Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Eratosþenes?

Geir Þ. Þórarinsson

Nokkrir menn í fornöld hétu Eratosþenes. Þeirra frægastur er vísinda- og fræðimaðurinn Eratosþenes frá Kýrenu sem var uppi um 285-194 f.Kr. Hann var nemandi gríska skáldsins og fræðimannsins Kallímakkosar og eftirmaður Apollóníosar frá Ródos sem yfirbókavörður bókasafnsins mikla í Alexandríu.

Eratosþenes var gríðarlega fjölhæfur fræðimaður og fékkst meðal annars við bókmenntafræði, heimspeki, sagnfræði, stærðfræði og landafræði auk þess sem hann orti ljóð. Mikilvægustu rit Eratosþenesar voru Tímatalsfræðin, Landafræðin og Um ummál jarðar en ekkert er varðveitt af ritum hans nema tilvitnanir í verkum annarra manna.

Af ljóðum hans er lítið varðveitt en hann samdi meðal annars ljóð um fæðingu Hermesar og dauða skáldsins Hesíódosar. Í bókmenntafræði fjallaði hann einkum um forngríska skopleiki og samdi um þá rit í tólf bindum. Að sögn rómverska sagnaritarans Súetóníusar var hann fyrstur til þess að kalla sig textafræðing (fílologos). Um heimspeki Eratosþenesar er nánast ekkert vitað. Sem sagnfræðingur reyndi hann að komast að öruggum ártölum ýmissa mikilvægra atburða í stjórnmálum. Hann miðaði tímatalið við fall Tróju sem mun hafa verið um 1184 f.Kr. samkvæmt útreikningum hans. Yfirferð hans lauk 323 f.Kr. með dauða Alexanders mikla Hann tók einnig saman lista yfir sigurvegara á Ólympíuleikunum en Forngrikkir miðuðu oft tímatal sitt við Ólympíuleikana.

En Eratosþenes er í dag fyrst og fremst þekktur sem stærðfræðingur og ekki síst fyrir að hafa reiknað ummál jarðar með ágætri nákvæmni. Hann veitti því athygli að þegar sólin var í hvirfilpunkti yfir borginni Sýenu var hún rúmlega 7° eða tæplega 1/50 hluta úr hring sunnar á lofti í Alexandríu, sem var um 800 km norðan við Sýenu. Hann dró þá ályktun að fjarlægðin milli Sýenu og Alexandríu hlyti að vera um það bil 1/50 hluti af ummáli jarðar. Hugsanlega skeikaði Eratosþenesi ekki nema um 1% miðað við nútímamælingar á ummáli jarðar en talan gæti þó hafa verið um 15% stærri en raunverulegt gildi ummáls jarðar. Það fer allt eftir því hversu langt svonefnt skeið var í mælingum Eratosþenesar, en skeið er lengdareining sem miðast við íþróttavelli Forngrikkja). Um þetta má lesa meira í svari Stefáns Inga Valdimarssonar við spurningunni Hvernig fann Eratosþenes ummál jarðar svo nákvæmlega meira en 200 árum fyrir Krist?

Annar Eratosþenes var aþenskur stjórnmálamaður á 5. öld f.Kr. Hann var einn af þrjátíumenningunum svonefndu sem brutust til valda í Aþenu í kjölfar Pelópsskagastríðsins árið 404 f.Kr. og komu á harðstjórn í borginni undir vernd Spörtu. Varðveitt er ræðan Gegn Eratosþenesi eftir ræðuhöfundinn Lýsías sem var flutt um 403-401 f.Kr. eftir að lýðræðinu hafði verið komið á að nýju. Í ræðunni sakar Lýsías Eratosþenes um að hafa fangelsað og drepið bróður sinn Pólemarkos. Ræðan þykir vera ein af bestu ræðum Lýsíasar.

Lýsías samdi einnig ræður fyrir aðra menn og ein þeirra ber titilinn Um morðið á Eratosþenesi en sá Eratosþenes sem þar um ræðir er þriðji maðurinn sem hét þessu nafni. Í ræðunni heldur sakborningurinn Evfíletos fram sakleysi sínu enda þótt hann játi fúslega að hann hafi drepið téðan Eratosþenes. Vörn hans byggir á því að hann hafi komið að konu sinni í rúminu með Eratosþenesi en samkvæmt aþenskum lögum var sá seki þá réttdræpur. Fjölskylda Eratosþenesar neitaði því aftur á móti að hann hefði haldið við konu Evfíletosar og höfðaði því mál gegn Evfíletosi fyrir morðið á Eratosþenesi.

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

17.4.2008

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hver var Eratosþenes?“ Vísindavefurinn, 17. apríl 2008, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7354.

