Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða aðferðir þekktust fyrr á öldum til að koma í veg fyrir þungun?

Sóley S. Bender

Löngu áður en núverandi hormónagetnaðarvarnir komu til sögunnar reyndi fólk að koma í veg fyrir barneign með ýmsu móti. Notaðar voru rofnar samfarir og ýmsar útgáfur af sæðisdrepandi efnum sem komið var fyrir í leggöngum konunnar. Einnig voru smokkar, hettur, lykkjur og ýmislegt fleira notað til getnaðarvarna.

Kynlíf hefur lengi skapað togstreitu milli ávinnings og áhættu í ólíkum menningarheimum. Víða voru börnin blessun, trygging fyrir foreldra í ellinni og mikilvægt vinnuafl. Á hinn bóginn gátu tíðar barneignir valdið miklum búsifjum og erfitt gat reynst að hugsa um stóran barnahóp og gefa öllum mat og klæði og annað sem til þurfti þegar illa áraði. Örar barneignir gátu reynt á heilsufar barna, mæðra og allrar fjölskyldunnar og haft áhrif á dánartíðni þeirra.

Póstkort frá Viktoríutímanum sem sýnir konu berja storkinn frá sér.

Rofnar samfarir (coitus interruptus) er ein þeirra aðferða sem notaðar voru til að koma í veg fyrir þungun á árum áður þrátt fyrir takmarkaða þekkingu á frjóseminni. Er þessi aðferð talin vera ein sú elsta. Í fyrstu bók Móse í Gamla testamentinu er þess getið að Onan notaði þá leið að spilla sæðinu svo að ekki yrði þungun (Biblía, 1957). Hann viðhafði þessa aðferð því faðir hans fyrirskipaði honum að sænga með konu bróður hans en hann kærði sig ekki um að afla bróður sínum afkvæmi. Þetta mislíkaði Jahve og vegna þessarar hegðunar var hann látinn deyja. Ýmis önnur trúarbrögð hafa fordæmt þessa aðferð.

Ýmiss konar getnaðarvarnir hafa verið reyndar í gegnum tíðina. Það mátti reyna að berja frá sér storkinn, eins og sýnt er á póstkortinu hér fyrir ofan frá Viktoríutímanum, en það er haldlítil vörn ef annað kemur ekki til.

Rannsóknir í Bandaríkjunum í kringum 1920 og 1930 sýndu að læknar voru ekki hrifnir af rofnum samförum og töldu aðferðina vera hættulega, hún gæti valdið taugaveiklun og leitt til getuleysis (London, 1982). Í fyrirlestri Katrínar Thoroddsen læknis sem fluttur var 1931 tekur hún undir það að þessi leið sé ill og heilsuspillandi fyrir bæði kyn (Katrín Thoroddsen, 1931). Aðferðin hefur verið mjög útbreidd og er notuð enn þann dag í dag þótt öryggi hennar sé mjög takmarkað.

Lengi hefur verið farin sú leið að draga úr mætti eða lífskrafti sáðfruma á einn eða annan hátt, eitthvað í líkingu við sæðisdrepandi efni nútímans. Margvíslegar uppskriftir voru að slíkum aðferðum. Til er forn frásögn frá því um 1500 fyrir Krist þar sem fjallað er um leið til að koma í veg fyrir þungun með því að útbúa ákveðna mixtúru sem sett var upp í leggöngin. Blandan samanstóð af döðlum, límkenndri kvoðu sem var unnin úr akasíutré ásamt smá hunangi. Síðan var einhvers konar baðmullarhnoðra dýft í þessa sætu mixtúru og hann settur upp í leggöngin (Petrick, 1995). Talið er að mixtúran hafi haft áhrif á sýrustigið í leggöngum og því virkað að einhverju leyti sem sæðisdrepandi efni. Margar aðrar lýsingar eru til á hinum ýmsu efnum sem sett voru í leggöngin eins og krókódíla- og fílaskítur. Úr skítnum voru búnir til eins konar stílar til getnaðarvarna.

