Sólin Sólin Rís 07:18 • sest 19:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:02 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:27 • Síðdegis: 15:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:45 • Síðdegis: 21:46 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um kóngakrabba?

Jón Már Halldórsson

Kóngakrabbinn (Paralithodes camtschaticus) nefnist á ensku ‘king crab’ eða ‘kamtchatka crab’ eftir aðalheimkynnum hans í Okhotsk-hafi. Kóngakrabbinn er einnig algengur í kringum Alaska, á Beringssundi og undan eyjum í norðanverðu Kyrrahafinu.

Kóngakrabbi (Paralithodes camtschaticus).

Kóngakrabbinn þykir herramannsmatur og er töluvert veiddur. Á sjöunda áratug síðustu aldar var kóngakrabba sleppt í Barentshaf til að koma upp nýtanlegum stofni í rússneskri landhelgi. Það leiddi til þess að krabbinn dreifðist vestur á bóginn meðfram stönd Noregs og hefur hann hugsanlega valdið mikilli röskun á vistkerfinu við strendur Noregs og Rússlands. Norsk fiskiskip hafa í vaxandi mæli fengið krabbann í veiðarfæri sem hliðarafla. Árið 2000 veiddust til að mynda rúmlega 28 þúsund krabbar. Meginveiðisvæði bandaríska fiskveiðiflotans eru á Beringssundi og undan ströndum SA-Alaska.

Kóngakrabbar halda sig yfirleitt á talsverðu dýpi en á mökunartímanum koma þeir upp í fjörur. Þá er hægt að finna þá á þriggja metra dýpi en annars eru þeir vanalega á 150-350 metra dýpi.

Krabbarnir eru nokkuð stórir eins og nafn þeirra bendir til. Þyngstu krabbarnir eru rúmlega 10 kg. Krabbarnir eru rauðbrúnir og stundum bleikir á lit. Þeir eru alsettir stórum göddum.

Kjöraðstæður fullorðinna krabba er leðju- eða sandbotn og helsta fæða þeirra er ýmsir botnlægir sjávarhryggleysingjar, svo sem ígulker, sæstjörnur, samlokur og hrúðukarlar.

Blái kóngakrabbinn (Paralithodes platypus) er náskyldur ættingi kóngakrabbans. Hann er einnig nýttur undan ströndum Alaska. Blái kóngakrabbinn verður ekki jafn stór og kóngakrabbinn.

Heimildir og mynd
  • Barnes, Robert D.: 1987. Invertebrate Zoology. Saunders College Publishing, Philadelphia.
  • Savinov, Mikhail: 1999. The Barents Sea Red King Crab Stock: History, Assessment, Management, and Future Perspective. Norwegian College of Fishery Science, University of Tromso, Norway.
  • Mynd: Redkingcrab.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 19.10.2021).

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.10.2002

Spyrjandi

Örn Hilmisson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um kóngakrabba?“ Vísindavefurinn, 10. október 2002. Sótt 25. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2775.

Jón Már Halldórsson. (2002, 10. október). Hvað getið þið sagt mér um kóngakrabba? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2775

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um kóngakrabba?“ Vísindavefurinn. 10. okt. 2002. Vefsíða. 25. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2775>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um kóngakrabba?
Kóngakrabbinn (Paralithodes camtschaticus) nefnist á ensku ‘king crab’ eða ‘kamtchatka crab’ eftir aðalheimkynnum hans í Okhotsk-hafi. Kóngakrabbinn er einnig algengur í kringum Alaska, á Beringssundi og undan eyjum í norðanverðu Kyrrahafinu.

Kóngakrabbi (Paralithodes camtschaticus).

Kóngakrabbinn þykir herramannsmatur og er töluvert veiddur. Á sjöunda áratug síðustu aldar var kóngakrabba sleppt í Barentshaf til að koma upp nýtanlegum stofni í rússneskri landhelgi. Það leiddi til þess að krabbinn dreifðist vestur á bóginn meðfram stönd Noregs og hefur hann hugsanlega valdið mikilli röskun á vistkerfinu við strendur Noregs og Rússlands. Norsk fiskiskip hafa í vaxandi mæli fengið krabbann í veiðarfæri sem hliðarafla. Árið 2000 veiddust til að mynda rúmlega 28 þúsund krabbar. Meginveiðisvæði bandaríska fiskveiðiflotans eru á Beringssundi og undan ströndum SA-Alaska.

Kóngakrabbar halda sig yfirleitt á talsverðu dýpi en á mökunartímanum koma þeir upp í fjörur. Þá er hægt að finna þá á þriggja metra dýpi en annars eru þeir vanalega á 150-350 metra dýpi.

Krabbarnir eru nokkuð stórir eins og nafn þeirra bendir til. Þyngstu krabbarnir eru rúmlega 10 kg. Krabbarnir eru rauðbrúnir og stundum bleikir á lit. Þeir eru alsettir stórum göddum.

Kjöraðstæður fullorðinna krabba er leðju- eða sandbotn og helsta fæða þeirra er ýmsir botnlægir sjávarhryggleysingjar, svo sem ígulker, sæstjörnur, samlokur og hrúðukarlar.

Blái kóngakrabbinn (Paralithodes platypus) er náskyldur ættingi kóngakrabbans. Hann er einnig nýttur undan ströndum Alaska. Blái kóngakrabbinn verður ekki jafn stór og kóngakrabbinn.

Heimildir og mynd
  • Barnes, Robert D.: 1987. Invertebrate Zoology. Saunders College Publishing, Philadelphia.
  • Savinov, Mikhail: 1999. The Barents Sea Red King Crab Stock: History, Assessment, Management, and Future Perspective. Norwegian College of Fishery Science, University of Tromso, Norway.
  • Mynd: Redkingcrab.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 19.10.2021).
...