Sólin Sólin Rís 08:37 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:24 • Sest 08:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:12 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um egypska faraóinn Ramses II.?

Ingi Guðmundsson og Ivana Esperanza

Ramses II. eða Ramses hinn mikli var þriðji faraó Egyptalands og tilheyrði svonefndu 19. ættarveldi. Hann var sonur Seti I. og Tuyu drottningar. Ramses II. var uppi um 1292–1190 f.Kr. og stóð valdatími hans yfir frá um 1279 til 1213. Talið er að hann hafi verið 96 ára þegar hann lést og á löngum valdatíma lét hann mjög til sín taka. Hann háði stríð við Hittíta og Líbíumenn, sigraði sjóræningja sem ollu usla við strendur Egyptalands, skrifaði elsta varðveitta friðarsáttmálann, byggði fleiri minnisvarða og hof en nokkur annar faraó og átti vel yfir 100 börn.

Risalíkneski af Rameses II. í Egyptalandi.

Lítið er vitað um einkalíf Ramsesar II. en hann giftist átta sinnum og átti fjölmargar hjákonur. Fyrsta eiginkona hans var Nefertari. Henni giftist Ramses áður en hann varð konungur, þá um 15 ára gamall. Nefertari dó ung en á valdatíma sínum lét Ramses II. byggja hof og styttur henni til heiðurs. Nefertati var grafin í Drottningadal og gröf hennar á að hafa verið stórfengleg. Önnur eiginkona Ramsesar II. var Isetnofret. Saman áttu þau fimm börn, þeirra á meðal Mernepta sem var þrettándi sonur Ramsesar II. Mernepta tók við völdum eftir að faðir hans dó. Lítið er vitað um hinar eiginkonur Ramsesar II. en talið er að hann hafi gifst tveimur systrum sínum og að minnsta kosti einni dóttur sinni.

Upphaf 19. ættarveldisins

Áður en Ramses II. tók við völdum var hann um nokkurra ára skeið meðstjórnandi ásamt föður sínum. Snemma á valdatíð sinni lét hann reisa nýja borg sem bar nafnið Per-Ramses. Hún varð miðpunktur hervaldis Egypta til forna og gegndi lykilhlutverki í bardögum Ramsesar II. gegn Líbíumönnum og Hittítum, en höfuðvígi þeirra var í Anatólíu, þar sem Tyrkland er nú. Borgin er sögð hafa verið gríðarlega falleg og í henni voru fjölmargir garðar og vötn.

Fyrstu fjögur ár Ramsesar II. við völd voru nýtt til að styrkja innviði Egyptalands, grafa brunn fyrir gullnámuna í Núbíu, sigra Sherden-sjóræningjana, bæla niður uppreisnir og ólæti á yfirráðasvæði Egypta í Palestínu og svæðinu þar um kring.

Bardaginn við Kadesh

Á fjórða ári valdaskeiðs sína hóf Ramses II. innrás í veldi Hittíta, með það að markmiði að sigra virkisborgina Kadesh, sem var við landamæri þessara tveggja velda. Engum hafði tekist að halda völdum í Kadesh lengi og borgin hafði til skiptis verið undir yfirráðum Egypta og Hittíta. Mikilvægi hennar var fyrst og fremst táknrænt.

Á fjórða ári sínu við völd var Ramses II. reiðubúinn að ráðast gegn Hittítum. Markmið hans var í fyrstu að sigra virkisborgin Kadesh sem var við landamæri þessara tveggja velda.

Ramses II. lagði af stað frá Per-Ramses með um 20.000 manna herlið í fjórum fylkingum sem báru nöfn egypskra guða: Amun, Ra, Ptah og Set. Þegar Ramses II. nálgaðist Kadesh sendi hann eina fylkingu meðfram ströndinni til að ná höfninni Simyra á sitt vald. Sú fylking átti síðan að fara aðra leið til Kadesh en hinar þrjár.

Bardaginn hófst þegar Ramses II. fór fyrir einni fylkingunni yfir á í 13 km fjarlægð frá Kadesh. Liðsmenn Ramsesar II. töldu að her Hittíta væri staðsettur í Aleppo langt frá Kadesh. Þær upplýsingar höfðu þeir fengið frá hittískum njósnurum sem voru fangaðir og síðan pyntaðir. Raunin var hins vegar sú að her Hittíta var í felum nærri borginni Kadesh. Þegar Ramses II. áttaði sig á því að hann hefði verið blekktur var það um seinan og stríðsvagnar Hittíta gerðu árás og tvístruðu einu fylkingunni sem var komin yfir ána.

