Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Hvernig er IP-tala uppbyggð og hvaða upplýsingar felast í henni?

Stefán Þorvarðarson

Internetið byggir á því að senda gögn á milli nettengdra tækja en til að geta gert það þurfa tækin að hafa heimilisfang. IP-tala (e. Internet Protocol address) gegnir hlutverki heimilisfangs á Internetinu fyrir tölvur, netbúnað og önnur nettengd tæki.

IP-tölur geta verið af tvennum toga, annars vegar svokallaðar IPv4-tölur (e. Internet Protocol version 4) og hins vegar IPv6-tölur (e. Internet Protocol version 6); munurinn felst í því hversu stór talan er. Langmesta umferðin á Netinu í dag fer fram með IPv4-tölum en vegna skorts á þeim eru netfyrirtæki að vinna að því að flytja umferð yfir á IPv6-tölur. Sú vinna hefur þegar tekið mörg ár og ekki sér fyrir endann á henni.

IPv4-tala er geymd í 4 bætum í tölvum eða 32 bitum. Hún getur því verið á bilinu 0 til 4294967295 (samtals 232 tölur) en oftast er hún skrifuð á þægilegra formi þar sem búið er að skipta 32 bitunum niður í fjórar 8 bita tölur. IP-talan lítur þá út sem fjórar tölur á bilinu 0 til 255 (samtals 28 tölur) með punkti á milli. Dæmi um IPv4-tölu er 172.16.254.1.

IPv4-tala er geymd í 4 bætum í tölvunni eða 32 bitum.

IPv6-tölur eru mun stærri eða 16 bæti (128 bitar). Þær geta því verið á bilinu 0 til 3,401038 eða samtals 2128 tölur. Við ritun IPv6-tölu er 128 bitunum skipt í átta blokkir af 16 bitum með tvípunkti á milli. Hver blokk af 16 bitum er skrifuð sem tala í sextándakerfinu en ekki í tugakerfinu eins og venjan er með IPv4-tölu. Í sextándakerfinu getur hver tölustafur verið á bilinu 0-15, táknað með stöfunum 0, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, A, B, C, D, E og F á meðan tugakerfið notast við 0-9, táknað með stöfunum 0, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9. Það komast meiri upplýsingar fyrir í hverjum staf í sextándakerfinu og það passar betur við heiminn sem tölvur vinna í. Ákveðið var að nota sextándakerfi fyrir IPv6-tölur til að stytta formið á þeim þegar þær eru skrifaðar niður. Dæmi um IPv6-tölu er 2001:0DB8:AC10:FE01:0:0:0:0 sem má rita sem 2001:0DB8:AC10:FE01::.

Við ritun IPv6-tölu er 128 bitunum skipt í átta blokkir af 16 bitum með tvípunkti á milli.

Hjá netfyrirtækjum, það er fyrirtækjum sem bjóða upp á Internetsamband fyrir aðra notendur, er netbúnaður sem sér um að senda umferð á réttan stað eftir IP-tölunni. Netbúnaðurinn inniheldur reglur sem tryggja að umferðin rati rétta leið miðað við IP-tölurnar sem samskiptin tilheyra. Þessar reglur vinna oftast ekki á einstaka IP-tölum heldur á bunka af IP-tölum í einu.

Internetfyrirtæki fá IP-tölur úthlutaðar frá stofnuninni Internet Assigned Numbers Authority (IANA). Þessi stofnun sér einnig um að úthluta rótarlénum eins og com, net, is og uk. Þegar IANA úthlutar IP-tölum er svokölluðu neti úthlutað en net er bunki af IP-tölum sem byrja allar eins. Internetfyrirtækið skiptir svo IP-tölunum niður á milli viðskiptavina sinna til að gefa þeim Internetsamband. IP-tala getur því sagt til um hjá hvaða Internetfyrirtæki viðkomandi notandi hefur sitt Internetsamband.

Myndir:

Höfundur

tölvunarfræðingur

Útgáfudagur

5.9.2012

Spyrjandi

Guðjón Magnússon

Tilvísun

Stefán Þorvarðarson. „Hvernig er IP-tala uppbyggð og hvaða upplýsingar felast í henni?“ Vísindavefurinn, 5. september 2012. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=25316.

