Sólin Sólin Rís 08:54 • sest 18:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 09:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:33 • Síðdegis: 12:58 í Reykjavík

Hvernig varð getnaðarvarnarpillan til?

Ása Ester Sigurðardóttir

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Hver er saga getnaðarvarnarpillunar (hvenær var hún fundin upp og annað)?

Lengi vel hafa konur leitað ýmissa leiða til þess að koma í veg fyrir getnað og hafa þannig einhverja stjórn á barneignum. Aðferðirnar hafa verið misgóðar og sjaldnast eitthvað til að treysta á. Tilkoma pillunnar eftir miðja síðustu öld gjörbreytti þessu.

Ein þeirra sem lagði sitt af mörkun til sögu pillunar var bandaríska kvenfrelsiskonan Margaret Sanger (1879-1966). Hún hafði lengi verið ötul baráttukona fyrir aukinni fræðslu og auknu aðgengi kvenna að getnaðarvörnum, ekki aðeins til að gera líf kvenna og mæðra auðveldara, heldur einnig vegna samfélagslegra áhrifa ótímabærra barneigna, líkt og offjölgunar eða fátæktar.[1] Á seinni hluta fimmta áratugs 20. aldar var hún farin að gera sér í hugarlund kosti þess að til væri pilla sem gæti komið í veg fyrir ótímabærar þunganir. Sanger sá fyrir sér pillu sem konur gætu tekið hvenær sem er og væri óháð kynlífsathöfninni sjálfri, en sú hugmynd var nýmæli á þessum tíma. Pillan yrði því tæki sett í hendur kvenna til að takmarka barneignir eftir eigin höfði. Það taldi Sanger bæði vera rétt kvenna og á þeirra ábyrgð.

Frá vinstri: Magraret Sanger (1879-1966), Gregory Pincus (1903-1967) og Katharine McCormick (1875-1967). Ýmsir áttu þátt í því að getnaðarvarnarpillan varð að veruleika en þessi þrjú gegndu mikilvægu hlutverki í þeirri sögu. Sanger barðist af krafti fyrir betri getnaðarvörnum og auknu aðgengi. Fyrir milligöngu hennar fjármagnaði McCormik að miklu leyti rannsóknir Pincus á pillunni áður en lyfjafyrirtæki treysti sér til að styðja verkefnið fjárhagslega.

Í kringum 1950 komst Sanger í samband við líffræðinginn Gregory Goodwin Pincus (1903-1967), sem stundaði rannsóknir á sviði getnaðar og hormónastarfsemi og hafði í nokkurn tíma unnið sem ráðgjafi fyrir lyfjafyrirtækið G.D. Searle.[2] Í kjölfarið hóf Pincus að rannsaka möguleikann á hormónatengdri getnaðarvörn. Hann fékk þó ekki beinan fjárhagslegan stuðnings frá lyfjafyrirtækinu til þeirrar vinnu þrátt fyrir áhuga þess á málinu, en fyrirtækið útvegaði einhver aðföng til rannsóknarvinnunnar. Þar sem stór hluti ríkja í Bandaríkjunum bönnuðu auglýsingar og sölu á getnaðarvörnum á þessum tíma þótti ekki vænlegt fyrir fyrirtæki að fjármagna rannsóknir á þessu sviði. Einnig var mögulegt að neikvæð viðhorf kaþólsku kirkjunnar til getnaðarvarna myndu hafa fjárhagsleg áhrif á fyrirtæki sem styddu slíkar rannsóknir, en um fjórðungur af bandarísku þjóðinni var kaþólskur í kringum 1960. Það var ekki fyrr en Pincus gat sýnt fram á fýsileika getnaðarvarnarpillunnar sem Searle veitti honum raunverulega fjárhagsaðstoð. Fram að því voru rannsóknir Pincus á pillunni að stærstum hluta fjármagnaðar af Katharine McCormick (1875-1967), fyrrum súffragettu og samstarfskonu Margaret Sanger í baráttunni fyrir auknu aðgengi að getnaðarvörnum.[3]

Fyrstu tilraunirnar á pillunni voru gerðar árin 1954 og 1955 í samstarfi við fæðingarlækninn John Rock (1890–1984) sem hafði sérhæft sig í meðferðum á ófrjósemi. Þessar fyrstu tilraunir gáfu jákvæðar niðurstöður en þörf var á frekari rannsóknum með mun fleiri þátttakendum. Lögin gegn auglýsingum og sölu getnaðarvarna í mörgum fylkjum Bandaríkjanna gerðu Pincus og Rock erfitt fyrir að halda tilraunirnar í Bandaríkjunum og því var ákveðið að gera næstu tilraunir í Púertó Ríkó. Landið þótti tilvalinn staður fyrir slíkar tilraunir, bæði var talið að þar væru konur áhugasamar um þátttöku í rannsókninni vegna vilja þeirra til að takmarka barneignir í kjölfar offjölgunar í landinu en einnig gaf lágt menntunarstig kvenna rannsakendum tækifæri á að kanna hvort ómenntaðar og ólæsar konur gætu farið eftir þeim leiðbeiningum sem fylgdu pillunni. Niðurstöður þessara tilrauna reyndust afar jákvæðar og var pillan talin koma í veg fyrir getnað í nærri 100% tilvika ef konurnar fylgdu leiðbeiningunum rétt og tóku pilluna daglega.

