Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina?

Ritstjórn Vísindavefsins

Sumarstarfsmaður Vísindavefsins var mjög áfjáður í að komast til botns í þessu máli, svo áfjáður, að hann svaf lítið nóttina eftir að umhugsunin hófst. Fyrsta vandamálið var vissulega að velja vin við hæfi, ekki voru allir tilbúnir að vera diffraðir. Sem betur fer fyrir vísindaheiminn þekkjast einstaklingar sem hafa lítinn áhuga á stærðfræði. Svokallaðir heimspekingar falla sumir í þann hóp en annar eiginleiki þeirra er að velta endalaust öllum sköpuðum hlutum fyrir sér. Með þetta í huga var lítið mál að klófesta einn speking á háskólasvæðinu.

Á meðan heimspekingurinn velti því fyrir sér hvort hægt væri að deyja ráðalaus eða hvort ekki væri nauðsynlegt að snúa við og sækja sjálfan sig ef maður gleymdi sér, þá fór áðurnefndur starfsmaður hamförum og rifjaði upp allar gömlu góðu diffrunarreglunar (eða deildunarreglur ef menn kjósa). Eftir drykklanga stund hnoðaði hann af miklum móð saman tveimur reglum og úr varð höfuðregla heimspekidiffurreiknings. Eins og við var að búast minnkaði heimspekingurinn um helming og varð heldur línulegur.

Starfsmenn Vísindavefsins ráða ráðum sínum.

Eftir það gat heimspekingurinn einungis velt fyrir sér einum hlut í einu og var kominn ansi nálægt því að deyja ráðalaus. Starfsmaðurinn fann þá í miklum flýti stofnfall heimspekingins og þá var hægur vandi að tegra hann til baka. En eins og spyrjandi óttaðist var fastinn fremur til vandræða. Eftir að hafa integrate-að (ísl. tegrun eða heildun ef menn kjósa) heimspekinginn var hann með constant (ísl. fasti) um sig miðjan, enda C-ið tákn bumbunnar.

Heimspekingurinn var ekki alls kostar sáttur við sitt hlutskipti og bað um að vera tegraður á gamla góða íslenska mátann. Þá var fastinn orðinn að K. Ekki gekk það heldur en þá ljómaði starfsmaðurinn upp og áttaði sig á hvað þyrfti að gera: „Við búum okkur til ákveðnar forsendur, í anda fjármálafyrirtækjanna, og notum svo diffurjöfnu fyrir hliðraðan heimspeking til að ákvarða fastann.“ Heimspekingurinn hafði nú lent illa í breyttum forsendum bankanna en hann gat ekki annað en látið reyna á þetta. Eftir nokkra umhugsun var fastinn orðinn að veruleika, fastinn var orðinn þekkt stærð og því lítið mál að temja hann og bæta honum við heimspekinginn.

Fastinn var það stór að heimspekingurinn varð allur beittari í hugsun eftir tilraunina og laumaði svörum að sumarstarfsmanninum. Nú veit hann allt um hvort hægt sé að deyja ráðalaus og hvort maður þurfi að snúa við ef maður gleymir sér. En það bíður betri tíma.

Mynd:


Hafi einhverjir lesendur ekki þegar áttað sig þá er rétt að taka fram að þetta er föstudagssvar. Ef einhver sannleikskorn finnast í því lentu þau þar fyrir misskilning.

Útgáfudagur

13.7.2012

Spyrjandi

Benedikt Logi Leifsson Sörensen

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina?“ Vísindavefurinn, 13. júlí 2012. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=21191.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2012, 13. júlí). Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=21191

Ritstjórn Vísindavefsins. „Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina?“ Vísindavefurinn. 13. júl. 2012. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=21191>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina?
Sumarstarfsmaður Vísindavefsins var mjög áfjáður í að komast til botns í þessu máli, svo áfjáður, að hann svaf lítið nóttina eftir að umhugsunin hófst. Fyrsta vandamálið var vissulega að velja vin við hæfi, ekki voru allir tilbúnir að vera diffraðir. Sem betur fer fyrir vísindaheiminn þekkjast einstaklingar sem hafa lítinn áhuga á stærðfræði. Svokallaðir heimspekingar falla sumir í þann hóp en annar eiginleiki þeirra er að velta endalaust öllum sköpuðum hlutum fyrir sér. Með þetta í huga var lítið mál að klófesta einn speking á háskólasvæðinu.

Á meðan heimspekingurinn velti því fyrir sér hvort hægt væri að deyja ráðalaus eða hvort ekki væri nauðsynlegt að snúa við og sækja sjálfan sig ef maður gleymdi sér, þá fór áðurnefndur starfsmaður hamförum og rifjaði upp allar gömlu góðu diffrunarreglunar (eða deildunarreglur ef menn kjósa). Eftir drykklanga stund hnoðaði hann af miklum móð saman tveimur reglum og úr varð höfuðregla heimspekidiffurreiknings. Eins og við var að búast minnkaði heimspekingurinn um helming og varð heldur línulegur.

Starfsmenn Vísindavefsins ráða ráðum sínum.

Eftir það gat heimspekingurinn einungis velt fyrir sér einum hlut í einu og var kominn ansi nálægt því að deyja ráðalaus. Starfsmaðurinn fann þá í miklum flýti stofnfall heimspekingins og þá var hægur vandi að tegra hann til baka. En eins og spyrjandi óttaðist var fastinn fremur til vandræða. Eftir að hafa integrate-að (ísl. tegrun eða heildun ef menn kjósa) heimspekinginn var hann með constant (ísl. fasti) um sig miðjan, enda C-ið tákn bumbunnar.

Heimspekingurinn var ekki alls kostar sáttur við sitt hlutskipti og bað um að vera tegraður á gamla góða íslenska mátann. Þá var fastinn orðinn að K. Ekki gekk það heldur en þá ljómaði starfsmaðurinn upp og áttaði sig á hvað þyrfti að gera: „Við búum okkur til ákveðnar forsendur, í anda fjármálafyrirtækjanna, og notum svo diffurjöfnu fyrir hliðraðan heimspeking til að ákvarða fastann.“ Heimspekingurinn hafði nú lent illa í breyttum forsendum bankanna en hann gat ekki annað en látið reyna á þetta. Eftir nokkra umhugsun var fastinn orðinn að veruleika, fastinn var orðinn þekkt stærð og því lítið mál að temja hann og bæta honum við heimspekinginn.

Fastinn var það stór að heimspekingurinn varð allur beittari í hugsun eftir tilraunina og laumaði svörum að sumarstarfsmanninum. Nú veit hann allt um hvort hægt sé að deyja ráðalaus og hvort maður þurfi að snúa við ef maður gleymir sér. En það bíður betri tíma.

Mynd:


Hafi einhverjir lesendur ekki þegar áttað sig þá er rétt að taka fram að þetta er föstudagssvar. Ef einhver sannleikskorn finnast í því lentu þau þar fyrir misskilning....