Sólin Sólin Rís 10:50 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:12 • Sest 15:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:13 • Síðdegis: 22:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:49 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um bókasafn Alexanders mikla, átti hann margar bækur?

Geir Þ. Þórarinsson

Engum sögum fer af neinu bókasafni í persónulegri eigu Alexanders mikla. Á hans tíma var sennilega merkasta bókasafn heims einkabókasafn Aristótelesar, kennara hans.

Þegar á fimmtu öld f.Kr. var orðinn til markaður fyrir bókasölu í Aþenu og hægt að fá þar ódýrar bækur. Eflaust hafa sumir eignast fleiri bækur en aðrir. Til dæmis var harmleikjaskáldið Evripídes sagður hafa viðað að sér mörgum bókum. En enginn virðist hafa áður komið sér upp viðlíka einkabókasafni og Aristóteles, sem var duglegur bókasafnari og sankaði að sér fjölmörgum bókum sem hann nýtti sér meðal annars við rannsóknir sínar. Því miður er ekki til skrá yfir þær bækur sem Aristóteles átti og fjöldi þeirra ekki þekktur.

Eiginlegt bókasafn virðist þó ekki hafa verið til, að minnsta kosti ekkert almenningsbókasafn, þótt sögur segi að harðstjórinn Peisistratos hafi stofnað slíkt safn seint á 6. öld f.Kr. Þau söfn sem áður voru til, svo sem í Austurlöndum nær og í Grikklandi á Mýkenutímanum, eru líklega réttar nefnd skjalasöfn því megnið af því sem þar var að finna var bókhald fyrir hallirnar og önnur opinber skjöl. Þau voru líka ekki ætluð almenningi.

Bókasafnið mikla í Alexandríu var stærsta bókasafn fornaldar. Engum sögum fer þó af neinu bókasafni í persónulegri eigu Alexanders mikla.

Eftir andlát Alexanders mikla árið 323 f.Kr. stofnaði einn eftirmanna hans í Egyptalandi, Ptólemajos I nefndur Sóter (sem þýðir „bjargvættur“), bókasafn í borginni Alexandríu (sem Alexander hafði stofnað og er nefnd eftir honum). Sonur hans, Ptólemajos II Fíladelfos, stækkaði safnið töluvert. Þetta bókasafn, stofnað um árið 300 f.Kr. eða skömmu síðar, er gjarnan kallað bókasafnið mikla í Alexandríu enda stærsta bókasafn fornaldar, þótt hluti af því hafi skemmst í eldi árið 47 f.Kr. Talið er að bókasafnið hafi átt á milli 500 og 700 þúsund bækur þegar það var sem stærst. Því var ætlað að eiga allt sem vert var að lesa og það var opið almenningi.

Bókasafnið var samt líka tengt og þjónaði mennta- eða rannsóknastofnuninni Múseion en þangað reyndu Ptólemajos og niðjar hans að lokka alla helstu vísinda- og fræðimenn síns tíma. Þar störfuðu meðal annarra Eratosþenes, sem tókst að reikna ummál jarðar, Aristarkos frá Samos, sem fyrstur setti fram sólmiðjukenningu, stærðfræðingarnir Evklíð, Pappos og Hipparkos og læknarnir Erasistratos og Herofílos. Einnig störfuðu þar Zenodótos, Kallímakkos, Apolloníos frá Ródos, Aristófanes frá Býzantíon og Aristarkos frá Samóþrake, sem lögðu grunninn að klassískri textafræði og tryggðu varðveislu margra klassískra texta.

Seinna var annað merkilegt bókasafn stofnað í borginni Pergamon og svo urðu til mikilvæg bókasöfn víða annars staðar en sú saga verður ekki rakin í þessu svari.

Heimild og ítarefni:
  • Casson, Lionel. Libraries in the Ancient World (Yale University Press, 2001).

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

28.10.2013

Spyrjandi

Gísli Garðarsson

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað getið þið sagt mér um bókasafn Alexanders mikla, átti hann margar bækur?“ Vísindavefurinn, 28. október 2013. Sótt 3. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=24741.

