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:28 • Sest 03:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:36 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:23 • Síðdegis: 17:55 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er best að skilgreina hugtakið mold?

Ólafur Arnalds

Mold (jarðvegur) er skilgreind með eftirfarandi hætti í bókinni „Mold ert þú“ – Jarðvegur og íslensk náttúra:

Mold (jarðvegur) er hluti lífheimsins undir yfirborði jarðar, þar sem efnabreytingar mynda moldarefni (jarðvegsmyndun). Jarðvegurinn er jafnframt hluti vistkerfa og veitir þeim margs kyns þjónustu, m.a. sem hlekkur í orkunámi og hringrásum orku, næringarefna og vatns.

Í bókinni er enn fremur eftirfarandi hugleiðingar um inntak hugtaksins mold:

Moldin er brú á milli lífríkisins og hins lífvana berggrunns jarðar – miðill á krossgötum fjögurra heima: bergs, lofts, lífríkis og vatns. Orka og efni eru flutt á milli þessara kerfa fyrir tilstuðlan fjölbreyttrar lífsstarfsemi í moldinni. Það er jarðvegur sem sér gróðri fyrir þeim efnum sem nauðsynleg eru fyrir beislun sólarorku með ljóstillífun, en hann heldur einnig hluta orkunnar til haga í formi fjölbreyttra lífrænna efna. Jarðvegurinn er jafnframt meginhlekkur í hringrás næringarefna og vatns á yfirborði jarðar.

Hvað er „mold“ eða „jarðvegur“? Í sannleika sagt er ekki auðvelt að skilgreina þetta fyrirbrigði sem er að mestu falið undir yfirborðinu. Því er það svo að moldin er skilgreind á afar ólíkan hátt eftir því hver á í hlut. Sem dæmi má nefna að margir verkfræðingar kalla öll laus jarðefni á yfirborðinu jarðveg og jarðfræðingar eiga sér að sama skapi aðrar skilgreiningar. Það er full ástæða til að staldra aðeins við moldarhugtakið, því oftar en ekki rís vandi er varðar skilgreiningar á viðfangsefni þegar fjallað er um jarðveg, til dæmis við umhverfismat, uppgræðslu, vistheimt og fleira.

Mold sér gróðri fyrir þeim efnum sem nauðsynleg eru fyrir beislun sólarorku með ljóstillífun, en hann heldur einnig hluta orkunnar til haga í formi fjölbreyttra lífrænna efna.

Mold sér gróðri fyrir þeim efnum sem nauðsynleg eru fyrir beislun sólarorku með ljóstillífun, en hann heldur einnig hluta orkunnar til haga í formi fjölbreyttra lífrænna efna.

Flestar eldri skilgreiningar jarðvegsfræðinga á viðfangsefninu mótast af gildi jarðvegs til ræktunar á fæðu og trefjum. Opinber skilgreining bandarískra jarðvegsvísindamanna dregur dám af þessu viðhorfi:
Jarðvegur er náttúruleg eining, gerð af föstu efni (steindum og lífrænu efni), vökva, og gasi, og er á yfirborði lands, fyllir rými, og einkennist af öðru eða hvorutveggja: jarðvegslögum sem eru greinanleg frá upprunalegu efni vegna viðbóta, taps, flutnings eða umbreytinga orku og efnis, eða hæfileika til að viðhalda plöntum með rætur í náttúrulegu umhverfi.

Það verður nú að segjast eins og er að þetta er ansi tyrfin skilgreining.

Mikið hefur verið skrafað um skilgreiningar á moldinni [1] og þær eiga það til að vera nokkuð flóknar, eins og dæmið hér fyrir ofan sannar. Sem dæmi má nefna skilgreiningu Birkelands (1999)[2]: „Jarðvegur er náttúruleg eining mynduð af misþykkum jarðvegslögum sem gerð eru úr steinefnum og lífrænum efnum, frábrugðin móðurefnunum í byggingu, eðlis-, efna og steindaeiginleikum og eiginleikum lífrænna efna.“ Þarna er lögð áhersla á þær breytingar sem verða á yfirborðslögunum við jarðvegsmyndun. Í ljósi mismunandi viðhorfa til þess hvernig skilgreina beri jarðveg er skilgreining FitzPatricks (1983)[3] allrar athygli verð (ekki er gerð tilraun til að þýða hana á íslensku): „A soil is anything so-called by a competent authority.“

Höfundur þessara orða leggur á það áherslu að mold er virkur miðill lífs, orku, vatns og efnis. Það væri ekki fjarri lagi að lýsa jarðvegi sem eins konar efnaverksmiðju (sjá mynd) þar sem bergefni brotna niður vegna veðrunar, hluti efnanna sem losna úr berginu tapast með vatni, en önnur verða uppistaða í nýjum efnasamböndum sem falla út (kristallast) í jarðveginum sem leirsteindir. Lífverur eru helstu drifkraftar orkumiðlunar í þessari efnaverksmiðju en efnaferlin eiga sér stað í vatni. Moldin er hluti hringrásar næringarefna lífríkisins og því safnast fyrir ýmiss konar lífrænar sameindir í jarðveginum. Moldin veðrast hægt en með tímanum verður lítið eftir af hinu upprunalega móðurbergi jarðvegsins; þessi hluti yfirborðsins verður fullkomlega frábrugðinn berginu sem áður var.