Pillan veitti konum frelsi til að stjórna barneignum sínum á öruggari hátt en áður þekktist.

Enovid, fyrsta tegund pillunnar, fékk upphaflega markaðsleyfi í Bandaríkjunum árið 1957 og þá sem lyf gegn kvensjúkdómum. Aðeins átti þó að ávísa á lyfið í styttri tíma vegna óvissu um áhrif þess og öryggi til lengri tíma. Í kjölfar frekari tilrauna veitti bandaríska matvælaeftirlitið Enovid markaðsleyfi sem getnaðarvörn árið 1960, með þeim skilyrðum að lyfið væri einungis notað í tvö ár í senn.[4]

Tilvísanir:
  1. ^ Watkins, On the Pill. Ástríða Sanger fyrir auknu aðgengi að getnaðarvörnum var einnig sprottin út frá mannkynbótastefnu, þeirri hugmynd að þeir sem taldnir voru æðri (hvít miðstétt t.d.) ættu frekar að eignast börn en þeir sem voru taldnir óæðri (fátækir, innflytjendur, fatlaðir t.d.). Um mannkynbótastefnuna sjá einnig: Gordon, bls. 244 og Þorsteinn Vilhjálmsson, bls. 125.
  2. ^ Watkins, On the Pill, 14, 16, 20-21.
  3. ^ Watkins, On the Pill, 26-27; Gordon, The Moral Property of Women, 286-288.
  4. ^ Watkins, On the Pill, 28-32; Gordon, The Moral Property of Women, 287-288.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

18.12.2023

Spyrjandi

Hafdís Huld Björnsdóttir

Tilvísun

Ása Ester Sigurðardóttir. „Hvernig varð getnaðarvarnarpillan til?“ Vísindavefurinn, 18. desember 2023. Sótt 24. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=19896.

Ása Ester Sigurðardóttir. (2023, 18. desember). Hvernig varð getnaðarvarnarpillan til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=19896

Ása Ester Sigurðardóttir. „Hvernig varð getnaðarvarnarpillan til?“ Vísindavefurinn. 18. des. 2023. Vefsíða. 24. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=19896>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig varð getnaðarvarnarpillan til?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Hver er saga getnaðarvarnarpillunar (hvenær var hún fundin upp og annað)?

Lengi vel hafa konur leitað ýmissa leiða til þess að koma í veg fyrir getnað og hafa þannig einhverja stjórn á barneignum. Aðferðirnar hafa verið misgóðar og sjaldnast eitthvað til að treysta á. Tilkoma pillunnar eftir miðja síðustu öld gjörbreytti þessu.

Ein þeirra sem lagði sitt af mörkun til sögu pillunar var bandaríska kvenfrelsiskonan Margaret Sanger (1879-1966). Hún hafði lengi verið ötul baráttukona fyrir aukinni fræðslu og auknu aðgengi kvenna að getnaðarvörnum, ekki aðeins til að gera líf kvenna og mæðra auðveldara, heldur einnig vegna samfélagslegra áhrifa ótímabærra barneigna, líkt og offjölgunar eða fátæktar.[1] Á seinni hluta fimmta áratugs 20. aldar var hún farin að gera sér í hugarlund kosti þess að til væri pilla sem gæti komið í veg fyrir ótímabærar þunganir. Sanger sá fyrir sér pillu sem konur gætu tekið hvenær sem er og væri óháð kynlífsathöfninni sjálfri, en sú hugmynd var nýmæli á þessum tíma. Pillan yrði því tæki sett í hendur kvenna til að takmarka barneignir eftir eigin höfði. Það taldi Sanger bæði vera rétt kvenna og á þeirra ábyrgð.

Frá vinstri: Magraret Sanger (1879-1966), Gregory Pincus (1903-1967) og Katharine McCormick (1875-1967). Ýmsir áttu þátt í því að getnaðarvarnarpillan varð að veruleika en þessi þrjú gegndu mikilvægu hlutverki í þeirri sögu. Sanger barðist af krafti fyrir betri getnaðarvörnum og auknu aðgengi. Fyrir milligöngu hennar fjármagnaði McCormik að miklu leyti rannsóknir Pincus á pillunni áður en lyfjafyrirtæki treysti sér til að styðja verkefnið fjárhagslega.

