Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

doktor.is

Hvað éta krabbar annað en rækjur?

Þegar fólk talar um krabba á það yfirleitt við tífætta krabba (decapoda) en innan þeirra eru algengar tegundir hér við land eins og trjónukrabbi (Hyas araneus) og bogkrabbi (Carcinus maenas) auk þess sem rækjur og humrar teljast til þessa flokks.Bogkrabbi (Carcinus maenas). Með því að smella hér má sjá myndskeið af bogkrabba að næra sig.

Krabbar, eins og trjónukrabbi og bogkrabbi, eru rándýr sem éta önnur fjörudýr svo sem skelfisk, burstaorma og smærri krabbadýr. Krabbar eru einnig hræætur (líkt og rækjur) og leggjast á dauð dýr á sjávarbotninum. Krabbar éta því ýmislegt annað en rækjur, og líklega eru þær ekki stór hluti af fæðu þeirra.

Mynd:
  • FaroeNature. Ljósmyndari: Rodmund á Kelduni. Sótt 6. 8. 2009

Útgáfudagur

6.8.2009

Spyrjandi

Kolbeinn Vormsson

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta krabbar annað en rækjur?“ Vísindavefurinn, 6. ágúst 2009. Sótt 19. febrúar 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=52867.

Jón Már Halldórsson. (2009, 6. ágúst). Hvað éta krabbar annað en rækjur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52867

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta krabbar annað en rækjur?“ Vísindavefurinn. 6. ágú. 2009. Vefsíða. 19. feb. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52867>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Kristín Loftsdóttir

1968

Kristín Loftsdóttir er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa snúið að fjölþættum viðfangsefnum svo sem fordómum, arfleifð nýlendutímans í samtímanum, hvítleika-hugmyndum, aðstæðum vegabréfslausra farandverkamanna og tengslum kreppu og þjóðernislegra sjálfsmynda svo eitthvað sé nefnt.