Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hve oft hefur Þýskaland unnið í Evróvisjón?

Hlynur Einarsson og Sölvi Guðmundsson

Þýskaland hefur unnið Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eða Evróvisjón (e. Eurovision) tvisvar, árin 1982 og 2010.

Nicole sigraði í Evróvisjón árið 1982.

Árið 1982 var keppnin haldin í Bretlandi. Þá bar söngkonan Nicole sigur úr býtum en hún söng lagið Ein bißchen Frieden. Árið 2010 var keppnin haldin í Noregi en þá vann söngkonan Lena með lagið Satellite. Árið 1982 fékk Þýskaland 161 stig en árið 2010 fékk það 246 stig. Hafa ber í huga að færri lönd kepptu árið 1982 og þar af leiðandi voru færri stig gefin.

Lena sigraði í Evróvisjón árið 2010.

Fyrsta Evróvisjónkeppnin var haldin árið 1956, nánar tiltekið 24. júní, í Sviss en Sviss vann einnig keppnina það árið með laginu Lys Assia. Ísland keppti fyrst árið 1986 en söngflokkurinn ICY söng þá lagið Gleðibankinn. Árið 1999 byrjaði Ísland að syngja á ensku.

Í gegnum árin hafa fáir sjónvarpsviðburðir notið jafnmikilla vinsælda hér á landi og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

14.6.2012

Spyrjandi

Sigga og Heiða

Tilvísun

Hlynur Einarsson og Sölvi Guðmundsson. „Hve oft hefur Þýskaland unnið í Evróvisjón?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2012, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=14166.

Hlynur Einarsson og Sölvi Guðmundsson. (2012, 14. júní). Hve oft hefur Þýskaland unnið í Evróvisjón? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=14166

Hlynur Einarsson og Sölvi Guðmundsson. „Hve oft hefur Þýskaland unnið í Evróvisjón?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2012. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=14166>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hve oft hefur Þýskaland unnið í Evróvisjón?
Þýskaland hefur unnið Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eða Evróvisjón (e. Eurovision) tvisvar, árin 1982 og 2010.

Nicole sigraði í Evróvisjón árið 1982.

Árið 1982 var keppnin haldin í Bretlandi. Þá bar söngkonan Nicole sigur úr býtum en hún söng lagið Ein bißchen Frieden. Árið 2010 var keppnin haldin í Noregi en þá vann söngkonan Lena með lagið Satellite. Árið 1982 fékk Þýskaland 161 stig en árið 2010 fékk það 246 stig. Hafa ber í huga að færri lönd kepptu árið 1982 og þar af leiðandi voru færri stig gefin.

Lena sigraði í Evróvisjón árið 2010.

Fyrsta Evróvisjónkeppnin var haldin árið 1956, nánar tiltekið 24. júní, í Sviss en Sviss vann einnig keppnina það árið með laginu Lys Assia. Ísland keppti fyrst árið 1986 en söngflokkurinn ICY söng þá lagið Gleðibankinn. Árið 1999 byrjaði Ísland að syngja á ensku.

Í gegnum árin hafa fáir sjónvarpsviðburðir notið jafnmikilla vinsælda hér á landi og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012....