Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða krabbar eru algengir í fjörum landsins?

Jón Már Halldórsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég er að safna kröbbum og mig langar að vita á hverju þeir lifa. Ég fann þá undir steinum í fjörunni heima hjá mér.
Af stórum tífættum kröbbum (decapoda) er algengast að rekast á bogkrabba (Carcinus menas) í fjörunni en einnig sjást þar trjónukrabbar (Hyas araneus) og kuðungakrabbi (Pagurus bernardus).



Trjónukrabbinn þekkist á skildi sem mjókkar fram í trjónu og af því dregur hann nafn sitt. Trjónukrabbar eru nokkuð stórir. Skjöldur karldýra getur orðið 8 cm langur og rúmir 6 cm hjá kvendýrum. Trjónukrabbar eru rándýr og éta allt úr dýraríkinu sem þeir ráða við. Þeir eru einnig hræætur og auðvelt er að lokka þá í gildru ef beitt er fiskúrgangi.

Bogkrabbinn, sem stundum er nefndur strandkrabbi, er af svipaðri stærð og trjónukrabbi. Hann þekkist á bogadregnum skildi sem er breiðastur að framan. Hann er einnig rándýr og hrææta og étur allt sem kló á festir. Hann lifir neðarlega í fjörunni þar sem hitastig er hentugra fyrir hann en á veturna leitar hann dýpra niður í sjóinn.

Kuðungakrabbinn er stundum nefndur einbúakrabbi. Hann heldur sig vanalega inni í kuðungi, þar sem hann leitar skjóls fyrir afræningjum. Fullorðnir krabbar velja sér oftast kuðunga beitukóngsins en minni krabbar koma sér fyrir í kuðungum smærri tegunda eins og þangdoppunnar. Þegar þeir stækka skipta þeir um kuðunga. Líkt og gildir um hinar tegundirnar eru þeir rándýr og hræætur.


Myndirnar eru fengnar af vefsetri Reykjavíkurhafnar og Csiro Marine Research

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.9.2002

Spyrjandi

Símon Sævarsson, f. 1992

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða krabbar eru algengir í fjörum landsins?“ Vísindavefurinn, 16. september 2002, sótt 12. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2684.

Jón Már Halldórsson. (2002, 16. september). Hvaða krabbar eru algengir í fjörum landsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2684

Jón Már Halldórsson. „Hvaða krabbar eru algengir í fjörum landsins?“ Vísindavefurinn. 16. sep. 2002. Vefsíða. 12. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2684>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða krabbar eru algengir í fjörum landsins?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég er að safna kröbbum og mig langar að vita á hverju þeir lifa. Ég fann þá undir steinum í fjörunni heima hjá mér.
Af stórum tífættum kröbbum (decapoda) er algengast að rekast á bogkrabba (Carcinus menas) í fjörunni en einnig sjást þar trjónukrabbar (Hyas araneus) og kuðungakrabbi (Pagurus bernardus).



Trjónukrabbinn þekkist á skildi sem mjókkar fram í trjónu og af því dregur hann nafn sitt. Trjónukrabbar eru nokkuð stórir. Skjöldur karldýra getur orðið 8 cm langur og rúmir 6 cm hjá kvendýrum. Trjónukrabbar eru rándýr og éta allt úr dýraríkinu sem þeir ráða við. Þeir eru einnig hræætur og auðvelt er að lokka þá í gildru ef beitt er fiskúrgangi.

Bogkrabbinn, sem stundum er nefndur strandkrabbi, er af svipaðri stærð og trjónukrabbi. Hann þekkist á bogadregnum skildi sem er breiðastur að framan. Hann er einnig rándýr og hrææta og étur allt sem kló á festir. Hann lifir neðarlega í fjörunni þar sem hitastig er hentugra fyrir hann en á veturna leitar hann dýpra niður í sjóinn.

Kuðungakrabbinn er stundum nefndur einbúakrabbi. Hann heldur sig vanalega inni í kuðungi, þar sem hann leitar skjóls fyrir afræningjum. Fullorðnir krabbar velja sér oftast kuðunga beitukóngsins en minni krabbar koma sér fyrir í kuðungum smærri tegunda eins og þangdoppunnar. Þegar þeir stækka skipta þeir um kuðunga. Líkt og gildir um hinar tegundirnar eru þeir rándýr og hræætur.


Myndirnar eru fengnar af vefsetri Reykjavíkurhafnar og Csiro Marine Research

...