Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju vaknar maður um nætur án þess að heyra hávaða eða vera með martröð og hvers vegna verður maður andvaka?

Svefntruflanir geta orsakast af mörgu. Með aldri aukast svefntruflanir og eldra fólk á oft erfiðara með að sofna en þeir sem yngri eru og það vaknar frekar upp á nóttunni.

Eins getum við vaknað upp á nóttuni vegna líkamlegra kvilla, vegna verkja, ef við þurfum að pissa eða erum með andþyngsli.

Þeir sem eiga við þunglyndi eða kvíða að stríða eiga oft erfitt með svefn og eins hafa mörg lyf áhrif á svefn.

Félagslegir þættir geta truflað svefn. Ef við höfum miklar áhyggjur til dæmis af einhverjum nákomnum eða peningaáhyggjur getur vel verið að það valdi því að við eigum erfitt með að sofna eða vöknum upp um miðja nótt.

Ýmis efni geta líka valdið svefntruflunum. Ef við drekkum kaffi eða notum áfengi þá getur það truflað svefninn. Ef við erum sofandi þegar þessi og önnur efni eru að fara úr líkamanum getum við til dæmis vaknað.

Það er þess vegna ljóst að margt getur valdið því að við vöknum upp um miðja nótt - þrátt fyrir að enginn sé með óþarfa læti heima fyrir eða við séum með martröð.

Heimildir og frekara lesefni á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Útgáfudagur

5.3.2008

Spyrjandi

Hans Gunnar Ragnarsson, f. 1995
Guðmundur Örn Guðjónsson, f. 1995

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju vaknar maður um nætur án þess að heyra hávaða eða vera með martröð og hvers vegna verður maður andvaka?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2008. Sótt 21. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=7175.

JGÞ. (2008, 5. mars). Af hverju vaknar maður um nætur án þess að heyra hávaða eða vera með martröð og hvers vegna verður maður andvaka? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7175

JGÞ. „Af hverju vaknar maður um nætur án þess að heyra hávaða eða vera með martröð og hvers vegna verður maður andvaka?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7175>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sumarliði Ragnar Ísleifsson

1955

Sumarliði R. Ísleifsson er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa snúið að atvinnu- og félagssögu Íslands og beinst að ímyndum Íslands og Íslendinga og hvernig þær hafa tengst viðhorfum til Grænlands.