Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjir sjá um mælingar, skráningar og rannsóknir á jarðskjálftum á Íslandi?

Páll Einarsson

Nú á dögum hefur Veðurstofa Íslands það hlutverk að reka net jarðskjálftamæla til að fylgjast með og skrá skjálftavirkni landsins. Netið er þéttast á virkustu svæðunum, það er umhverfis flekaskilin sem liggja í gegnum landið frá Reykjanestá og allt til norðurstrandarinnar milli Öxarfjarðar og Skagafjarðar. Skjálftamælarnir nema bylgjur sem berast frá upptökum skjálftanna. Tímasetning á bylgjunum á mismunandi mælum er síðan notuð til að staðsetja upptök þeirra. Ætla má að með þessu neti megi staðsetja upptök allra skjálfta á landinu sem eru stærri en 2 stig. Á virkustu svæðunum er næmni kerfisins mun meiri og er þá hægt að staðsetja upptök minni skjálfta, allt niður í 0 stig. Veðurstofan heldur úti vefsíðu, vedur.is, þar sem fylgjast má með skjálftavirkninni nánast í rauntíma. Vefsíðan er mjög notendavæn og er ein hin fullkomnasta sinnar tegundar í heiminum.

Upptök jarðskjálfta á Íslandi í ágúst 2012. Rauðir hringir tákna jarðskjálfta stærri en 0 að stærð. Á kortinu eru einnig sýnd eldstöðvakerfi (Páll Einarsson og Kristján Sæmundsson, 1987).

Auk hins hefðbundna skjálftamælanets er einnig rekið net sterkhreyfingamæla, einkum til að afla gagna um stóra skjálfta og áhrif þeirra á mannvirki. Rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði rekur þetta net, en hún er staðsett á Selfossi. Upplýsingar um Rannsóknarmiðstöðina er að finna á vefsíðunni afl.hi.is.

Rannsóknir á íslenskum skjálftum fara fram víða. Hér á landi fara fram víðtækar skjálftarannsóknir hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, Veðurstofu Íslands og Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði. Þessar stofnanir hafa með sér víðtæka samvinnu um rannsóknirnar, en auk þess taka þátt í þeim rannsóknarstofnanir í öðrum löndum, svo sem í Svíþjóð, Englandi, Frakklandi og Bandaríkjum Norður-Ameríku.

Mynd:

Höfundur

Páll Einarsson

prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

26.9.2012

Spyrjandi

Ester Björk Magnúsdóttir

Tilvísun

Páll Einarsson. „Hverjir sjá um mælingar, skráningar og rannsóknir á jarðskjálftum á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 26. september 2012, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=22265.

Páll Einarsson. (2012, 26. september). Hverjir sjá um mælingar, skráningar og rannsóknir á jarðskjálftum á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=22265

Páll Einarsson. „Hverjir sjá um mælingar, skráningar og rannsóknir á jarðskjálftum á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 26. sep. 2012. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=22265>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjir sjá um mælingar, skráningar og rannsóknir á jarðskjálftum á Íslandi?
Nú á dögum hefur Veðurstofa Íslands það hlutverk að reka net jarðskjálftamæla til að fylgjast með og skrá skjálftavirkni landsins. Netið er þéttast á virkustu svæðunum, það er umhverfis flekaskilin sem liggja í gegnum landið frá Reykjanestá og allt til norðurstrandarinnar milli Öxarfjarðar og Skagafjarðar. Skjálftamælarnir nema bylgjur sem berast frá upptökum skjálftanna. Tímasetning á bylgjunum á mismunandi mælum er síðan notuð til að staðsetja upptök þeirra. Ætla má að með þessu neti megi staðsetja upptök allra skjálfta á landinu sem eru stærri en 2 stig. Á virkustu svæðunum er næmni kerfisins mun meiri og er þá hægt að staðsetja upptök minni skjálfta, allt niður í 0 stig. Veðurstofan heldur úti vefsíðu, vedur.is, þar sem fylgjast má með skjálftavirkninni nánast í rauntíma. Vefsíðan er mjög notendavæn og er ein hin fullkomnasta sinnar tegundar í heiminum.

Upptök jarðskjálfta á Íslandi í ágúst 2012. Rauðir hringir tákna jarðskjálfta stærri en 0 að stærð. Á kortinu eru einnig sýnd eldstöðvakerfi (Páll Einarsson og Kristján Sæmundsson, 1987).

Auk hins hefðbundna skjálftamælanets er einnig rekið net sterkhreyfingamæla, einkum til að afla gagna um stóra skjálfta og áhrif þeirra á mannvirki. Rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði rekur þetta net, en hún er staðsett á Selfossi. Upplýsingar um Rannsóknarmiðstöðina er að finna á vefsíðunni afl.hi.is.

Rannsóknir á íslenskum skjálftum fara fram víða. Hér á landi fara fram víðtækar skjálftarannsóknir hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, Veðurstofu Íslands og Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði. Þessar stofnanir hafa með sér víðtæka samvinnu um rannsóknirnar, en auk þess taka þátt í þeim rannsóknarstofnanir í öðrum löndum, svo sem í Svíþjóð, Englandi, Frakklandi og Bandaríkjum Norður-Ameríku.

Mynd: