Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjir voru forfeður Trójumanna?

Geir Þ. Þórarinsson

Trója hét öðru nafni Ilíonsborg eða Ilion og á eldra málstigi *Wilios. En það mun vera sama borgin og borgin Wilusa sem þekkt er úr hittitískum heimildum. Hittítaveldið var öflugt ríki í Litlu-Asíu frá 18. öld til 12. aldar f.Kr. Veldi þeirra náði yfir stærstan hluta Litlu-Asíu, norðvesturhluta Sýrlands og hluta af Mesópótamíu en höfuðborgin var Hattúsa á bökkum Rauða fljótsins (sem í dag heitir Kizilirmak).


Annað tveggja hliða borgarinnar Hattúsu sem var höfuðborg Hittítaveldisins.

Mögulegt er að nafnið Troia sé komið af nafninu *Tarusia sem er einnig að finna í hittitískum heimildum. Varðveitt er bréf frá því um 1250 f.Kr. sem nefnist Tawagalawa-bréfið. Það er bréf frá konungi Hittíta til konungs Ahhiyawanna en þar getið um borgina Wilusa sem konungur segir að Hittítar og Ahhiyawar hafi farið í stríð út af. Í Hómerskviðum segir frá stríði Trójumanna og Grikkja – sem eru gjarnan nefndir Akkear – um borgina Ilíon. Í hittitískum heimildum er konungur í Wilusa enn fremur nefndur Alaksandu en í Hómerskviðum er tróverski konungssonurinn París yfirleitt nefndur Alexandros. Hittítar og Ahhiyawar virðast einnig hafa tekist á um borgina Millawanda eða Milawata sem er nánast örugglega gríska borgin Míletos sunnar í Litlu-Asíu. Það má því vera að Ahhiyawar í hittitískum heimildum séu Grikkir og Wilusa sé borgin sem Hómer segir að Grikkir hafi setið um. Að minnsta kosti virðist sem Grikkir og Hittítar hafi tekist á um yfirráð yfir vesturströnd Litlu-Asíu seint á bronsöld.

Fleiri líkindi eru með nöfnum úr grískum bókmenntum og hittitískum heimildum: Tawagalawa-bréfið er nefnt eftir bróður konungs Ahhiyawanna, Tawagalawa, en það kann að vera sama nafnið og *Etewoklewes, sem er eldra form nafnsins Eteókles, sem þekkt er úr grískum goðsögum en þar voru Eteókles og bróðir hans Pólýneikes synir Ödípúsar konungs í Þebu. Einnig hefur verið giskað á að nafnið Attarsiya, sem kemur fyrir í hittitískum heimildum, sé sama nafnið og Atreifur (Atreus) sem þekkt er úr grískum goðsögum en Atreifur var faðir Agamemnons konungs í Mýkenu og Menelásar konungs í Spörtu. Þessar ágsikanir eru þó mun umdeildari. Undanfarna tvo áratugi eða svo hafa þó æ fleiri fræðimenn fallist á að borgin Wilusa í hittitískum heimildum hafi verið borgin Trója og að Ahhiyawar hafi verið Grikkir.


Endurgerð á Tróju VI, sem gæti hafa verið borgin sem fjallað er um Hómerskviðum.

Á borgarstæði Tróju var byggð að minnsta kosti frá 3000 f.Kr. Ekki er vitað hvaða þjóð byggði þar fyrst. En á einhverjum tímapunkti (kannski strax í upphafi) bjó þar fólk sem talaði luwísku, sem er elsta indóevrópska tungumálið sem þekkt er og það fólk virðist hafa búið þar á þeim tíma þegar Trójustríðið á að hafa átt sér stað á 13. öld f.Kr. Það er ekki vitað nákvæmlega hvaðan eða hvenær þetta fólk kom til Litlu-Asíu. Ef til vill komu þeir þangað rétt fyrir 3000 f.Kr. frá svæðum þar sem Úkraína er nú eða einhvers staðar norðan Svartahafs eða Kaspíahafs. Þetta fólk var skylt Hittítum sem töluðu einnig indóevrópskt mál en Trója var þó ekki hluti af Hittítaveldinu sjálfu, heldur var hún hluti af Assuwa-bandalaginu en borgir þess urðu leppríki Hittíta seint á fimmtándu öld.

Trója var því leppríki Hittíta þegar Grikkir áttu að hafa setið um borgina og Trójumenn frændþjóð Hittíta og fjarskyldir frændur Grikkja sem eru einnig indóevrópsk þjóð.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og ítarefni:
  • Bryce, Trevor, Life and Society in the Hittite World (Oxford: Oxford University Press, 2002).
  • Bryce, Trevor, The Kingdom og the Hittites (Oxford: Clarendon Press, 1998).
  • Bryce, Trevor, The Trojans and their Neighbours (London: Routledge, 2006).
  • Collins, Billie Jean, The Hittites and their World (Leiden: Brill, 2008).
  • Gurney, O.R., The Hittites 2. útg. (New York: Penguin, 1954).

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

29.4.2009

Spyrjandi

Þorsteinn Gíslason, f. 1993

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hverjir voru forfeður Trójumanna?“ Vísindavefurinn, 29. apríl 2009, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=23967.