Geir Þ. Þórarinsson. (2013, 28. október). Hvað getið þið sagt mér um bókasafn Alexanders mikla, átti hann margar bækur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=24741

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað getið þið sagt mér um bókasafn Alexanders mikla, átti hann margar bækur?“ Vísindavefurinn. 28. okt. 2013. Vefsíða. 3. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=24741>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um bókasafn Alexanders mikla, átti hann margar bækur?
Engum sögum fer af neinu bókasafni í persónulegri eigu Alexanders mikla. Á hans tíma var sennilega merkasta bókasafn heims einkabókasafn Aristótelesar, kennara hans.

Þegar á fimmtu öld f.Kr. var orðinn til markaður fyrir bókasölu í Aþenu og hægt að fá þar ódýrar bækur. Eflaust hafa sumir eignast fleiri bækur en aðrir. Til dæmis var harmleikjaskáldið Evripídes sagður hafa viðað að sér mörgum bókum. En enginn virðist hafa áður komið sér upp viðlíka einkabókasafni og Aristóteles, sem var duglegur bókasafnari og sankaði að sér fjölmörgum bókum sem hann nýtti sér meðal annars við rannsóknir sínar. Því miður er ekki til skrá yfir þær bækur sem Aristóteles átti og fjöldi þeirra ekki þekktur.

Eiginlegt bókasafn virðist þó ekki hafa verið til, að minnsta kosti ekkert almenningsbókasafn, þótt sögur segi að harðstjórinn Peisistratos hafi stofnað slíkt safn seint á 6. öld f.Kr. Þau söfn sem áður voru til, svo sem í Austurlöndum nær og í Grikklandi á Mýkenutímanum, eru líklega réttar nefnd skjalasöfn því megnið af því sem þar var að finna var bókhald fyrir hallirnar og önnur opinber skjöl. Þau voru líka ekki ætluð almenningi.

Bókasafnið mikla í Alexandríu var stærsta bókasafn fornaldar. Engum sögum fer þó af neinu bókasafni í persónulegri eigu Alexanders mikla.

Eftir andlát Alexanders mikla árið 323 f.Kr. stofnaði einn eftirmanna hans í Egyptalandi, Ptólemajos I nefndur Sóter (sem þýðir „bjargvættur“), bókasafn í borginni Alexandríu (sem Alexander hafði stofnað og er nefnd eftir honum). Sonur hans, Ptólemajos II Fíladelfos, stækkaði safnið töluvert. Þetta bókasafn, stofnað um árið 300 f.Kr. eða skömmu síðar, er gjarnan kallað bókasafnið mikla í Alexandríu enda stærsta bókasafn fornaldar, þótt hluti af því hafi skemmst í eldi árið 47 f.Kr. Talið er að bókasafnið hafi átt á milli 500 og 700 þúsund bækur þegar það var sem stærst. Því var ætlað að eiga allt sem vert var að lesa og það var opið almenningi.

Bókasafnið var samt líka tengt og þjónaði mennta- eða rannsóknastofnuninni Múseion en þangað reyndu Ptólemajos og niðjar hans að lokka alla helstu vísinda- og fræðimenn síns tíma. Þar störfuðu meðal annarra Eratosþenes, sem tókst að reikna ummál jarðar, Aristarkos frá Samos, sem fyrstur setti fram sólmiðjukenningu, stærðfræðingarnir Evklíð, Pappos og Hipparkos og læknarnir Erasistratos og Herofílos. Einnig störfuðu þar Zenodótos, Kallímakkos, Apolloníos frá Ródos, Aristófanes frá Býzantíon og Aristarkos frá Samóþrake, sem lögðu grunninn að klassískri textafræði og tryggðu varðveislu margra klassískra texta.

Seinna var annað merkilegt bókasafn stofnað í borginni Pergamon og svo urðu til mikilvæg bókasöfn víða annars staðar en sú saga verður ekki rakin í þessu svari.

Heimild og ítarefni:
  • Casson, Lionel. Libraries in the Ancient World (Yale University Press, 2001).

Mynd:

...