Ramses II. var umkringdur en náði að berjast á móti óvinahernum þangað til fylkingin sem hann sendi meðfram ströndinni bættist við herlið Egypta. Egyptar unnu bardagann en gátu ekki haldið áfram og tekið Kadesh. Ramses II. samþykkti því tillögu Hittía um vopnahlé og hélt aftur til Egyptalands. Bæði Egyptar og Hittítar sögðust hafa sigrað orrustuna. Eftir bardagann lét Ramses II. byggja ótal minnisvarða um hetjudáðir sínar og orðspor hans í Egyptalandi jókst mikið. Að sama skapi minnkaði orðspor hans utan Egyptalands og íbúar margra borga undir stjórn Egypta gerðu uppreisnir. Um nokkurra ára skeið einbeitti Ramses II. sér að því að stilla til friðar innan Egyptalands.

Bardaginn í Kadesh er sá bardagi á bronsöld sem við höfum flestar og hvað nákvæmastar heimildir um. Aðalheimildin er ljóðið Pentaur sem er opinber egypsk heimild um hernaðarsigur Ramsesar II. gegn Hittítum. Ljóðið skreytir veggi musteranna í Abydos, Luxor, Karnak, Abu simbel og Ramesseum.

Fyrsti varðveitti friðarsáttmálinn

Eftir 16 ára róstursama tíð skrifuðu bæði veldin undir fyrsta friðarsáttmálann í heiminum, líklega vegna þess að fylkingarnar tvær sáu að hvorug gat sigrað hina algjörlega. Friðarsáttmálinn innihélt loforð um að hvorug þjóð myndi ráðast á hina, að mikilvægir flóttamenn myndu vera framseldir og að báðar þjóðir myndu verja hvor aðra gegn uppreisnum eða utanaðkomandi árásum. Þetta var mjög mikilvægt þar sem það opnaði fyrir ábatasöm viðskipti á milli þjóðanna tveggja.

Eitt eintak af friðarsáttmálanum er á egypskri myndletri, hoggið í stein í hofinu í Karnak. Annað eintak er skrifað á akkadísku á leirtöflu, það fannst í Tyrklandi árið 1906. Í dag er hægt að sjá eftirmynd af töflunni í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Það sýnir vel mikilvægi þessa sáttmála enda er þetta fyrsti friðarsáttmálinn þar sem upprunalegi textinn hefur varðveist.

Árin eftir friðarsáttmálann einbeitti Ramses II. sér að byggingaframkvæmdum, að tryggja öryggi við landamærin, halda friði og styrkja egypska menningu.

Nákvæm eftirlíking af sáttmálanum er geymd í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.

Byggingarlist

Í valdatíð Ramsesar II. komst mikill þróttur í byggingarlist og enginn faraó hafði áður látið reisa jafnmikið af byggingum, borgum, hofum, minnismerkjum og súlum. Hann endurbyggði líka gamlar og illa farnar byggingar, súlum var bætt við hofið í Karnak og einnig í Amenhotep III.-hofinu í Luxor. Ramses II. byggði annað hof í Abydos, sem var minna en það sem faðir hans lét reisa, en hofið var skreytt að utan með atburðum úr bardaganum í Kadesh. Á valdatíð Ramsear II. var höfuðborgin í Egyptalandi færð frá Þebu til Pi-Ramses.

Ramses II. byggði sex hof í Núbíu og af þeim eru hofin tvö í Abu Simbel þau frægustu. Minna hofið er tileinkað fyrstu eiginkonu hans Nefertari og var þetta í fyrsta skipti í sögu Forn-Egyptalands sem hof var byggt til þess að heiðra drottningu. Hið stærra lét hann byggja til minningar um sjálfan sig og var það skreytt myndum af afrekum hans. Einnig er talið að Ramses II. hafi byggt bókasafn í Þebu þar sem geymd voru rúmlega 20.000 fornrit. Stærsta hofið sem hann byggði var Ramesseum en það er minnisvarði og sýnir herferðir og sigra hans í Núbíu. Nánast enginn staður tengdur Forn-Egyptalandi ber ekki einhverjar minjar sem tengjast nafni Ramsesar II.