Einnig hefur smokkurinn lengi verið notaður. Hægt er að rekja notkun hans allt aftur til 1000 fyrir Krist. Þá var hann notaður til að verjast smiti og gerður úr einhvers konar hörefni. Í heimildum kemur fram að hann hafi einnig verið búinn til úr dýragörn. Upphaflega var smokkurinn notaður sem vörn gegn sárasótt en síðar til getnaðarvarna. Hinn margrómaði ítalski kvennabósi Casanova sem uppi var 1725-1798 er sagður hafa notað smokka bæði til að varast smit af völdum kynsjúkdóma og til getnaðarvarna (Avert, 2009; Robertson, 1990). Dr. Condom var læknir Karls II Bretakonungs og ráðlagði honum að nota garnasmokka til að varna því að hann eignaðist fleiri óskilgetin börn (Avert, 2009; Petrick, 1995). Nútímasmokkurinn er ýmist gerður úr gúmmíi eða polyurethan-efni. Þess má geta að garnasmokkar eru enn á markaði í Bandaríkjunum en eru dýrir í innkaupum.

Þessi trérista frá 19. öld á að sýna kvennabósann Casanova skemmta aðdáendum sínum með því að blása upp smokk. Hann notaði smokkana einnig til að verjast kynsjúkdómum og koma í veg fyrir barneignir.

Margvíslegar leiðir hafa verið notaðar til að hindra leið sáðfruma að egginu. Asískar konur eru taldar hafa notað sérstakan olíuborinn pappír sem eins konar leghálshúfu (cervical cap) og evrópskar konur bývax í sama tilgangi (Wikipedia, e.d.). Þetta eru forverar hettunnar og alls kyns leghálshúfa nútímans. Hafa leghálshúfur aldrei verið á markaði hér á landi. Auk þess voru þróaðar lykkjur sem var komið fyrir í leginu. Til er lýsing á fyrstu nútímalegu lykkjunum í þýsku riti frá árinu 1909. Fyrsta lykkjan sem var notuð eitthvað af ráði var svokallaður Gräfenberg-hringur og var byrjað að nota hann árið 1928 (Wikipedia, e.d.).

Einnig hafa konur um aldir leitað leiða til að finna út hvenær þær væru frjósamar en ekki var til staðar þekking á því hvenær egglos ætti sér stað í tíðahringnum fyrr en í byrjun tuttugustu aldar (Robertson, 1990). Það var þó ekki fyrr en um 1950 að þróaðar voru hormónagetnaðarvarnir nútímans sem byggjast á þekkingu á tíðahring konunnar og starfsemi hormóna tíðahringsins. Margir vísindamenn lögðu hönd á plóg við að þróa hormóna til mögulegra hormónagetnaðarvarna (Ainsworth, 2006/2007; Djerassi, 2001). Pillan kom síðan á markaðinn um og upp úr 1960.

Til fróðleiks má geta þess að í Toronto í Kanada er athyglisvert safn um sögu getnaðarvarna. Þar eru til sýnis margvíslegar gerðir af getnaðarvörnum frá ýmsum tímabilum þróunarsögunnar (Petrick, 1995).

Tilvísanir:
  • Ainsworth, S. (2006/2007). Oral contraception: past, present and future. Nurse Prescribing, 4 (11), 476-478.
  • Avert (2009). The history of condoms. Sótt 26. apríl 2009 af http://www.avert.org/bcondoms.htm
  • Biblía (1957). Reykjavík: Prentsmiðjan Oddi.
  • Djerassi, C. (2001). This man´s pill. Oxford: University Press.
  • Katrín Thoroddsen (1931). Frjálsar ástir. Erindi um takmarkanir barneigna. Reykjavík: Alþjóða Samhjálp Verkalýðsins Íslandsdeildin.
  • London, K. (1982) The history of birth control. Sótt 23. apríl 2009 af http://www.yale.edu/ynhti/curriculum/units/1982/6/82.06.03.x.html
  • Petrick, W. (1995). The hall of contraception. Sótt 24. apríl 2009 af http://desires.com/1.6/Sex/Museum/museum1.html
  • Robertson, W. H. (1990). An illustrated history of contraception. New Jersey: The Parthenon Publishing Group.
  • Wilkipedia (e.d.). Birth control. Sótt 23. apríl 2009 af http://en.wikipedia.org/wiki/Birth_control

Mynd:

Spurningin í heild hljóðar svona:
Hvernig aðferðir þekktust helst fyrr á öldum til að koma í veg fyrir þungun áður en þær getnaðarvarnir sem við þekkjum í dag komu til?

Höfundur

Sóley S. Bender

prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði við HÍ

Útgáfudagur

8.5.2009

Spyrjandi

Gunnhildur Reynisdóttir, Jóhann Gunnlaugsson

Tilvísun

Sóley S. Bender. „Hvaða aðferðir þekktust fyrr á öldum til að koma í veg fyrir þungun?“ Vísindavefurinn, 8. maí 2009, sótt 16. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=15151.

