Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á hub, switch og router fyrir tölvur?

Stefán Þorvarðarson

Öll þessi tæki eru notuð til að tengja margar tölvur saman í netkerfi. Virkni tækjanna er þó mjög mismunandi. Í stuttu máli tengja hub (ísl. netald eða nöf) og switch (ísl. skiptir) tölvur saman á innra neti (e. local network) á meðan router (ísl. beinir) tengist Internetinu.

Netald sendir öll samskipti á allar tölvur sem eru tengdar við það.

Netald tengir tölvur saman á mjög einfaldan hátt; það sendir öll samskipti á allar tölvur sem eru tengdar við það. Það þýðir að bandbreiddin í netkerfinu er sameiginleg á milli allra véla. Eftir því sem fleiri tölvur tengjast saman í netaldi því minni bandbreidd er laus fyrir hverja vél.

Skiptir fylgist með staðsetningu tölvanna í netkerfinu og sendir samskipti aðeins þangað sem þau þurfa að fara.

Skiptir er háþróaðri en netald því hann fylgist með staðsetningu tölvanna í netkerfinu og sendir samskipti aðeins þangað sem þau þurfa að fara. Nánast öll innri net eru uppbyggð með skiptum þar sem mun betri nýting á bandbreidd fæst með þeim heldur en með netaldi.

Beinir sér um að samtengja mörg net og er því enn háþróaðri græja en skiptir. Internetið í heild sinni er tengt saman með mörgum beinum sem samtengja mýmörg innri net og myndar þannig hið stóra Internet. Á venjulegu heimili sem hefur Internetstengingu er einn lítill beinir sem tengist við Internetið. Í þeim beini er oft innbyggður skiptir með fjórum tengjum sem leyfir heimilisfólki að tengja fjögur mismunandi tæki með snúru við Internetið. Í vélasölum netfyrirtækja eru stórir og öflugir beinar sem sjá um gríðarlega mikla umferð. Á Íslandi eru mörg netfyrirtæki samtengd gegnum RIX (Reykjavik Internet Exchange) sem er samtengipunktur fyrir íslenska Internetumferð.

Frekara lesefni:

Myndir:

Höfundur

tölvunarfræðingur

Útgáfudagur

24.10.2012

Spyrjandi

Tryggvi Aðalbjörnsson

Tilvísun

Stefán Þorvarðarson. „Hver er munurinn á hub, switch og router fyrir tölvur?“ Vísindavefurinn, 24. október 2012, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=18687.

Stefán Þorvarðarson. (2012, 24. október). Hver er munurinn á hub, switch og router fyrir tölvur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=18687

Stefán Þorvarðarson. „Hver er munurinn á hub, switch og router fyrir tölvur?“ Vísindavefurinn. 24. okt. 2012. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=18687>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á hub, switch og router fyrir tölvur?
Öll þessi tæki eru notuð til að tengja margar tölvur saman í netkerfi. Virkni tækjanna er þó mjög mismunandi. Í stuttu máli tengja hub (ísl. netald eða nöf) og switch (ísl. skiptir) tölvur saman á innra neti (e. local network) á meðan router (ísl. beinir) tengist Internetinu.

Netald sendir öll samskipti á allar tölvur sem eru tengdar við það.

Netald tengir tölvur saman á mjög einfaldan hátt; það sendir öll samskipti á allar tölvur sem eru tengdar við það. Það þýðir að bandbreiddin í netkerfinu er sameiginleg á milli allra véla. Eftir því sem fleiri tölvur tengjast saman í netaldi því minni bandbreidd er laus fyrir hverja vél.

Skiptir fylgist með staðsetningu tölvanna í netkerfinu og sendir samskipti aðeins þangað sem þau þurfa að fara.

Skiptir er háþróaðri en netald því hann fylgist með staðsetningu tölvanna í netkerfinu og sendir samskipti aðeins þangað sem þau þurfa að fara. Nánast öll innri net eru uppbyggð með skiptum þar sem mun betri nýting á bandbreidd fæst með þeim heldur en með netaldi.

Beinir sér um að samtengja mörg net og er því enn háþróaðri græja en skiptir. Internetið í heild sinni er tengt saman með mörgum beinum sem samtengja mýmörg innri net og myndar þannig hið stóra Internet. Á venjulegu heimili sem hefur Internetstengingu er einn lítill beinir sem tengist við Internetið. Í þeim beini er oft innbyggður skiptir með fjórum tengjum sem leyfir heimilisfólki að tengja fjögur mismunandi tæki með snúru við Internetið. Í vélasölum netfyrirtækja eru stórir og öflugir beinar sem sjá um gríðarlega mikla umferð. Á Íslandi eru mörg netfyrirtæki samtengd gegnum RIX (Reykjavik Internet Exchange) sem er samtengipunktur fyrir íslenska Internetumferð.

Frekara lesefni:

Myndir:...