
Skoðum fyrst hvað gerist ef miðunum er skilað í hattinn eftir drátt. Þá eru tíu möguleikar á hvaða nafn sá fyrsti dregur, svo eru líka tíu möguleikar á nafninu sem sá næsti dregur og svo framvegis. Útkoman úr tilrauninni er listi með tíu nöfnum og tíu nöfn eru möguleg í hvert sæti. Sama nafn getur komið fyrir allt að 10 sinnum. Heildarfjöldi möguleika er
10∙10∙10∙10∙10∙10∙10∙10∙10∙10 = 10.000.000.000 = 1010Líkur á að allir fái sitt nafn eru \(\frac{1}{10^{10}}\) eða einn á móti 10 milljörðum sem er jafnt og 0,00000000001. Skoðum nú hvað gerist ef miðunum er ekki skilað til baka í hattinn. Þá eru 10 möguleikar á hvaða nafn sá fyrsti dregur. Þegar hann hefur dregið eru eftir 9 miðar í hattinum svo að sá næsti getur dregið 9 möguleg nöfn, sá þar á eftir dregur úr 8 nöfnum og svo koll af kolli. Aftur er útkoman úr tilrauninni listi með 10 nöfnum. Í fyrsta sæti koma 10 nöfn til greina, í annað sætið 9 nöfn og svo framvegis. Hvert nafn kemur nú fyrir nákvæmlega einu sinni á listanum. Fjöldi mögulegra lista er
10∙9∙8∙7∙6∙5∙4∙3∙2∙1 = 3.628.800Líkur á að allir dragi sitt nafn eru þá $\frac{1}{3.628.800}$ sem er um það bil jafnt og 0,00000026. Mynd:
- Wikipedia - Infantry Hardee. Sótt 13. 7. 2011.