Stefán Þorvarðarson. (2012, 5. september). Hvernig er IP-tala uppbyggð og hvaða upplýsingar felast í henni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=25316

Stefán Þorvarðarson. „Hvernig er IP-tala uppbyggð og hvaða upplýsingar felast í henni?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2012. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=25316>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er IP-tala uppbyggð og hvaða upplýsingar felast í henni?
Internetið byggir á því að senda gögn á milli nettengdra tækja en til að geta gert það þurfa tækin að hafa heimilisfang. IP-tala (e. Internet Protocol address) gegnir hlutverki heimilisfangs á Internetinu fyrir tölvur, netbúnað og önnur nettengd tæki.

IP-tölur geta verið af tvennum toga, annars vegar svokallaðar IPv4-tölur (e. Internet Protocol version 4) og hins vegar IPv6-tölur (e. Internet Protocol version 6); munurinn felst í því hversu stór talan er. Langmesta umferðin á Netinu í dag fer fram með IPv4-tölum en vegna skorts á þeim eru netfyrirtæki að vinna að því að flytja umferð yfir á IPv6-tölur. Sú vinna hefur þegar tekið mörg ár og ekki sér fyrir endann á henni.

IPv4-tala er geymd í 4 bætum í tölvum eða 32 bitum. Hún getur því verið á bilinu 0 til 4294967295 (samtals 232 tölur) en oftast er hún skrifuð á þægilegra formi þar sem búið er að skipta 32 bitunum niður í fjórar 8 bita tölur. IP-talan lítur þá út sem fjórar tölur á bilinu 0 til 255 (samtals 28 tölur) með punkti á milli. Dæmi um IPv4-tölu er 172.16.254.1.

IPv4-tala er geymd í 4 bætum í tölvunni eða 32 bitum.

IPv6-tölur eru mun stærri eða 16 bæti (128 bitar). Þær geta því verið á bilinu 0 til 3,401038 eða samtals 2128 tölur. Við ritun IPv6-tölu er 128 bitunum skipt í átta blokkir af 16 bitum með tvípunkti á milli. Hver blokk af 16 bitum er skrifuð sem tala í sextándakerfinu en ekki í tugakerfinu eins og venjan er með IPv4-tölu. Í sextándakerfinu getur hver tölustafur verið á bilinu 0-15, táknað með stöfunum 0, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, A, B, C, D, E og F á meðan tugakerfið notast við 0-9, táknað með stöfunum 0, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9. Það komast meiri upplýsingar fyrir í hverjum staf í sextándakerfinu og það passar betur við heiminn sem tölvur vinna í. Ákveðið var að nota sextándakerfi fyrir IPv6-tölur til að stytta formið á þeim þegar þær eru skrifaðar niður. Dæmi um IPv6-tölu er 2001:0DB8:AC10:FE01:0:0:0:0 sem má rita sem 2001:0DB8:AC10:FE01::.

Við ritun IPv6-tölu er 128 bitunum skipt í átta blokkir af 16 bitum með tvípunkti á milli.

Hjá netfyrirtækjum, það er fyrirtækjum sem bjóða upp á Internetsamband fyrir aðra notendur, er netbúnaður sem sér um að senda umferð á réttan stað eftir IP-tölunni. Netbúnaðurinn inniheldur reglur sem tryggja að umferðin rati rétta leið miðað við IP-tölurnar sem samskiptin tilheyra. Þessar reglur vinna oftast ekki á einstaka IP-tölum heldur á bunka af IP-tölum í einu.

Internetfyrirtæki fá IP-tölur úthlutaðar frá stofnuninni Internet Assigned Numbers Authority (IANA). Þessi stofnun sér einnig um að úthluta rótarlénum eins og com, net, is og uk. Þegar IANA úthlutar IP-tölum er svokölluðu neti úthlutað en net er bunki af IP-tölum sem byrja allar eins. Internetfyrirtækið skiptir svo IP-tölunum niður á milli viðskiptavina sinna til að gefa þeim Internetsamband. IP-tala getur því sagt til um hjá hvaða Internetfyrirtæki viðkomandi notandi hefur sitt Internetsamband.

Myndir:...