Moldin er risastór efnaverksmiðja á yfirborði jarðar. Orka fæst úr sólinni, súrefni losnar við ljóstillífun, kolefni er bæði unnið inn í kerfið úr andrúmsloftinu en sleppur einnig út við öndun (CO2). Lífræn efni safnast í efsta lagið (A) og þar fer fram hringrás næringarefna. Leir er „framleiddur“ í moldinni, einkum í B-laginu, og smám saman nær veðrunin lengra niður (C-lag). Vatn er mikilvægur miðill efnahvarfa í kerfinu.

Moldin er risastór efnaverksmiðja á yfirborði jarðar. Orka fæst úr sólinni, súrefni losnar við ljóstillífun, kolefni er bæði unnið inn í kerfið úr andrúmsloftinu en sleppur einnig út við öndun (CO2). Lífræn efni safnast í efsta lagið (A) og þar fer fram hringrás næringarefna. Leir er „framleiddur“ í moldinni, einkum í B-laginu, og smám saman nær veðrunin lengra niður (C-lag). Vatn er mikilvægur miðill efnahvarfa í kerfinu.

Íslendingar hafa stundum nokkuð aðra mynd af því en aðrir hvað jarðvegur er. Sýn margra beinist fyrst og fremst að þeirri mold sem er brún og lífræn, helst með gjóskulögum. Það er er þó þannig að allt yfirborð landsins er hulið mold, það á einnig við auðnir, en hún er misþróuð og afar misfrjósöm. Í jarðvegi auðna er hlutfallslega lítið af lífrænum efnum og minna af leirsteindum sem myndast hafa í jarðveginum; alls staðar má þó finna einhver ummerki efnabreytinga, eða með öðrum orðum: jarðvegsmyndunar.

Erlendir náttúrufræðingar eru oftast vanir afar frábrugðnum jarðvegi með öðrum ummerkjum jarðvegsmyndunar en einkenna íslenskan jarðveg, til dæmis mun skýrari merkjum um klassíska lagskiptingu (A-B-C) en er að finna í íslenskum jarðvegi. Þá hafa staðhæfingar í íslenskum kennslubókum (meðal annars í jarðfræði og kennslubókum um náttúrufræði), þess efnis að á Íslandi eigi sér stað lítil efnaveðrun og jarðvegsmyndun, ekki hjálpað til við að auka skilning á eðli íslensks jarðvegs. Þessar staðhæfingar eru fjarri sanni. Þetta er bagalegt og það er afar mikilvægt að breyta því viðhorfi að íslensk mold sé frekar dautt og ómótað efni, það er hún svo sannarlega ekki.

Tilvísanir:
  1. ^ Sjá til dæmis: Arnold, R.W. 1983. Concepts of soils and pedology. Í: L.P. Wilding, N.E. Smeck og G.F. Hall (ritstj.), Pedogenesis and Soil Taxonomy. I. Concepts and Interactions, bls. 1–21. Elsevier, Amsterdam.
  2. ^ Birkeland, P.W. 1999. Soil and Geomorphology. 3. útg. Oxford University Press, New York.
  3. ^ FitzPatrick, E.A. 1983. Soils. Their formation, classification and distribution. Longman Group Limited, Harlow, Essex, UK.

Myndir:

Þessi text birtist fyrst í bókinni „Mold ert þú“ – Jarðvegur og íslensk náttúra (Ólafur Arnalds, 2023, Iðnú). Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum. Bókin öll er aðgengileg á www.moldin.is

Aðrar spurningar um mold:
  • Hvað getiði sagt mér um mold?
  • Af hverju er mold til
  • Hvernig verður mold til?

Höfundur

Ólafur Arnalds

prófessor emeritus

Útgáfudagur

26.1.2026

Spyrjandi

Kolbjörg Lilja Benediktsdóttir, Atli R. Ólafsson, Elías Pétursson, Þorlákur Anton Holm

Tilvísun

Ólafur Arnalds. „Hvernig er best að skilgreina hugtakið mold?“ Vísindavefurinn, 26. janúar 2026, sótt 26. janúar 2026, https://visindavefur.is/svar.php?id=13842.

