Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er tilgangur litlu plasthnúðanna á enda skóreima?

Emelía Eiríksdóttir

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað heitir plastið á enda skóreima? kallast þetta stykki hólkur (e. aglet). Orðið er þó lítið notað og hefur varla fest sig í sessi. Hólk af þessu tagi er ekki aðeins að finna á enda skóreima heldur einnig til að mynda á reimum í buxum og peysum og gegnir þar sama tilgangi.

Reimar, þar með taldar skóreimar, eru band sem venjulega er fléttað eða heklað úr mörgum þráðum til að gefa reiminni styrk og hæfilegan teygjanleika. Áður fyrr voru skóreimar oft gerðar úr náttúrlegum efnum eins og leðri, bómull eða hampi. Bómull er enn talsvert notuð en algengara er að skóreimar séu gerðar úr gerviefni eins og næloni, pólýester og pólýprópýlen. Vanalega er bandið bleytt með asetóni með ákveðnu millibili (fer eftir lengd reimarinnar) og litlu plaststykki vafið utan um til að mynda hólk utan um bandið. Næst er plasthólkurinn hitaður og hann pressaður til að minnka þvermál hans. Asetónið og hitinn verða til þess að plastið límist við bandið og mýkist svo auðveldara er að pressa það saman. Að lokum er plasthólkurinn klipptur í sundur í miðjunni og þá er kominn áfastur hólkur á annan endann á tveimur reimum.

Hólkurinn á enda skóreima er yfirleitt úr plasti. Hann er bæði til þess að koma í veg fyrir að reimin rakni upp og til þess að auðveldara sé að þræða hana í gegnum göt.

Einnig er vel þekkt að reimar hafi málmhólka á endunum í stað plasthólka. Þá eru tveir málmbitar settir yfir bandið með örlitlu bili á milli, þeir pressaðir saman og bandið klippt í sundur á milli þeirra.

Hólkarnir á reimunum gera það að verkum að endarnir eru harðir og mjórri en reimin sjálf og þá er auðveldara er að þræða reimina í gegnum götin á skóm, fötum eða öðru því sem reimin á að notast í. Hólkarnir koma einnig í veg fyrir að reimin rakni upp.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.11.2021

Spyrjandi

Jón Dúnhaugur

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hver er tilgangur litlu plasthnúðanna á enda skóreima?“ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2021, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=16776.

Emelía Eiríksdóttir. (2021, 17. nóvember). Hver er tilgangur litlu plasthnúðanna á enda skóreima? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=16776

Emelía Eiríksdóttir. „Hver er tilgangur litlu plasthnúðanna á enda skóreima?“ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2021. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=16776>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er tilgangur litlu plasthnúðanna á enda skóreima?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað heitir plastið á enda skóreima? kallast þetta stykki hólkur (e. aglet). Orðið er þó lítið notað og hefur varla fest sig í sessi. Hólk af þessu tagi er ekki aðeins að finna á enda skóreima heldur einnig til að mynda á reimum í buxum og peysum og gegnir þar sama tilgangi.

Reimar, þar með taldar skóreimar, eru band sem venjulega er fléttað eða heklað úr mörgum þráðum til að gefa reiminni styrk og hæfilegan teygjanleika. Áður fyrr voru skóreimar oft gerðar úr náttúrlegum efnum eins og leðri, bómull eða hampi. Bómull er enn talsvert notuð en algengara er að skóreimar séu gerðar úr gerviefni eins og næloni, pólýester og pólýprópýlen. Vanalega er bandið bleytt með asetóni með ákveðnu millibili (fer eftir lengd reimarinnar) og litlu plaststykki vafið utan um til að mynda hólk utan um bandið. Næst er plasthólkurinn hitaður og hann pressaður til að minnka þvermál hans. Asetónið og hitinn verða til þess að plastið límist við bandið og mýkist svo auðveldara er að pressa það saman. Að lokum er plasthólkurinn klipptur í sundur í miðjunni og þá er kominn áfastur hólkur á annan endann á tveimur reimum.

Hólkurinn á enda skóreima er yfirleitt úr plasti. Hann er bæði til þess að koma í veg fyrir að reimin rakni upp og til þess að auðveldara sé að þræða hana í gegnum göt.

Einnig er vel þekkt að reimar hafi málmhólka á endunum í stað plasthólka. Þá eru tveir málmbitar settir yfir bandið með örlitlu bili á milli, þeir pressaðir saman og bandið klippt í sundur á milli þeirra.

Hólkarnir á reimunum gera það að verkum að endarnir eru harðir og mjórri en reimin sjálf og þá er auðveldara er að þræða reimina í gegnum götin á skóm, fötum eða öðru því sem reimin á að notast í. Hólkarnir koma einnig í veg fyrir að reimin rakni upp.

Heimildir og mynd:...