Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru egg sílamáva lengi að klekjast út?

Sílamávar (Larus fuscus) verpa oftast þremur eggjum í júní eða júlí. Eggin eru yfirleitt grá-brúnröndótt en stundum rauðbrúnleit eða mosagræn. Eggin klekjast út á 24–27 dögum og eftir það eru ungarnir 30–40 daga í hreiðrinu.

Sílamávur (Larus fuscus).

Sílamávar eru farfuglar á Íslandi. Á veturna eru þeir í Marokkó í Norður–Afríku en eru með fyrstu farfuglum hér á vorin. Sílamávar byrjuðu að verpa á Íslandi á fyrri hluta síðustu aldar og verpa nú um land allt, en mest á Suðurvesturlandi.

Sílamávar tilheyra ættbálki strandfugla og ætt máva. Meðal annarra mávategunda eru silfurmávur, hvítumávur, svartbakur og rita.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.

Útgáfudagur

20.6.2013

Spyrjandi

Kristín Þorsteinsdóttir

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Tilvísun

Guðný Sif Sverrisdóttir og Hanna Guðrún Sverrisdóttir. „Hvað eru egg sílamáva lengi að klekjast út?“ Vísindavefurinn, 20. júní 2013. Sótt 16. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=18703.

Guðný Sif Sverrisdóttir og Hanna Guðrún Sverrisdóttir. (2013, 20. júní). Hvað eru egg sílamáva lengi að klekjast út? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=18703

Guðný Sif Sverrisdóttir og Hanna Guðrún Sverrisdóttir. „Hvað eru egg sílamáva lengi að klekjast út?“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2013. Vefsíða. 16. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=18703>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Daníel Þór Ólason

1967

Daníel Þór Ólason er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og deildarforseti Sálfræðideildar. Rannsóknir Daníels hafa fyrst og fremst verið á sviði hegðunarfíkna en einnig hefur hann fengist við rannsóknir í próffræði og persónuleikasálfræði.