Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Af hverju hófst Persaflóastríðið fyrra?

Ingimar Jenni Ingimarsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað varð til þess að Persaflóastríðið fyrra hófst (1980–1988)?

Persaflóastríðið 1980–1988 var afleiðing mikillar spennu á milli Írans og Íraks sem hægt er að rekja til ársins 1969. Þá féll Íran frá samkomulagi ríkjanna sem hafði staðið frá 1937, um fljótið Shatt al-Arab, en hluti þess liggur á landamærum ríkjanna. Skipaleiðir á Shatt al-Arab voru mikilvægar fyrir bæði ríkin, gjarnan notaðar til þess að flytja olíu. Írönsk skip hættu þar með að borga toll til Íraks þegar þau sigldu upp fljótið en Mohammad Reza Shah (1919 –1980) Íranskeisara, fannst ósanngjarnt að greiða toll þar sem flest skipin sem sigldu upp Shatt al-Arab voru írönsk. Írakar hótuðu að hindra aðgengi upp fljótið nema skipin sigldu með íraskan fána á lofti. Íranir svöruðu með því að sýna hernaðarmátt sinn með svonefndri Arvand-aðgerð og sigldu kaupskipi sem flaggaði írönskum fána upp fljótið í fylgd fjölda herskipa og þota. Íraski herinn var á þessum tíma mun veikari en sá íranski og sat einfaldlega hjá á meðan þessu stóð.

Upphaf stríðsins á milli Íran og Írak má að töluverðu leyti rekja til landamæradeilna, annars vegar um fljótið Shatt al-Arab og hins vegar um Khuzestan-hérað.

Annar þáttur í deilunum á milli ríkjanna var Khuzestan, fylki í suð-vestur Íran og austur af Shatt al-Arab. Írakar litu á það sem sitt eigið fylki, en þar eru nokkrar af stærstu olíulindum Írana. Khuzestan tilheyrði persneskum konungdæmum frá örófi alda, allt frá Elamítum til Akkamenída og seinna meir Sassanída, en með tilkomu Óttómansveldisins fóru stríðandi fylkingar að kljást um landsvæðið og landamæri hnikuðust til. Frá byrjun 19. aldar var landsvæðið hins vegar hluti af Íran. Samkvæmt Saddam Hussein (1937–2006), síðar forseta Íraks, var ágreiningur Íraka við Írana ekki vegna Shatt al-Arab, sem væri hluti af íraskri jörð, heldur snérist hann um Khuzestan, sem væri einnig hluti af íraskri jörð en hafi áður verið innlimað af Írönum. Í hefndarskyni fyrir tilkall Íraka til Khuzestan, varð Íran helsti stuðningsaðili kúrdískra uppreisnarmanna í Írak í upphafi áttunda áratugarins með því að veita þeim vopn og bækistöðvar í Íran.

Samskipti á milli ríkjanna tveggja voru því býsna slæm á fyrri hluta 8. áratugar síðustu aldar. Árið 1975 hittust Mohammad Reza Shah og Saddam Hussein í Alsír og skrifuðu undir Alsír-sáttmálann svokallaða, en Houari Boumédiéne (1932–1978) forseti Alsír gegndi hlutverki sáttasemjara. Samkomulaginu var ætlað að binda enda á ágreininginn á milli ríkjanna um landamæri þeirra við Shatt al-Arab og Khuzestan, sem og enda stuðning Írana við uppreisn Kúrda.

Árið 1975 gerðu Íran og Írak með sér sáttmála um Shatt al-Arab-fljótið, með milligöngu Houari Boumédiéne, forseta Alsír, sem hér situr á milli Mohammed Reza Shah (til vinstri) og Saddam Hussein (til hægri).

