Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur uppstigningardag og sumardaginn fyrsta borið upp á sama dag?

Bæði uppstigningardag og sumardaginn fyrsta ber upp á fimmtudag að vori og því er ekki óeðlilegt að velta fyrir sér hvort þeir geti fallið á sama daginn.

Uppstigningardagur er fimmtudagur fjörtíu dögum eftir páska. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma? er reglan um páska í kirkjum Vesturlanda sú að páskadagur er fyrsti sunnudagur eftir fyrsta fullt tungl frá og með 21. mars, en þá eru yfirleitt vorjafndægur. Reglan leiðir til þess að páskadagur getur í fyrsta lagi fallið á 22. mars og í síðasta lagi á 25. apríl. Uppstigningardagur getur því í fyrsta lagi borið upp á 30. apríl en í síðasta lagi 4. júní.Það eru engar líkur á því að skátar muni fagna sumardeginum fyrsta með skrúðgöngu á uppstigningardag.

Sumardagurinn fyrsti er alltaf fimmtudagur á bilinu 19.- 25. apríl eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju er sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur? Það er því ljóst að sumardagurinn fyrsti er alltaf á undan uppstigningardegi.

Hins vegar getur sumardagurinn fyrsti fallið á annan frídag á fimmtudegi, nefnilega skírdag ef páskar eru óvenju seint í apríl. Árið 2011 bar sumardaginn fyrsta til dæmis upp á 21. apríl en páskadagur var 24. apríl. Skírdagur, sem er fimmtudagurinn fyrir páska, var því sama dag og sumri var fagnað það ár.

Heimild og mynd:

Útgáfudagur

22.4.2009

Spyrjandi

Stígur Helgason

Höfundur

Tilvísun

EDS. „Getur uppstigningardag og sumardaginn fyrsta borið upp á sama dag?“ Vísindavefurinn, 22. apríl 2009. Sótt 17. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=23330.

EDS. (2009, 22. apríl). Getur uppstigningardag og sumardaginn fyrsta borið upp á sama dag? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=23330

EDS. „Getur uppstigningardag og sumardaginn fyrsta borið upp á sama dag?“ Vísindavefurinn. 22. apr. 2009. Vefsíða. 17. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=23330>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Halldór G. Svavarsson

1966

Halldór G. Svavarsson er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknaviðfangsefni Halldórs hafa spannað vítt svið, frá steinsteypu og keramik til smáþörunga og örtækni. Halldór hefur þar að auki æft karate í 35 ár og var um tíma landsliðsþjálfari í greininni.