Sóley S. Bender. (2009, 8. maí). Hvaða aðferðir þekktust fyrr á öldum til að koma í veg fyrir þungun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=15151

Sóley S. Bender. „Hvaða aðferðir þekktust fyrr á öldum til að koma í veg fyrir þungun?“ Vísindavefurinn. 8. maí. 2009. Vefsíða. 16. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=15151>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða aðferðir þekktust fyrr á öldum til að koma í veg fyrir þungun?
Löngu áður en núverandi hormónagetnaðarvarnir komu til sögunnar reyndi fólk að koma í veg fyrir barneign með ýmsu móti. Notaðar voru rofnar samfarir og ýmsar útgáfur af sæðisdrepandi efnum sem komið var fyrir í leggöngum konunnar. Einnig voru smokkar, hettur, lykkjur og ýmislegt fleira notað til getnaðarvarna.

Kynlíf hefur lengi skapað togstreitu milli ávinnings og áhættu í ólíkum menningarheimum. Víða voru börnin blessun, trygging fyrir foreldra í ellinni og mikilvægt vinnuafl. Á hinn bóginn gátu tíðar barneignir valdið miklum búsifjum og erfitt gat reynst að hugsa um stóran barnahóp og gefa öllum mat og klæði og annað sem til þurfti þegar illa áraði. Örar barneignir gátu reynt á heilsufar barna, mæðra og allrar fjölskyldunnar og haft áhrif á dánartíðni þeirra.

Póstkort frá Viktoríutímanum sem sýnir konu berja storkinn frá sér.

Rofnar samfarir (coitus interruptus) er ein þeirra aðferða sem notaðar voru til að koma í veg fyrir þungun á árum áður þrátt fyrir takmarkaða þekkingu á frjóseminni. Er þessi aðferð talin vera ein sú elsta. Í fyrstu bók Móse í Gamla testamentinu er þess getið að Onan notaði þá leið að spilla sæðinu svo að ekki yrði þungun (Biblía, 1957). Hann viðhafði þessa aðferð því faðir hans fyrirskipaði honum að sænga með konu bróður hans en hann kærði sig ekki um að afla bróður sínum afkvæmi. Þetta mislíkaði Jahve og vegna þessarar hegðunar var hann látinn deyja. Ýmis önnur trúarbrögð hafa fordæmt þessa aðferð.

Ýmiss konar getnaðarvarnir hafa verið reyndar í gegnum tíðina. Það mátti reyna að berja frá sér storkinn, eins og sýnt er á póstkortinu hér fyrir ofan frá Viktoríutímanum, en það er haldlítil vörn ef annað kemur ekki til.

Rannsóknir í Bandaríkjunum í kringum 1920 og 1930 sýndu að læknar voru ekki hrifnir af rofnum samförum og töldu aðferðina vera hættulega, hún gæti valdið taugaveiklun og leitt til getuleysis (London, 1982). Í fyrirlestri Katrínar Thoroddsen læknis sem fluttur var 1931 tekur hún undir það að þessi leið sé ill og heilsuspillandi fyrir bæði kyn (Katrín Thoroddsen, 1931). Aðferðin hefur verið mjög útbreidd og er notuð enn þann dag í dag þótt öryggi hennar sé mjög takmarkað.

Lengi hefur verið farin sú leið að draga úr mætti eða lífskrafti sáðfruma á einn eða annan hátt, eitthvað í líkingu við sæðisdrepandi efni nútímans. Margvíslegar uppskriftir voru að slíkum aðferðum. Til er forn frásögn frá því um 1500 fyrir Krist þar sem fjallað er um leið til að koma í veg fyrir þungun með því að útbúa ákveðna mixtúru sem sett var upp í leggöngin. Blandan samanstóð af döðlum, límkenndri kvoðu sem var unnin úr akasíutré ásamt smá hunangi. Síðan var einhvers konar baðmullarhnoðra dýft í þessa sætu mixtúru og hann settur upp í leggöngin (Petrick, 1995). Talið er að mixtúran hafi haft áhrif á sýrustigið í leggöngum og því virkað að einhverju leyti sem sæðisdrepandi efni. Margar aðrar lýsingar eru til á hinum ýmsu efnum sem sett voru í leggöngin eins og krókódíla- og fílaskítur. Úr skítnum voru búnir til eins konar stílar til getnaðarvarna.