Í kringum 1950 komst Sanger í samband við líffræðinginn Gregory Goodwin Pincus (1903-1967), sem stundaði rannsóknir á sviði getnaðar og hormónastarfsemi og hafði í nokkurn tíma unnið sem ráðgjafi fyrir lyfjafyrirtækið G.D. Searle.[2] Í kjölfarið hóf Pincus að rannsaka möguleikann á hormónatengdri getnaðarvörn. Hann fékk þó ekki beinan fjárhagslegan stuðnings frá lyfjafyrirtækinu til þeirrar vinnu þrátt fyrir áhuga þess á málinu, en fyrirtækið útvegaði einhver aðföng til rannsóknarvinnunnar. Þar sem stór hluti ríkja í Bandaríkjunum bönnuðu auglýsingar og sölu á getnaðarvörnum á þessum tíma þótti ekki vænlegt fyrir fyrirtæki að fjármagna rannsóknir á þessu sviði. Einnig var mögulegt að neikvæð viðhorf kaþólsku kirkjunnar til getnaðarvarna myndu hafa fjárhagsleg áhrif á fyrirtæki sem styddu slíkar rannsóknir, en um fjórðungur af bandarísku þjóðinni var kaþólskur í kringum 1960. Það var ekki fyrr en Pincus gat sýnt fram á fýsileika getnaðarvarnarpillunnar sem Searle veitti honum raunverulega fjárhagsaðstoð. Fram að því voru rannsóknir Pincus á pillunni að stærstum hluta fjármagnaðar af Katharine McCormick (1875-1967), fyrrum súffragettu og samstarfskonu Margaret Sanger í baráttunni fyrir auknu aðgengi að getnaðarvörnum.[3]

Fyrstu tilraunirnar á pillunni voru gerðar árin 1954 og 1955 í samstarfi við fæðingarlækninn John Rock (1890–1984) sem hafði sérhæft sig í meðferðum á ófrjósemi. Þessar fyrstu tilraunir gáfu jákvæðar niðurstöður en þörf var á frekari rannsóknum með mun fleiri þátttakendum. Lögin gegn auglýsingum og sölu getnaðarvarna í mörgum fylkjum Bandaríkjanna gerðu Pincus og Rock erfitt fyrir að halda tilraunirnar í Bandaríkjunum og því var ákveðið að gera næstu tilraunir í Púertó Ríkó. Landið þótti tilvalinn staður fyrir slíkar tilraunir, bæði var talið að þar væru konur áhugasamar um þátttöku í rannsókninni vegna vilja þeirra til að takmarka barneignir í kjölfar offjölgunar í landinu en einnig gaf lágt menntunarstig kvenna rannsakendum tækifæri á að kanna hvort ómenntaðar og ólæsar konur gætu farið eftir þeim leiðbeiningum sem fylgdu pillunni. Niðurstöður þessara tilrauna reyndust afar jákvæðar og var pillan talin koma í veg fyrir getnað í nærri 100% tilvika ef konurnar fylgdu leiðbeiningunum rétt og tóku pilluna daglega.

Pillan veitti konum frelsi til að stjórna barneignum sínum á öruggari hátt en áður þekktist.

Enovid, fyrsta tegund pillunnar, fékk upphaflega markaðsleyfi í Bandaríkjunum árið 1957 og þá sem lyf gegn kvensjúkdómum. Aðeins átti þó að ávísa á lyfið í styttri tíma vegna óvissu um áhrif þess og öryggi til lengri tíma. Í kjölfar frekari tilrauna veitti bandaríska matvælaeftirlitið Enovid markaðsleyfi sem getnaðarvörn árið 1960, með þeim skilyrðum að lyfið væri einungis notað í tvö ár í senn.[4]

Tilvísanir:
  1. ^ Watkins, On the Pill. Ástríða Sanger fyrir auknu aðgengi að getnaðarvörnum var einnig sprottin út frá mannkynbótastefnu, þeirri hugmynd að þeir sem taldnir voru æðri (hvít miðstétt t.d.) ættu frekar að eignast börn en þeir sem voru taldnir óæðri (fátækir, innflytjendur, fatlaðir t.d.). Um mannkynbótastefnuna sjá einnig: Gordon, bls. 244 og Þorsteinn Vilhjálmsson, bls. 125.
  2. ^ Watkins, On the Pill, 14, 16, 20-21.
  3. ^ Watkins, On the Pill, 26-27; Gordon, The Moral Property of Women, 286-288.
  4. ^ Watkins, On the Pill, 28-32; Gordon, The Moral Property of Women, 287-288.

Heimildir og myndir:...