Dánarorsök Ramses II. er óljós en hann þjáðist af liðagigt, æðakölkun og tannpínu. Talið er að hann hafi dáið úr elli eða hjartaáfalli. Meðalaldur á þeim tíma sem Ramses II. var uppi var ekki hár og því er ekki skrýtið að konungur sem náði 96 ára aldri hafi verið talinn eilífur. Líkami hans var smurður og upprunalega grafinn í Konungadalnum. Árið 1881 fannst múmía hans nálægt Luxor og er nú til sýnis í Egypska safninu í Kaíró. Ramses II. á skilið titilinn mikli og var hann mikils metinn af arftökum sínum. Margir faraóar sem komu í kjölfar hans tóku upp nafnið Ramses til þess að heiðra hann.

Heimildir:
  • Langdon, S. &. (1920). The Treaty of Alliance between Hattušili, King of the Hittites, and the Pharaoh Ramesses II of Egypt. The Journal of Egyptian Archaeology, 179-205. doi:doi:10.2307/3853914
  • Mark, J. J. (2. september 2009). Ramesses II. Sótt frá Ancient History Encyclopedia: httpshttps://www.ancient.eu/Ramesses_II/
  • Raymond Oliver Faulkner, P. F. (2019). Ramses II. Sótt frá Encyclopædia Britannica: https://academic.eb.com/levels/collegiate/article/Ramses-II/62620
  • Gerván, H. H. (2016). Entre la historia y el mito: La figura de ramsés II ante los enemigos en relieves y textos de la batalla de kadesh. Sociedades Precapitalistas, 5 (2) Sótt af https://search.proquest.com/docview/1943997845?accountid=28822
  • Faulkner, R. (1975). Egypt: From the Inception of the Nineteenth Dynasty to the Death of Ramesses III. Í I. Edwards, C. Gadd, N. Hammond, & E. Sollberger (Eds.), The Cambridge Ancient History (The Cambridge Ancient History, 217-251). Cambridge: Cambridge University Press. doi:10.1017/CHOL9780521086912.011

Myndir:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu MAF101G Saga Miðausturlanda I haustið 2019. Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttur hafði umsjón með námskeiðinu.

Höfundar

Ingi Guðmundsson

B.A. nemi í heimspeki

Ivana Esperanza

B.A.-nemi í frönskum fræðum

Útgáfudagur

27.7.2022

Spyrjandi

Nína M. Bessadóttir

Tilvísun

Ingi Guðmundsson og Ivana Esperanza. „Hvað getið þið sagt mér um egypska faraóinn Ramses II.?“ Vísindavefurinn, 27. júlí 2022. Sótt 29. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=22643.

Ingi Guðmundsson og Ivana Esperanza. (2022, 27. júlí). Hvað getið þið sagt mér um egypska faraóinn Ramses II.? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=22643

Ingi Guðmundsson og Ivana Esperanza. „Hvað getið þið sagt mér um egypska faraóinn Ramses II.?“ Vísindavefurinn. 27. júl. 2022. Vefsíða. 29. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=22643>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um egypska faraóinn Ramses II.?
Ramses II. eða Ramses hinn mikli var þriðji faraó Egyptalands og tilheyrði svonefndu 19. ættarveldi. Hann var sonur Seti I. og Tuyu drottningar. Ramses II. var uppi um 1292–1190 f.Kr. og stóð valdatími hans yfir frá um 1279 til 1213. Talið er að hann hafi verið 96 ára þegar hann lést og á löngum valdatíma lét hann mjög til sín taka. Hann háði stríð við Hittíta og Líbíumenn, sigraði sjóræningja sem ollu usla við strendur Egyptalands, skrifaði elsta varðveitta friðarsáttmálann, byggði fleiri minnisvarða og hof en nokkur annar faraó og átti vel yfir 100 börn.

Risalíkneski af Rameses II. í Egyptalandi.

Lítið er vitað um einkalíf Ramsesar II. en hann giftist átta sinnum og átti fjölmargar hjákonur. Fyrsta eiginkona hans var Nefertari. Henni giftist Ramses áður en hann varð konungur, þá um 15 ára gamall. Nefertari dó ung en á valdatíma sínum lét Ramses II. byggja hof og styttur henni til heiðurs. Nefertati var grafin í Drottningadal og gröf hennar á að hafa verið stórfengleg. Önnur eiginkona Ramsesar II. var Isetnofret. Saman áttu þau fimm börn, þeirra á meðal Mernepta sem var þrettándi sonur Ramsesar II. Mernepta tók við völdum eftir að faðir hans dó. Lítið er vitað um hinar eiginkonur Ramsesar II. en talið er að hann hafi gifst tveimur systrum sínum og að minnsta kosti einni dóttur sinni.

