Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Af hverju getum við ekki allt?

Sverrir Arnórsson

Við getum ekki gert allt af þeirri einföldu ástæðu að við erum einungis mannleg. Meðal annars getur líkami okkar ekki ráðið við öll þau verkefni sem við tökum okkur fyrir hendur. Þar mætti nefna hluti eins og að fljúga eða að anda í vatni.

Einnig á maðurinn erfitt með að hugsa um mjög flókna hluti en segja má að sumt sé ofar mannlegum skilningi.

Þrátt fyrir að maðurinn geti ekki flogið einn og óstuddur, þá getur hann það með hjálp flugvéla!

Aftur á móti er hægt að færa rök fyrir því að hægt sé að gera allt. Maðurinn býr þá til eitthvað sem framkvæmir tiltekin verkefni, til dæmis er hægt að fljúga með hjálp flugvéla eða annarra tækja, anda í vatni með hjálp súrefniskúta og láta tölvur reikna út flókna hluti sem við getum ekki gert.

Þannig má segja að hægt sé að gera allt með hjálpa véla og tækja en án nokkurra hjálpartækja þá getur líkami okkar og hugur ekki ráðið við öll verkefni heimsins. En er það að gera allt? Og enn fremur, hvað er að geta gert allt?

Mynd:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

18.6.2012

Spyrjandi

Harpa Methúsalemsdóttir

Tilvísun

Sverrir Arnórsson. „Af hverju getum við ekki allt? “ Vísindavefurinn, 18. júní 2012. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=23422.

Sverrir Arnórsson. (2012, 18. júní). Af hverju getum við ekki allt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=23422

Sverrir Arnórsson. „Af hverju getum við ekki allt? “ Vísindavefurinn. 18. jún. 2012. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=23422>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju getum við ekki allt?
Við getum ekki gert allt af þeirri einföldu ástæðu að við erum einungis mannleg. Meðal annars getur líkami okkar ekki ráðið við öll þau verkefni sem við tökum okkur fyrir hendur. Þar mætti nefna hluti eins og að fljúga eða að anda í vatni.

Einnig á maðurinn erfitt með að hugsa um mjög flókna hluti en segja má að sumt sé ofar mannlegum skilningi.

Þrátt fyrir að maðurinn geti ekki flogið einn og óstuddur, þá getur hann það með hjálp flugvéla!

Aftur á móti er hægt að færa rök fyrir því að hægt sé að gera allt. Maðurinn býr þá til eitthvað sem framkvæmir tiltekin verkefni, til dæmis er hægt að fljúga með hjálp flugvéla eða annarra tækja, anda í vatni með hjálp súrefniskúta og láta tölvur reikna út flókna hluti sem við getum ekki gert.

Þannig má segja að hægt sé að gera allt með hjálpa véla og tækja en án nokkurra hjálpartækja þá getur líkami okkar og hugur ekki ráðið við öll verkefni heimsins. En er það að gera allt? Og enn fremur, hvað er að geta gert allt?

Mynd:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012....