Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver eru heildarútgjöld Íslendinga til hitaveitu á ári?

Gylfi Magnússon

Árið 1996 voru heildartekjur hitaveitna á Íslandi 5,8 milljarðar króna. Notkun hitaveitna er vitaskuld meiri í hverjum mánuði á vetrum en sumrum. Álitamál er þó hvernig skipta á rekstrarkostnaði eftir árstímum og verður ekki gerð tilraun til þess hér.


Reykjanesvirkjun.
Þess má geta að árið 1995 seldu hitaveitur landsins ríflega 82 milljónir rúmmetra af vatni. Þar af fóru um 72 milljónir rúmmetra til húshitunar og neysluvatns en afgangurinn meðal annars til sundlauga, iðnaðarnota og í snjóbræðslu. Árið 1998 sá jarðvarmi Íslendingum fyrir nær helmingi orkuþarfar landsmanna, olía stóð undir um 30% af orkuþörfinni og rafmagn búið til með vatnsorku mestu af því sem eftir er. Hitaveitur nýta einkum jarðvarma en einnig þekkjast hérlendis raf- og olíukyntar hitaveitur.

Jarðvarmi er bæði nýttur vegna hitaveitna og til raforkuvinnslu. Tæp 2% af útgjöldum meðalfjölskyldu (vísitölufjölskyldunnar) eru vegna kaupa á þjónustu hitaveitu samkvæmt könnun Hagstofunnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Hagstofa Íslands
  • Orkustofnun
  • Þjóðhagsstofnun [var lögð niður hinn 1. júlí 2002 og verkefni hennar færð til Hagstofu Íslands og fjármálaráðuneytisins].

Mynd:

Upphafleg spurning:
Hvað eyða Íslendingar miklu í krónum talið á ársgrundvelli í hitaveitu? Gott væri að fá svari skipt í ársfjórðunga.

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

6.3.2000

Spyrjandi

Snorri Blöndal

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hver eru heildarútgjöld Íslendinga til hitaveitu á ári? “ Vísindavefurinn, 6. mars 2000. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=185.

Gylfi Magnússon. (2000, 6. mars). Hver eru heildarútgjöld Íslendinga til hitaveitu á ári? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=185

Gylfi Magnússon. „Hver eru heildarútgjöld Íslendinga til hitaveitu á ári? “ Vísindavefurinn. 6. mar. 2000. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=185>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru heildarútgjöld Íslendinga til hitaveitu á ári?
Árið 1996 voru heildartekjur hitaveitna á Íslandi 5,8 milljarðar króna. Notkun hitaveitna er vitaskuld meiri í hverjum mánuði á vetrum en sumrum. Álitamál er þó hvernig skipta á rekstrarkostnaði eftir árstímum og verður ekki gerð tilraun til þess hér.


Reykjanesvirkjun.
Þess má geta að árið 1995 seldu hitaveitur landsins ríflega 82 milljónir rúmmetra af vatni. Þar af fóru um 72 milljónir rúmmetra til húshitunar og neysluvatns en afgangurinn meðal annars til sundlauga, iðnaðarnota og í snjóbræðslu. Árið 1998 sá jarðvarmi Íslendingum fyrir nær helmingi orkuþarfar landsmanna, olía stóð undir um 30% af orkuþörfinni og rafmagn búið til með vatnsorku mestu af því sem eftir er. Hitaveitur nýta einkum jarðvarma en einnig þekkjast hérlendis raf- og olíukyntar hitaveitur.

Jarðvarmi er bæði nýttur vegna hitaveitna og til raforkuvinnslu. Tæp 2% af útgjöldum meðalfjölskyldu (vísitölufjölskyldunnar) eru vegna kaupa á þjónustu hitaveitu samkvæmt könnun Hagstofunnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Hagstofa Íslands
  • Orkustofnun
  • Þjóðhagsstofnun [var lögð niður hinn 1. júlí 2002 og verkefni hennar færð til Hagstofu Íslands og fjármálaráðuneytisins].

Mynd:

Upphafleg spurning:
Hvað eyða Íslendingar miklu í krónum talið á ársgrundvelli í hitaveitu? Gott væri að fá svari skipt í ársfjórðunga.
...