Geir Þ. Þórarinsson. (2009, 29. apríl). Hverjir voru forfeður Trójumanna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=23967

Geir Þ. Þórarinsson. „Hverjir voru forfeður Trójumanna?“ Vísindavefurinn. 29. apr. 2009. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=23967>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjir voru forfeður Trójumanna?
Trója hét öðru nafni Ilíonsborg eða Ilion og á eldra málstigi *Wilios. En það mun vera sama borgin og borgin Wilusa sem þekkt er úr hittitískum heimildum. Hittítaveldið var öflugt ríki í Litlu-Asíu frá 18. öld til 12. aldar f.Kr. Veldi þeirra náði yfir stærstan hluta Litlu-Asíu, norðvesturhluta Sýrlands og hluta af Mesópótamíu en höfuðborgin var Hattúsa á bökkum Rauða fljótsins (sem í dag heitir Kizilirmak).


Annað tveggja hliða borgarinnar Hattúsu sem var höfuðborg Hittítaveldisins.

Mögulegt er að nafnið Troia sé komið af nafninu *Tarusia sem er einnig að finna í hittitískum heimildum. Varðveitt er bréf frá því um 1250 f.Kr. sem nefnist Tawagalawa-bréfið. Það er bréf frá konungi Hittíta til konungs Ahhiyawanna en þar getið um borgina Wilusa sem konungur segir að Hittítar og Ahhiyawar hafi farið í stríð út af. Í Hómerskviðum segir frá stríði Trójumanna og Grikkja – sem eru gjarnan nefndir Akkear – um borgina Ilíon. Í hittitískum heimildum er konungur í Wilusa enn fremur nefndur Alaksandu en í Hómerskviðum er tróverski konungssonurinn París yfirleitt nefndur Alexandros. Hittítar og Ahhiyawar virðast einnig hafa tekist á um borgina Millawanda eða Milawata sem er nánast örugglega gríska borgin Míletos sunnar í Litlu-Asíu. Það má því vera að Ahhiyawar í hittitískum heimildum séu Grikkir og Wilusa sé borgin sem Hómer segir að Grikkir hafi setið um. Að minnsta kosti virðist sem Grikkir og Hittítar hafi tekist á um yfirráð yfir vesturströnd Litlu-Asíu seint á bronsöld.

Fleiri líkindi eru með nöfnum úr grískum bókmenntum og hittitískum heimildum: Tawagalawa-bréfið er nefnt eftir bróður konungs Ahhiyawanna, Tawagalawa, en það kann að vera sama nafnið og *Etewoklewes, sem er eldra form nafnsins Eteókles, sem þekkt er úr grískum goðsögum en þar voru Eteókles og bróðir hans Pólýneikes synir Ödípúsar konungs í Þebu. Einnig hefur verið giskað á að nafnið Attarsiya, sem kemur fyrir í hittitískum heimildum, sé sama nafnið og Atreifur (Atreus) sem þekkt er úr grískum goðsögum en Atreifur var faðir Agamemnons konungs í Mýkenu og Menelásar konungs í Spörtu. Þessar ágsikanir eru þó mun umdeildari. Undanfarna tvo áratugi eða svo hafa þó æ fleiri fræðimenn fallist á að borgin Wilusa í hittitískum heimildum hafi verið borgin Trója og að Ahhiyawar hafi verið Grikkir.


Endurgerð á Tróju VI, sem gæti hafa verið borgin sem fjallað er um Hómerskviðum.

Á borgarstæði Tróju var byggð að minnsta kosti frá 3000 f.Kr. Ekki er vitað hvaða þjóð byggði þar fyrst. En á einhverjum tímapunkti (kannski strax í upphafi) bjó þar fólk sem talaði luwísku, sem er elsta indóevrópska tungumálið sem þekkt er og það fólk virðist hafa búið þar á þeim tíma þegar Trójustríðið á að hafa átt sér stað á 13. öld f.Kr. Það er ekki vitað nákvæmlega hvaðan eða hvenær þetta fólk kom til Litlu-Asíu. Ef til vill komu þeir þangað rétt fyrir 3000 f.Kr. frá svæðum þar sem Úkraína er nú eða einhvers staðar norðan Svartahafs eða Kaspíahafs. Þetta fólk var skylt Hittítum sem töluðu einnig indóevrópskt mál en Trója var þó ekki hluti af Hittítaveldinu sjálfu, heldur var hún hluti af Assuwa-bandalaginu en borgir þess urðu leppríki Hittíta seint á fimmtándu öld.

Trója var því leppríki Hittíta þegar Grikkir áttu að hafa setið um borgina og Trójumenn frændþjóð Hittíta og fjarskyldir frændur Grikkja sem eru einnig indóevrópsk þjóð.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og ítarefni:
  • Bryce, Trevor, Life and Society in the Hittite World (Oxford: Oxford University Press, 2002).
  • Bryce, Trevor, The Kingdom og the Hittites (Oxford: Clarendon Press, 1998).
  • Bryce, Trevor, The Trojans and their Neighbours (London: Routledge, 2006).
  • Collins, Billie Jean, The Hittites and their World (Leiden: Brill, 2008).
  • Gurney, O.R., The Hittites 2. útg. (New York: Penguin, 1954).

Mynd:...