Spennan á milli ríkjanna jókst hins vegar aftur í kjölfar íslömsku byltingarinnar í Íran árið 1979. Ayatollah Ruhollah Khomeini (1902-1989) komst þá til valda í Íran og hvatti sömuleiðis til íslamskar byltingar í Írak. Íran fór í kjölfarið að skipta sér af innlendum málum í Írak og landamæraátök áttu sér stað af og til árið 1980. Ríkisstjórn Írans átti þá í deilum við Bandaríkin eftir að íranskir námsmenn réðust inn í bandaríska sendiráðið í höfuðborginni Tehran og náðu því á sitt vald. Þeir tóku starfsfólk sendiráðsins í gíslingu og héldu því föngnu í 444 daga. Í kjölfarið einangraðist Íran sem áður hafði notið stuðnings ýmissa ríkja, þar á meðal Bandaríkjanna. Þá var her landsins í óreiðu í kjölfar byltingarinnar.

Í Írak hafði Saddam Hussein veitt auknu fé til hermála síðan ríkin tvö skrifuðu undir Alsír-sáttmálann. Hann taldi að veik staða Írans í kjölfar byltingarinnar væri fullkomið tækifæri til þess að hefja innrás. Þann 17. september 1980 sögðu Írakar sig frá Alsír-sáttmálanum. Saddam Hussein hélt því fram að íslamska lýðveldið Íran neitaði að hlíta ákvæðum sáttmálans og taldi hann ógildan vegna átaka á landamærunum og afskipta Írana af innanríkismálum Íraka. Fimm dögum síðar, þann 22. september, hófu Írakar innrás inn í Íran og þar með hófst formlega stríð á milli ríkjanna.

Heimildir og myndir:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu MAF303G Íran: Saga og menning á 20. og 21. öld haustið 2021. Kjartan Orri Þórsson, aðjúnkt við Deild menntunar og margbreytileika, hafði umsjón með námskeiðinu.

Höfundur

Ingimar Jenni Ingimarsson

nemi í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

17.1.2022

Spyrjandi

Sigurbjörg Jónsdóttir

Tilvísun

Ingimar Jenni Ingimarsson. „Af hverju hófst Persaflóastríðið fyrra?“ Vísindavefurinn, 17. janúar 2022. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=20123.

Ingimar Jenni Ingimarsson. (2022, 17. janúar). Af hverju hófst Persaflóastríðið fyrra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=20123

Ingimar Jenni Ingimarsson. „Af hverju hófst Persaflóastríðið fyrra?“ Vísindavefurinn. 17. jan. 2022. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=20123>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju hófst Persaflóastríðið fyrra?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað varð til þess að Persaflóastríðið fyrra hófst (1980–1988)?

Persaflóastríðið 1980–1988 var afleiðing mikillar spennu á milli Írans og Íraks sem hægt er að rekja til ársins 1969. Þá féll Íran frá samkomulagi ríkjanna sem hafði staðið frá 1937, um fljótið Shatt al-Arab, en hluti þess liggur á landamærum ríkjanna. Skipaleiðir á Shatt al-Arab voru mikilvægar fyrir bæði ríkin, gjarnan notaðar til þess að flytja olíu. Írönsk skip hættu þar með að borga toll til Íraks þegar þau sigldu upp fljótið en Mohammad Reza Shah (1919 –1980) Íranskeisara, fannst ósanngjarnt að greiða toll þar sem flest skipin sem sigldu upp Shatt al-Arab voru írönsk. Írakar hótuðu að hindra aðgengi upp fljótið nema skipin sigldu með íraskan fána á lofti. Íranir svöruðu með því að sýna hernaðarmátt sinn með svonefndri Arvand-aðgerð og sigldu kaupskipi sem flaggaði írönskum fána upp fljótið í fylgd fjölda herskipa og þota. Íraski herinn var á þessum tíma mun veikari en sá íranski og sat einfaldlega hjá á meðan þessu stóð.

Upphaf stríðsins á milli Íran og Írak má að töluverðu leyti rekja til landamæradeilna, annars vegar um fljótið Shatt al-Arab og hins vegar um Khuzestan-hérað.

