Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær var getnaðarvarnarpillan fyrst tekin í notkun á Íslandi?

Ása Ester Sigurðardóttir

Um sögu pillunnar er fjallað ýtarlega í svari við spurningunni Hvernig varð getnaðarvarnarpillan til? en þar kemur meðal annars fram að Enovid, fyrsta tegund pillunnar, fékk upphaflega markaðsleyfi í Bandaríkjunum árið 1957. Til að byrja með var Enovid flokkað sem lyf gegn kvensjúkdómum og eingöngu mátti ávísa því til skemmri tíma vegna óvissu um áhrif þess og öryggi til lengri tíma. Í kjölfar frekari tilrauna fékk Enovid-pillan síðan markaðsleyfi í Bandaríkjunum sem getnaðarvörn árið 1960, með þeim skilyrðum að lyfið væri einungis notað í tvö ár í senn.

Ekki er alveg ljóst hvenær pillan fékk markaðsleyfi á Íslandi, því heimildum ber ekki alveg saman. Talið er að það hafi verið nokkuð fljótlega eftir að hún kom á markað í Bandaríkjunum eða upp úr 1960. Í fræðslubæklingi um pilluna frá Landlæknisembættinu frá 1979 segir að pillan hafi verið í notkun á Íslandi síðan um 1960 og fyrsta auglýsingin um getnaðarvarnarpilluna var birt í Læknablaðinu árið 1962.[1] Íslenskar konur, líkt og konur annars staðar í hinum vestræna heimi, tóku þessu nýja lyfi fagnandi enda gerði það þeim kleift að stjórna getnaði á skilvirkari máta en nokkru sinni fyrr.[2]

Auglýsing úr Læknablaðinu 1962.

Tilvísanir:
  1. ^ „Anovlar“, 176-177; BR. (Borgarskjalasafn Reykjavíkur).
  2. ^ V.J., „Enn lengist í milljónina“, 9-10; Gunnlaugur Snædal, „Frjóvgunarvarnir“, 11; Ása Ester Sigurðardóttir, Í átt að auknu frelsi; Ása Ester Sigurðardóttir, „Frelsi, fagnaðarefni og hættuspil", 88-89.

Heimildir og mynd:
  • Anovlar“, Læknablaðið 46, nr. 4 (1962): 176-177.
  • Ása Ester Sigurðardóttir, „Frelsi, fagnaðarefni og hættuspil. Getnaðarvarnarpillan á Íslandi 1960-1980“, Saga 61, nr. 1 (2023):79-105.
  • Ása Ester Sigurðardóttir, Í átt að auknu frelsi? Getnaðarvarnarpillan á Íslandi 1960-1980 (meistararitgerð, HÍ, 2022).
  • BR. (Borgarskjalasafn Reykjavíkur) Borgarlæknir. Askja 222. Bæklingur frá Landlæknisembættinu, „Spurningar og svör um pilluna“.
  • Gunnlaugur Snædal, „Frjóvgunarvarnir“, Læknaneminn 21, nr. 4 (1968): 5-15.
  • V.J., „Enn lengist í milljónina“, Vísir, 17. febrúar 1969, 9-10.

Höfundur

Útgáfudagur

9.1.2024

Spyrjandi

Hafdís Huld Björnsdóttir, ritstjórn

Tilvísun

Ása Ester Sigurðardóttir. „Hvenær var getnaðarvarnarpillan fyrst tekin í notkun á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 9. janúar 2024, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85925.

Ása Ester Sigurðardóttir. (2024, 9. janúar). Hvenær var getnaðarvarnarpillan fyrst tekin í notkun á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85925

Ása Ester Sigurðardóttir. „Hvenær var getnaðarvarnarpillan fyrst tekin í notkun á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 9. jan. 2024. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85925>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær var getnaðarvarnarpillan fyrst tekin í notkun á Íslandi?
Um sögu pillunnar er fjallað ýtarlega í svari við spurningunni Hvernig varð getnaðarvarnarpillan til? en þar kemur meðal annars fram að Enovid, fyrsta tegund pillunnar, fékk upphaflega markaðsleyfi í Bandaríkjunum árið 1957. Til að byrja með var Enovid flokkað sem lyf gegn kvensjúkdómum og eingöngu mátti ávísa því til skemmri tíma vegna óvissu um áhrif þess og öryggi til lengri tíma. Í kjölfar frekari tilrauna fékk Enovid-pillan síðan markaðsleyfi í Bandaríkjunum sem getnaðarvörn árið 1960, með þeim skilyrðum að lyfið væri einungis notað í tvö ár í senn.

Ekki er alveg ljóst hvenær pillan fékk markaðsleyfi á Íslandi, því heimildum ber ekki alveg saman. Talið er að það hafi verið nokkuð fljótlega eftir að hún kom á markað í Bandaríkjunum eða upp úr 1960. Í fræðslubæklingi um pilluna frá Landlæknisembættinu frá 1979 segir að pillan hafi verið í notkun á Íslandi síðan um 1960 og fyrsta auglýsingin um getnaðarvarnarpilluna var birt í Læknablaðinu árið 1962.[1] Íslenskar konur, líkt og konur annars staðar í hinum vestræna heimi, tóku þessu nýja lyfi fagnandi enda gerði það þeim kleift að stjórna getnaði á skilvirkari máta en nokkru sinni fyrr.[2]

Auglýsing úr Læknablaðinu 1962.

Tilvísanir:
  1. ^ „Anovlar“, 176-177; BR. (Borgarskjalasafn Reykjavíkur).
  2. ^ V.J., „Enn lengist í milljónina“, 9-10; Gunnlaugur Snædal, „Frjóvgunarvarnir“, 11; Ása Ester Sigurðardóttir, Í átt að auknu frelsi; Ása Ester Sigurðardóttir, „Frelsi, fagnaðarefni og hættuspil", 88-89.

Heimildir og mynd:
  • Anovlar“, Læknablaðið 46, nr. 4 (1962): 176-177.
  • Ása Ester Sigurðardóttir, „Frelsi, fagnaðarefni og hættuspil. Getnaðarvarnarpillan á Íslandi 1960-1980“, Saga 61, nr. 1 (2023):79-105.
  • Ása Ester Sigurðardóttir, Í átt að auknu frelsi? Getnaðarvarnarpillan á Íslandi 1960-1980 (meistararitgerð, HÍ, 2022).
  • BR. (Borgarskjalasafn Reykjavíkur) Borgarlæknir. Askja 222. Bæklingur frá Landlæknisembættinu, „Spurningar og svör um pilluna“.
  • Gunnlaugur Snædal, „Frjóvgunarvarnir“, Læknaneminn 21, nr. 4 (1968): 5-15.
  • V.J., „Enn lengist í milljónina“, Vísir, 17. febrúar 1969, 9-10.
...