Þessari aðferð var beitt á kortinu hér til hliðar til þess að finna fjarlægðina á milli Íslands og Evrópu. Í spurningunni var spurt um meginland Evrópu. Það kann að vera misjafnt hvaða skilning fólk leggur í hugtakið “meginland” í þessu samhengi, stundum á “meginland Evrópu” við um heimsálfuna alla að eyjum undanskildum, en aðrir vilja undanskilja Skandinavíuskagann eða jafnvel Norðurlöndin öll, þar með talda Danmörku, þegar talað er um meginlandið. Því eru hér kannaðir þrír möguleikar.
Ef meginland Evrópu er öll álfan að eyjum undanskildum þá er Noregur það land Evrópu sem er næst Íslandi en stysta leið þangað er um það bil 970 km. Ef Skandinavíuskaganum er sleppt, þá er styst að fara til Danmerkur en þangað eru eitthvað um 1480 km. Ef Danmörk á hins vegar ekki að teljast með þá væri fyrst komið að landi í Hollandi ef fara ætti stystu leið frá Íslandi til Evrópu og er sú veglengd um það bil 1680 km. Ísland er því mun nær Evrópu en norðurpólnum.
Að lokum má geta þess að það er mun styttra til Skotlands frá Íslandi en til Noregs, en Skotland telst vitanlega ekki til meginlands Evrópu.
Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum? eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur
- Á hvaða breiddargráðu er Ísland? eftir Þ.V.
Í heild sinni hljóðaðið spurningin svona:
Er Ísland nær norðurpólnum eða meginlandi Evrópu (að undanskildu Stóra-Bretlandi)? Stysta mögulega vegalengd.Hér er einnig svarað spurninunni:
Hvað er langt frá Íslandi á Norðurpólinn?