Geir Þ. Þórarinsson. (2008, 17. apríl). Hver var Eratosþenes? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7354

Geir Þ. Þórarinsson. „Hver var Eratosþenes?“ Vísindavefurinn. 17. apr. 2008. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7354>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Eratosþenes?
Nokkrir menn í fornöld hétu Eratosþenes. Þeirra frægastur er vísinda- og fræðimaðurinn Eratosþenes frá Kýrenu sem var uppi um 285-194 f.Kr. Hann var nemandi gríska skáldsins og fræðimannsins Kallímakkosar og eftirmaður Apollóníosar frá Ródos sem yfirbókavörður bókasafnsins mikla í Alexandríu.

Eratosþenes var gríðarlega fjölhæfur fræðimaður og fékkst meðal annars við bókmenntafræði, heimspeki, sagnfræði, stærðfræði og landafræði auk þess sem hann orti ljóð. Mikilvægustu rit Eratosþenesar voru Tímatalsfræðin, Landafræðin og Um ummál jarðar en ekkert er varðveitt af ritum hans nema tilvitnanir í verkum annarra manna.

Af ljóðum hans er lítið varðveitt en hann samdi meðal annars ljóð um fæðingu Hermesar og dauða skáldsins Hesíódosar. Í bókmenntafræði fjallaði hann einkum um forngríska skopleiki og samdi um þá rit í tólf bindum. Að sögn rómverska sagnaritarans Súetóníusar var hann fyrstur til þess að kalla sig textafræðing (fílologos). Um heimspeki Eratosþenesar er nánast ekkert vitað. Sem sagnfræðingur reyndi hann að komast að öruggum ártölum ýmissa mikilvægra atburða í stjórnmálum. Hann miðaði tímatalið við fall Tróju sem mun hafa verið um 1184 f.Kr. samkvæmt útreikningum hans. Yfirferð hans lauk 323 f.Kr. með dauða Alexanders mikla Hann tók einnig saman lista yfir sigurvegara á Ólympíuleikunum en Forngrikkir miðuðu oft tímatal sitt við Ólympíuleikana.

En Eratosþenes er í dag fyrst og fremst þekktur sem stærðfræðingur og ekki síst fyrir að hafa reiknað ummál jarðar með ágætri nákvæmni. Hann veitti því athygli að þegar sólin var í hvirfilpunkti yfir borginni Sýenu var hún rúmlega 7° eða tæplega 1/50 hluta úr hring sunnar á lofti í Alexandríu, sem var um 800 km norðan við Sýenu. Hann dró þá ályktun að fjarlægðin milli Sýenu og Alexandríu hlyti að vera um það bil 1/50 hluti af ummáli jarðar. Hugsanlega skeikaði Eratosþenesi ekki nema um 1% miðað við nútímamælingar á ummáli jarðar en talan gæti þó hafa verið um 15% stærri en raunverulegt gildi ummáls jarðar. Það fer allt eftir því hversu langt svonefnt skeið var í mælingum Eratosþenesar, en skeið er lengdareining sem miðast við íþróttavelli Forngrikkja). Um þetta má lesa meira í svari Stefáns Inga Valdimarssonar við spurningunni Hvernig fann Eratosþenes ummál jarðar svo nákvæmlega meira en 200 árum fyrir Krist?

Annar Eratosþenes var aþenskur stjórnmálamaður á 5. öld f.Kr. Hann var einn af þrjátíumenningunum svonefndu sem brutust til valda í Aþenu í kjölfar Pelópsskagastríðsins árið 404 f.Kr. og komu á harðstjórn í borginni undir vernd Spörtu. Varðveitt er ræðan Gegn Eratosþenesi eftir ræðuhöfundinn Lýsías sem var flutt um 403-401 f.Kr. eftir að lýðræðinu hafði verið komið á að nýju. Í ræðunni sakar Lýsías Eratosþenes um að hafa fangelsað og drepið bróður sinn Pólemarkos. Ræðan þykir vera ein af bestu ræðum Lýsíasar.

Lýsías samdi einnig ræður fyrir aðra menn og ein þeirra ber titilinn Um morðið á Eratosþenesi en sá Eratosþenes sem þar um ræðir er þriðji maðurinn sem hét þessu nafni. Í ræðunni heldur sakborningurinn Evfíletos fram sakleysi sínu enda þótt hann játi fúslega að hann hafi drepið téðan Eratosþenes. Vörn hans byggir á því að hann hafi komið að konu sinni í rúminu með Eratosþenesi en samkvæmt aþenskum lögum var sá seki þá réttdræpur. Fjölskylda Eratosþenesar neitaði því aftur á móti að hann hefði haldið við konu Evfíletosar og höfðaði því mál gegn Evfíletosi fyrir morðið á Eratosþenesi....