Ólafur Arnalds. (2026, 26. janúar). Hvernig er best að skilgreina hugtakið mold? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=13842

Ólafur Arnalds. „Hvernig er best að skilgreina hugtakið mold?“ Vísindavefurinn. 26. jan. 2026. Vefsíða. 26. jan. 2026. <https://visindavefur.is/svar.php?id=13842>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er best að skilgreina hugtakið mold?
Mold (jarðvegur) er skilgreind með eftirfarandi hætti í bókinni „Mold ert þú“ – Jarðvegur og íslensk náttúra:

Mold (jarðvegur) er hluti lífheimsins undir yfirborði jarðar, þar sem efnabreytingar mynda moldarefni (jarðvegsmyndun). Jarðvegurinn er jafnframt hluti vistkerfa og veitir þeim margs kyns þjónustu, m.a. sem hlekkur í orkunámi og hringrásum orku, næringarefna og vatns.

Í bókinni er enn fremur eftirfarandi hugleiðingar um inntak hugtaksins mold:

Moldin er brú á milli lífríkisins og hins lífvana berggrunns jarðar – miðill á krossgötum fjögurra heima: bergs, lofts, lífríkis og vatns. Orka og efni eru flutt á milli þessara kerfa fyrir tilstuðlan fjölbreyttrar lífsstarfsemi í moldinni. Það er jarðvegur sem sér gróðri fyrir þeim efnum sem nauðsynleg eru fyrir beislun sólarorku með ljóstillífun, en hann heldur einnig hluta orkunnar til haga í formi fjölbreyttra lífrænna efna. Jarðvegurinn er jafnframt meginhlekkur í hringrás næringarefna og vatns á yfirborði jarðar.

Hvað er „mold“ eða „jarðvegur“? Í sannleika sagt er ekki auðvelt að skilgreina þetta fyrirbrigði sem er að mestu falið undir yfirborðinu. Því er það svo að moldin er skilgreind á afar ólíkan hátt eftir því hver á í hlut. Sem dæmi má nefna að margir verkfræðingar kalla öll laus jarðefni á yfirborðinu jarðveg og jarðfræðingar eiga sér að sama skapi aðrar skilgreiningar. Það er full ástæða til að staldra aðeins við moldarhugtakið, því oftar en ekki rís vandi er varðar skilgreiningar á viðfangsefni þegar fjallað er um jarðveg, til dæmis við umhverfismat, uppgræðslu, vistheimt og fleira.

Mold sér gróðri fyrir þeim efnum sem nauðsynleg eru fyrir beislun sólarorku með ljóstillífun, en hann heldur einnig hluta orkunnar til haga í formi fjölbreyttra lífrænna efna.

Mold sér gróðri fyrir þeim efnum sem nauðsynleg eru fyrir beislun sólarorku með ljóstillífun, en hann heldur einnig hluta orkunnar til haga í formi fjölbreyttra lífrænna efna.

Flestar eldri skilgreiningar jarðvegsfræðinga á viðfangsefninu mótast af gildi jarðvegs til ræktunar á fæðu og trefjum. Opinber skilgreining bandarískra jarðvegsvísindamanna dregur dám af þessu viðhorfi:
Jarðvegur er náttúruleg eining, gerð af föstu efni (steindum og lífrænu efni), vökva, og gasi, og er á yfirborði lands, fyllir rými, og einkennist af öðru eða hvorutveggja: jarðvegslögum sem eru greinanleg frá upprunalegu efni vegna viðbóta, taps, flutnings eða umbreytinga orku og efnis, eða hæfileika til að viðhalda plöntum með rætur í náttúrulegu umhverfi.

Það verður nú að segjast eins og er að þetta er ansi tyrfin skilgreining.

Mikið hefur verið skrafað um skilgreiningar á moldinni [1] og þær eiga það til að vera nokkuð flóknar, eins og dæmið hér fyrir ofan sannar. Sem dæmi má nefna skilgreiningu Birkelands (1999)[2]: „Jarðvegur er náttúruleg eining mynduð af misþykkum jarðvegslögum sem gerð eru úr steinefnum og lífrænum efnum, frábrugðin móðurefnunum í byggingu, eðlis-, efna og steindaeiginleikum og eiginleikum lífrænna efna.“ Þarna er lögð áhersla á þær breytingar sem verða á yfirborðslögunum við jarðvegsmyndun. Í ljósi mismunandi viðhorfa til þess hvernig skilgreina beri jarðveg er skilgreining FitzPatricks (1983)[3] allrar athygli verð (ekki er gerð tilraun til að þýða hana á íslensku): „A soil is anything so-called by a competent authority.“