Upphaf 19. ættarveldisins

Áður en Ramses II. tók við völdum var hann um nokkurra ára skeið meðstjórnandi ásamt föður sínum. Snemma á valdatíð sinni lét hann reisa nýja borg sem bar nafnið Per-Ramses. Hún varð miðpunktur hervaldis Egypta til forna og gegndi lykilhlutverki í bardögum Ramsesar II. gegn Líbíumönnum og Hittítum, en höfuðvígi þeirra var í Anatólíu, þar sem Tyrkland er nú. Borgin er sögð hafa verið gríðarlega falleg og í henni voru fjölmargir garðar og vötn.

Fyrstu fjögur ár Ramsesar II. við völd voru nýtt til að styrkja innviði Egyptalands, grafa brunn fyrir gullnámuna í Núbíu, sigra Sherden-sjóræningjana, bæla niður uppreisnir og ólæti á yfirráðasvæði Egypta í Palestínu og svæðinu þar um kring.

Bardaginn við Kadesh

Á fjórða ári valdaskeiðs sína hóf Ramses II. innrás í veldi Hittíta, með það að markmiði að sigra virkisborgina Kadesh, sem var við landamæri þessara tveggja velda. Engum hafði tekist að halda völdum í Kadesh lengi og borgin hafði til skiptis verið undir yfirráðum Egypta og Hittíta. Mikilvægi hennar var fyrst og fremst táknrænt.

Á fjórða ári sínu við völd var Ramses II. reiðubúinn að ráðast gegn Hittítum. Markmið hans var í fyrstu að sigra virkisborgin Kadesh sem var við landamæri þessara tveggja velda.

Ramses II. lagði af stað frá Per-Ramses með um 20.000 manna herlið í fjórum fylkingum sem báru nöfn egypskra guða: Amun, Ra, Ptah og Set. Þegar Ramses II. nálgaðist Kadesh sendi hann eina fylkingu meðfram ströndinni til að ná höfninni Simyra á sitt vald. Sú fylking átti síðan að fara aðra leið til Kadesh en hinar þrjár.

Bardaginn hófst þegar Ramses II. fór fyrir einni fylkingunni yfir á í 13 km fjarlægð frá Kadesh. Liðsmenn Ramsesar II. töldu að her Hittíta væri staðsettur í Aleppo langt frá Kadesh. Þær upplýsingar höfðu þeir fengið frá hittískum njósnurum sem voru fangaðir og síðan pyntaðir. Raunin var hins vegar sú að her Hittíta var í felum nærri borginni Kadesh. Þegar Ramses II. áttaði sig á því að hann hefði verið blekktur var það um seinan og stríðsvagnar Hittíta gerðu árás og tvístruðu einu fylkingunni sem var komin yfir ána.

Ramses II. var umkringdur en náði að berjast á móti óvinahernum þangað til fylkingin sem hann sendi meðfram ströndinni bættist við herlið Egypta. Egyptar unnu bardagann en gátu ekki haldið áfram og tekið Kadesh. Ramses II. samþykkti því tillögu Hittía um vopnahlé og hélt aftur til Egyptalands. Bæði Egyptar og Hittítar sögðust hafa sigrað orrustuna. Eftir bardagann lét Ramses II. byggja ótal minnisvarða um hetjudáðir sínar og orðspor hans í Egyptalandi jókst mikið. Að sama skapi minnkaði orðspor hans utan Egyptalands og íbúar margra borga undir stjórn Egypta gerðu uppreisnir. Um nokkurra ára skeið einbeitti Ramses II. sér að því að stilla til friðar innan Egyptalands.

Bardaginn í Kadesh er sá bardagi á bronsöld sem við höfum flestar og hvað nákvæmastar heimildir um. Aðalheimildin er ljóðið Pentaur sem er opinber egypsk heimild um hernaðarsigur Ramsesar II. gegn Hittítum. Ljóðið skreytir veggi musteranna í Abydos, Luxor, Karnak, Abu simbel og Ramesseum.

Fyrsti varðveitti friðarsáttmálinn

Eftir 16 ára róstursama tíð skrifuðu bæði veldin undir fyrsta friðarsáttmálann í heiminum, líklega vegna þess að fylkingarnar tvær sáu að hvorug gat sigrað hina algjörlega. Friðarsáttmálinn innihélt loforð um að hvorug þjóð myndi ráðast á hina, að mikilvægir flóttamenn myndu vera framseldir og að báðar þjóðir myndu verja hvor aðra gegn uppreisnum eða utanaðkomandi árásum. Þetta var mjög mikilvægt þar sem það opnaði fyrir ábatasöm viðskipti á milli þjóðanna tveggja.