Annar þáttur í deilunum á milli ríkjanna var Khuzestan, fylki í suð-vestur Íran og austur af Shatt al-Arab. Írakar litu á það sem sitt eigið fylki, en þar eru nokkrar af stærstu olíulindum Írana. Khuzestan tilheyrði persneskum konungdæmum frá örófi alda, allt frá Elamítum til Akkamenída og seinna meir Sassanída, en með tilkomu Óttómansveldisins fóru stríðandi fylkingar að kljást um landsvæðið og landamæri hnikuðust til. Frá byrjun 19. aldar var landsvæðið hins vegar hluti af Íran. Samkvæmt Saddam Hussein (1937–2006), síðar forseta Íraks, var ágreiningur Íraka við Írana ekki vegna Shatt al-Arab, sem væri hluti af íraskri jörð, heldur snérist hann um Khuzestan, sem væri einnig hluti af íraskri jörð en hafi áður verið innlimað af Írönum. Í hefndarskyni fyrir tilkall Íraka til Khuzestan, varð Íran helsti stuðningsaðili kúrdískra uppreisnarmanna í Írak í upphafi áttunda áratugarins með því að veita þeim vopn og bækistöðvar í Íran.

Samskipti á milli ríkjanna tveggja voru því býsna slæm á fyrri hluta 8. áratugar síðustu aldar. Árið 1975 hittust Mohammad Reza Shah og Saddam Hussein í Alsír og skrifuðu undir Alsír-sáttmálann svokallaða, en Houari Boumédiéne (1932–1978) forseti Alsír gegndi hlutverki sáttasemjara. Samkomulaginu var ætlað að binda enda á ágreininginn á milli ríkjanna um landamæri þeirra við Shatt al-Arab og Khuzestan, sem og enda stuðning Írana við uppreisn Kúrda.

Árið 1975 gerðu Íran og Írak með sér sáttmála um Shatt al-Arab-fljótið, með milligöngu Houari Boumédiéne, forseta Alsír, sem hér situr á milli Mohammed Reza Shah (til vinstri) og Saddam Hussein (til hægri).

Spennan á milli ríkjanna jókst hins vegar aftur í kjölfar íslömsku byltingarinnar í Íran árið 1979. Ayatollah Ruhollah Khomeini (1902-1989) komst þá til valda í Íran og hvatti sömuleiðis til íslamskar byltingar í Írak. Íran fór í kjölfarið að skipta sér af innlendum málum í Írak og landamæraátök áttu sér stað af og til árið 1980. Ríkisstjórn Írans átti þá í deilum við Bandaríkin eftir að íranskir námsmenn réðust inn í bandaríska sendiráðið í höfuðborginni Tehran og náðu því á sitt vald. Þeir tóku starfsfólk sendiráðsins í gíslingu og héldu því föngnu í 444 daga. Í kjölfarið einangraðist Íran sem áður hafði notið stuðnings ýmissa ríkja, þar á meðal Bandaríkjanna. Þá var her landsins í óreiðu í kjölfar byltingarinnar.

Í Írak hafði Saddam Hussein veitt auknu fé til hermála síðan ríkin tvö skrifuðu undir Alsír-sáttmálann. Hann taldi að veik staða Írans í kjölfar byltingarinnar væri fullkomið tækifæri til þess að hefja innrás. Þann 17. september 1980 sögðu Írakar sig frá Alsír-sáttmálanum. Saddam Hussein hélt því fram að íslamska lýðveldið Íran neitaði að hlíta ákvæðum sáttmálans og taldi hann ógildan vegna átaka á landamærunum og afskipta Írana af innanríkismálum Íraka. Fimm dögum síðar, þann 22. september, hófu Írakar innrás inn í Íran og þar með hófst formlega stríð á milli ríkjanna.

Heimildir og myndir:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu MAF303G Íran: Saga og menning á 20. og 21. öld haustið 2021. Kjartan Orri Þórsson, aðjúnkt við Deild menntunar og margbreytileika, hafði umsjón með námskeiðinu....