Höfundur þessara orða leggur á það áherslu að mold er virkur miðill lífs, orku, vatns og efnis. Það væri ekki fjarri lagi að lýsa jarðvegi sem eins konar efnaverksmiðju (sjá mynd) þar sem bergefni brotna niður vegna veðrunar, hluti efnanna sem losna úr berginu tapast með vatni, en önnur verða uppistaða í nýjum efnasamböndum sem falla út (kristallast) í jarðveginum sem leirsteindir. Lífverur eru helstu drifkraftar orkumiðlunar í þessari efnaverksmiðju en efnaferlin eiga sér stað í vatni. Moldin er hluti hringrásar næringarefna lífríkisins og því safnast fyrir ýmiss konar lífrænar sameindir í jarðveginum. Moldin veðrast hægt en með tímanum verður lítið eftir af hinu upprunalega móðurbergi jarðvegsins; þessi hluti yfirborðsins verður fullkomlega frábrugðinn berginu sem áður var.

Moldin er risastór efnaverksmiðja á yfirborði jarðar. Orka fæst úr sólinni, súrefni losnar við ljóstillífun, kolefni er bæði unnið inn í kerfið úr andrúmsloftinu en sleppur einnig út við öndun (CO2). Lífræn efni safnast í efsta lagið (A) og þar fer fram hringrás næringarefna. Leir er „framleiddur“ í moldinni, einkum í B-laginu, og smám saman nær veðrunin lengra niður (C-lag). Vatn er mikilvægur miðill efnahvarfa í kerfinu.

Moldin er risastór efnaverksmiðja á yfirborði jarðar. Orka fæst úr sólinni, súrefni losnar við ljóstillífun, kolefni er bæði unnið inn í kerfið úr andrúmsloftinu en sleppur einnig út við öndun (CO2). Lífræn efni safnast í efsta lagið (A) og þar fer fram hringrás næringarefna. Leir er „framleiddur“ í moldinni, einkum í B-laginu, og smám saman nær veðrunin lengra niður (C-lag). Vatn er mikilvægur miðill efnahvarfa í kerfinu.

Íslendingar hafa stundum nokkuð aðra mynd af því en aðrir hvað jarðvegur er. Sýn margra beinist fyrst og fremst að þeirri mold sem er brún og lífræn, helst með gjóskulögum. Það er er þó þannig að allt yfirborð landsins er hulið mold, það á einnig við auðnir, en hún er misþróuð og afar misfrjósöm. Í jarðvegi auðna er hlutfallslega lítið af lífrænum efnum og minna af leirsteindum sem myndast hafa í jarðveginum; alls staðar má þó finna einhver ummerki efnabreytinga, eða með öðrum orðum: jarðvegsmyndunar.

Erlendir náttúrufræðingar eru oftast vanir afar frábrugðnum jarðvegi með öðrum ummerkjum jarðvegsmyndunar en einkenna íslenskan jarðveg, til dæmis mun skýrari merkjum um klassíska lagskiptingu (A-B-C) en er að finna í íslenskum jarðvegi. Þá hafa staðhæfingar í íslenskum kennslubókum (meðal annars í jarðfræði og kennslubókum um náttúrufræði), þess efnis að á Íslandi eigi sér stað lítil efnaveðrun og jarðvegsmyndun, ekki hjálpað til við að auka skilning á eðli íslensks jarðvegs. Þessar staðhæfingar eru fjarri sanni. Þetta er bagalegt og það er afar mikilvægt að breyta því viðhorfi að íslensk mold sé frekar dautt og ómótað efni, það er hún svo sannarlega ekki.

Tilvísanir:
  1. ^ Sjá til dæmis: Arnold, R.W. 1983. Concepts of soils and pedology. Í: L.P. Wilding, N.E. Smeck og G.F. Hall (ritstj.), Pedogenesis and Soil Taxonomy. I. Concepts and Interactions, bls. 1–21. Elsevier, Amsterdam.
  2. ^ Birkeland, P.W. 1999. Soil and Geomorphology. 3. útg. Oxford University Press, New York.
  3. ^ FitzPatrick, E.A. 1983. Soils. Their formation, classification and distribution. Longman Group Limited, Harlow, Essex, UK.

Myndir:

Þessi text birtist fyrst í bókinni „Mold ert þú“ – Jarðvegur og íslensk náttúra (Ólafur Arnalds, 2023, Iðnú). Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum. Bókin öll er aðgengileg á www.moldin.is

Aðrar spurningar um mold:
  • Hvað getiði sagt mér um mold?
  • Af hverju er mold til
  • Hvernig verður mold til?
...