Eitt eintak af friðarsáttmálanum er á egypskri myndletri, hoggið í stein í hofinu í Karnak. Annað eintak er skrifað á akkadísku á leirtöflu, það fannst í Tyrklandi árið 1906. Í dag er hægt að sjá eftirmynd af töflunni í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Það sýnir vel mikilvægi þessa sáttmála enda er þetta fyrsti friðarsáttmálinn þar sem upprunalegi textinn hefur varðveist.

Árin eftir friðarsáttmálann einbeitti Ramses II. sér að byggingaframkvæmdum, að tryggja öryggi við landamærin, halda friði og styrkja egypska menningu.

Nákvæm eftirlíking af sáttmálanum er geymd í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.

Byggingarlist

Í valdatíð Ramsesar II. komst mikill þróttur í byggingarlist og enginn faraó hafði áður látið reisa jafnmikið af byggingum, borgum, hofum, minnismerkjum og súlum. Hann endurbyggði líka gamlar og illa farnar byggingar, súlum var bætt við hofið í Karnak og einnig í Amenhotep III.-hofinu í Luxor. Ramses II. byggði annað hof í Abydos, sem var minna en það sem faðir hans lét reisa, en hofið var skreytt að utan með atburðum úr bardaganum í Kadesh. Á valdatíð Ramsear II. var höfuðborgin í Egyptalandi færð frá Þebu til Pi-Ramses.

Ramses II. byggði sex hof í Núbíu og af þeim eru hofin tvö í Abu Simbel þau frægustu. Minna hofið er tileinkað fyrstu eiginkonu hans Nefertari og var þetta í fyrsta skipti í sögu Forn-Egyptalands sem hof var byggt til þess að heiðra drottningu. Hið stærra lét hann byggja til minningar um sjálfan sig og var það skreytt myndum af afrekum hans. Einnig er talið að Ramses II. hafi byggt bókasafn í Þebu þar sem geymd voru rúmlega 20.000 fornrit. Stærsta hofið sem hann byggði var Ramesseum en það er minnisvarði og sýnir herferðir og sigra hans í Núbíu. Nánast enginn staður tengdur Forn-Egyptalandi ber ekki einhverjar minjar sem tengjast nafni Ramsesar II.

Dánarorsök Ramses II. er óljós en hann þjáðist af liðagigt, æðakölkun og tannpínu. Talið er að hann hafi dáið úr elli eða hjartaáfalli. Meðalaldur á þeim tíma sem Ramses II. var uppi var ekki hár og því er ekki skrýtið að konungur sem náði 96 ára aldri hafi verið talinn eilífur. Líkami hans var smurður og upprunalega grafinn í Konungadalnum. Árið 1881 fannst múmía hans nálægt Luxor og er nú til sýnis í Egypska safninu í Kaíró. Ramses II. á skilið titilinn mikli og var hann mikils metinn af arftökum sínum. Margir faraóar sem komu í kjölfar hans tóku upp nafnið Ramses til þess að heiðra hann.

Heimildir:
  • Langdon, S. &. (1920). The Treaty of Alliance between Hattušili, King of the Hittites, and the Pharaoh Ramesses II of Egypt. The Journal of Egyptian Archaeology, 179-205. doi:doi:10.2307/3853914
  • Mark, J. J. (2. september 2009). Ramesses II. Sótt frá Ancient History Encyclopedia: httpshttps://www.ancient.eu/Ramesses_II/
  • Raymond Oliver Faulkner, P. F. (2019). Ramses II. Sótt frá Encyclopædia Britannica: https://academic.eb.com/levels/collegiate/article/Ramses-II/62620
  • Gerván, H. H. (2016). Entre la historia y el mito: La figura de ramsés II ante los enemigos en relieves y textos de la batalla de kadesh. Sociedades Precapitalistas, 5 (2) Sótt af https://search.proquest.com/docview/1943997845?accountid=28822
  • Faulkner, R. (1975). Egypt: From the Inception of the Nineteenth Dynasty to the Death of Ramesses III. Í I. Edwards, C. Gadd, N. Hammond, & E. Sollberger (Eds.), The Cambridge Ancient History (The Cambridge Ancient History, 217-251). Cambridge: Cambridge University Press. doi:10.1017/CHOL9780521086912.011

Myndir:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu MAF101G Saga Miðausturlanda I haustið 2019. Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttur hafði umsjón með námskeiðinu.

...