Annar Eratosþenes var aþenskur stjórnmálamaður á 5. öld f.Kr. Hann var einn af þrjátíumenningunum svonefndu sem brutust til valda í Aþenu í kjölfar Pelópsskagastríðsins árið 404 f.Kr. og komu á harðstjórn í borginni undir vernd Spörtu. Varðveitt er ræðan Gegn Eratosþenesi eftir ræðuhöfundinn Lýsías sem var flutt um 403-401 f.Kr. eftir að lýðræðinu hafði verið komið á að nýju. Í ræðunni sakar Lýsías Eratosþenes um að hafa fangelsað og drepið bróður sinn Pólemarkos. Ræðan þykir vera ein af bestu ræðum Lýsíasar. Lýsías samdi einnig ræður fyrir aðra menn og ein þeirra ber titilinn Um morðið á Eratosþenesi en sá Eratosþenes sem þar um ræðir er þriðji maðurinn sem hét þessu nafni. Í ræðunni heldur sakborningurinn Evfíletos fram sakleysi sínu enda þótt hann játi fúslega að hann hafi drepið téðan Eratosþenes. Vörn hans byggir á því að hann hafi komið að konu sinni í rúminu með Eratosþenesi en samkvæmt aþenskum lögum var sá seki þá réttdræpur. Fjölskylda Eratosþenesar neitaði því aftur á móti að hann hefði haldið við konu Evfíletosar og höfðaði því mál gegn Evfíletosi fyrir morðið á Eratosþenesi.
Hver var Eratosþenes?
Annar Eratosþenes var aþenskur stjórnmálamaður á 5. öld f.Kr. Hann var einn af þrjátíumenningunum svonefndu sem brutust til valda í Aþenu í kjölfar Pelópsskagastríðsins árið 404 f.Kr. og komu á harðstjórn í borginni undir vernd Spörtu. Varðveitt er ræðan Gegn Eratosþenesi eftir ræðuhöfundinn Lýsías sem var flutt um 403-401 f.Kr. eftir að lýðræðinu hafði verið komið á að nýju. Í ræðunni sakar Lýsías Eratosþenes um að hafa fangelsað og drepið bróður sinn Pólemarkos. Ræðan þykir vera ein af bestu ræðum Lýsíasar. Lýsías samdi einnig ræður fyrir aðra menn og ein þeirra ber titilinn Um morðið á Eratosþenesi en sá Eratosþenes sem þar um ræðir er þriðji maðurinn sem hét þessu nafni. Í ræðunni heldur sakborningurinn Evfíletos fram sakleysi sínu enda þótt hann játi fúslega að hann hafi drepið téðan Eratosþenes. Vörn hans byggir á því að hann hafi komið að konu sinni í rúminu með Eratosþenesi en samkvæmt aþenskum lögum var sá seki þá réttdræpur. Fjölskylda Eratosþenesar neitaði því aftur á móti að hann hefði haldið við konu Evfíletosar og höfðaði því mál gegn Evfíletosi fyrir morðið á Eratosþenesi.
Útgáfudagur
17.4.2008
Spyrjandi
N.N.
Tilvísun
Geir Þ. Þórarinsson. „Hver var Eratosþenes?“ Vísindavefurinn, 17. apríl 2008, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7354.
Geir Þ. Þórarinsson. (2008, 17. apríl). Hver var Eratosþenes? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7354
Geir Þ. Þórarinsson. „Hver var Eratosþenes?“ Vísindavefurinn. 17. apr. 2008. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7354>.