Sólin Sólin Rís 10:55 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:21 • Sest 14:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:08 • Síðdegis: 24:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:43 • Síðdegis: 18:36 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju kallast það að vera andvaka þegar maður getur ekki sofið?

Guðrún Kvaran

Forskeytið and- merkti upphaflega 'gegn, á móti, (í átt) til' en það er einnig notað í merkingunni 'burt; frá'. Því er oft skeytt framan við nafnorð eða orð sem upphaflega voru leidd af nafnorði, til dæmis anddyri, andviðri, en algengara er að and- sé skeytt framan á orð leidd af sögnum, til dæmis andóf, andvígur.Lýsingarorðið andvaka 'vakandi, svefnvana' og nafnorðið andvaka 'vaka, það að geta ekki sofið' eru sennilega leidd af fornri germanskri sögn *and-wakan sem til var í fornensku onwacan í merkingunni 'vakna'. Í færeysku er til nafnorðið andvekur í merkingunni 'svefnleysi', í nýnorsku andvake í sömu merkingu og lýsingarorðið andvaken 'svefnlaus'. Í öllum málunum kemur neikvæð merking viðskeytisins fram. Sá sem er andvaka vakir gegn vilja sínum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.10.2009

Spyrjandi

Agnes Agnarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju kallast það að vera andvaka þegar maður getur ekki sofið? “ Vísindavefurinn, 29. október 2009. Sótt 5. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=20837.

Guðrún Kvaran. (2009, 29. október). Af hverju kallast það að vera andvaka þegar maður getur ekki sofið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=20837

Guðrún Kvaran. „Af hverju kallast það að vera andvaka þegar maður getur ekki sofið? “ Vísindavefurinn. 29. okt. 2009. Vefsíða. 5. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=20837>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju kallast það að vera andvaka þegar maður getur ekki sofið?
Forskeytið and- merkti upphaflega 'gegn, á móti, (í átt) til' en það er einnig notað í merkingunni 'burt; frá'. Því er oft skeytt framan við nafnorð eða orð sem upphaflega voru leidd af nafnorði, til dæmis anddyri, andviðri, en algengara er að and- sé skeytt framan á orð leidd af sögnum, til dæmis andóf, andvígur.Lýsingarorðið andvaka 'vakandi, svefnvana' og nafnorðið andvaka 'vaka, það að geta ekki sofið' eru sennilega leidd af fornri germanskri sögn *and-wakan sem til var í fornensku onwacan í merkingunni 'vakna'. Í færeysku er til nafnorðið andvekur í merkingunni 'svefnleysi', í nýnorsku andvake í sömu merkingu og lýsingarorðið andvaken 'svefnlaus'. Í öllum málunum kemur neikvæð merking viðskeytisins fram. Sá sem er andvaka vakir gegn vilja sínum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.

Mynd:...