Einnig hefur smokkurinn lengi verið notaður. Hægt er að rekja notkun hans allt aftur til 1000 fyrir Krist. Þá var hann notaður til að verjast smiti og gerður úr einhvers konar hörefni. Í heimildum kemur fram að hann hafi einnig verið búinn til úr dýragörn. Upphaflega var smokkurinn notaður sem vörn gegn sárasótt en síðar til getnaðarvarna. Hinn margrómaði ítalski kvennabósi Casanova sem uppi var 1725-1798 er sagður hafa notað smokka bæði til að varast smit af völdum kynsjúkdóma og til getnaðarvarna (Avert, 2009; Robertson, 1990). Dr. Condom var læknir Karls II Bretakonungs og ráðlagði honum að nota garnasmokka til að varna því að hann eignaðist fleiri óskilgetin börn (Avert, 2009; Petrick, 1995). Nútímasmokkurinn er ýmist gerður úr gúmmíi eða polyurethan-efni. Þess má geta að garnasmokkar eru enn á markaði í Bandaríkjunum en eru dýrir í innkaupum.

Þessi trérista frá 19. öld á að sýna kvennabósann Casanova skemmta aðdáendum sínum með því að blása upp smokk. Hann notaði smokkana einnig til að verjast kynsjúkdómum og koma í veg fyrir barneignir.

Margvíslegar leiðir hafa verið notaðar til að hindra leið sáðfruma að egginu. Asískar konur eru taldar hafa notað sérstakan olíuborinn pappír sem eins konar leghálshúfu (cervical cap) og evrópskar konur bývax í sama tilgangi (Wikipedia, e.d.). Þetta eru forverar hettunnar og alls kyns leghálshúfa nútímans. Hafa leghálshúfur aldrei verið á markaði hér á landi. Auk þess voru þróaðar lykkjur sem var komið fyrir í leginu. Til er lýsing á fyrstu nútímalegu lykkjunum í þýsku riti frá árinu 1909. Fyrsta lykkjan sem var notuð eitthvað af ráði var svokallaður Gräfenberg-hringur og var byrjað að nota hann árið 1928 (Wikipedia, e.d.).

Einnig hafa konur um aldir leitað leiða til að finna út hvenær þær væru frjósamar en ekki var til staðar þekking á því hvenær egglos ætti sér stað í tíðahringnum fyrr en í byrjun tuttugustu aldar (Robertson, 1990). Það var þó ekki fyrr en um 1950 að þróaðar voru hormónagetnaðarvarnir nútímans sem byggjast á þekkingu á tíðahring konunnar og starfsemi hormóna tíðahringsins. Margir vísindamenn lögðu hönd á plóg við að þróa hormóna til mögulegra hormónagetnaðarvarna (Ainsworth, 2006/2007; Djerassi, 2001). Pillan kom síðan á markaðinn um og upp úr 1960.

Til fróðleiks má geta þess að í Toronto í Kanada er athyglisvert safn um sögu getnaðarvarna. Þar eru til sýnis margvíslegar gerðir af getnaðarvörnum frá ýmsum tímabilum þróunarsögunnar (Petrick, 1995).

Tilvísanir:
  • Ainsworth, S. (2006/2007). Oral contraception: past, present and future. Nurse Prescribing, 4 (11), 476-478.
  • Avert (2009). The history of condoms. Sótt 26. apríl 2009 af http://www.avert.org/bcondoms.htm
  • Biblía (1957). Reykjavík: Prentsmiðjan Oddi.
  • Djerassi, C. (2001). This man´s pill. Oxford: University Press.
  • Katrín Thoroddsen (1931). Frjálsar ástir. Erindi um takmarkanir barneigna. Reykjavík: Alþjóða Samhjálp Verkalýðsins Íslandsdeildin.
  • London, K. (1982) The history of birth control. Sótt 23. apríl 2009 af http://www.yale.edu/ynhti/curriculum/units/1982/6/82.06.03.x.html
  • Petrick, W. (1995). The hall of contraception. Sótt 24. apríl 2009 af http://desires.com/1.6/Sex/Museum/museum1.html
  • Robertson, W. H. (1990). An illustrated history of contraception. New Jersey: The Parthenon Publishing Group.
  • Wilkipedia (e.d.). Birth control. Sótt 23. apríl 2009 af http://en.wikipedia.org/wiki/Birth_control

Mynd:

Spurningin í heild hljóðar svona:
Hvernig aðferðir þekktust helst fyrr á öldum til að koma í veg fyrir þungun áður en þær getnaðarvarnir sem við þekkjum í dag komu til?
...