Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um grjótkrabba?

Óskar Sindri Gíslason og Halldór Pálmar Halldórsson

Grjótkrabbi (Cancer irroratus) er norðuramerísk krabbategund með náttúrulega útbreiðslu frá S-Karólínu norður til Labrador. Hann er tiltölulega stór krabbategund sem getur orðið allt að 15 cm að skjaldarbreidd. Hann nýtir sér búsvæði frá fjöru og niður á allt að 750 metra dýpi. Fullorðnir einstaklingar hafa mjög vítt hitaþol og hafa þeir fundist á hitabilinu 0-32°C en eru algengastir á hitabilinu 4-14°C. Auk þess hafa þeir víð seltuþolmörk, en seltugildið má vera frá 8,5‰ (prómill eða þúsundustu partar) upp í 65‰.

Grjótkrabbi er alæta og samanstendur fæða hans meðal annars af fiskum, krabbadýrum, burstaormum, samlokum, krossfiskum og ígulkerjum. Töluverður stærðarmunur er á kynjunum, en karldýrin verða stærst 14-15 cm að skjaldarbreidd en kvendýrin sjaldan stærri en 10-11 cm. Kvendýrin verða að jafnaði kynþroska 5,5-6 cm en karldýrin heldur stærri eða um 7 cm. Mökun og frjóvgun eggja á sér stað á haustin. Kvendýrin bera frjóvguðu eggin álímd afturbolsfótum fram að klaki næsta vor eða í allt að 10 mánuði. Þann tíma sem kvendýrin bera egg láta þau lítið fyrir sér fara og eru að mestu niðurgrafin í sjávarbotninn. Nýfrjóvguð egg eru ljósappelsínugul að lit en dekkjast með tímanum og verða brún- eða svargrá þegar komið er að klaki. Frjósemi fer eftir stærð dýranna og getur til dæmis 9 cm breitt kvendýr verið með um 330.000 egg. Fósturþroskun lirfanna á sér stað í eggjunum og úr þeim klekjast fullþroska zoea-lirfur. Sviflæg lirfustig krabbans eru sex, það er fimm zoea-stig auk megalopa-stigs, sem er millistig sviflægrar lirfu og botnlægs krabba. Klak lirfanna á sér stað á tímabilinu frá maí og fram í október.

Mismunandi lirfustig grjótkrabba.

Grjótkrabbi fannst í fyrsta sinn við Ísland í ágúst árið 2006. Það var Pálmi Dungal frístundakafari sem varð fyrstur var við þennan nýja landnema í Hvalfirði en miðað við stærð einstaklinga sem þá fundust hefur landnám átt sér stað að minnsta kosti 7-8 árum áður. Grjótkrabbinn er algengur í Hvalfirði og hefur auk þess fundist nokkuð víða við vestanvert landið. Áður var útbreiðsla krabbans aðeins þekkt við austurströnd N-Ameríku og er Ísland því nyrsti og jafnframt eini þekkti fundarstaður krabbans í Evrópu til þessa. Talið er líklegast að tegundin hafi borist hingað til lands á lirfustigi í kjölfestuvatni skipa. Far með náttúrulegum hætti er nánast óhugsandi þar sem hafsvæðið milli Íslands og Kanada er mikil hindrun, bæði dýptar sinnar vegna og straumfræðilega.

Karldýrið heldur kvendýrinu undir sér við mökun.

Líklegt er að sú hlýnun sem orðið hefur hér við land á síðastliðnum árum hafi haft töluverð áhrif á útbreiðslu og viðgang krabbans hér við land, en sjávarhiti við Suðvestur- og Vesturland er nú svipaður og þar sem grjótkrabbi er hvað algengastur í N-Ameríku (4-14°C). Lág tíðni kvendýra í tilraunaveiðum hér við land er forvitnileg en er þó svipuð því sem fundist hefur í Kanada, þar sem svæðisbundið eru ákaflega fá kvendýr í afla. Tilvist kvendýra með egg og mikið magn lirfa í svifi sýnir ótvírætt að krabbinn er farinn að fjölga sér á Íslandsmiðum. Miðað við aðrar algengar krabbategundir í Hvalfirði, eins og bogkrabba (Carcinus maenas) og trjónukrabba (Hyas araneus) sem eru í samkeppni við grjótkrabba um fæðu og búsvæði, þá er grjótkrabbinn ráðandi hvort sem litið er til fullorðinna einstaklinga eða lirfa í svifi.

Í N-Ameríku er grjótkrabbi nytjategund og hafa atvinnuveiðar verið stundaðar á honum frá árinu 1974. Áhugi á tegundinni hefur aukist töluvert á síðustu tveimur áratugum og eru veiðar nú stundaðar frá Maine í Bandaríkjunum að Nýfundnalandi í Kanada. Jákvæð efnahagsleg áhrif gætu því skapast af landnámi grjótkrabbans hér við land. Eins er mögulegt að krabbinn muni hafa neikvæð áhrif því hann er tiltölulega stór og með fremur ósérhæft fæðuval. Aðrar krabbategundir og íslenskir nytjastofnar, svo sem samlokur og ígulker, gætu því hæglega orðið fyrir neikvæðum áhrifum af hans völdum en það mun tíminn einn leiða í ljós.

Kvendýr með þroskuð egg.

Sjá nánar:

Myndir:
  • Óskar Sindri Gíslason: Myndir af lirfustigi grjótkrabba og mökun grjótkrabba.
  • Halldór Pálmar Halldórsson: Mynd af kvendýri með þroskuð egg.

Höfundar

sjávarlíffræðingur og starfsmaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum

Halldór Pálmar Halldórsson

líffræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum

Útgáfudagur

27.6.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Óskar Sindri Gíslason og Halldór Pálmar Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um grjótkrabba?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2011. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=60102.

Óskar Sindri Gíslason og Halldór Pálmar Halldórsson. (2011, 27. júní). Hvað getið þið sagt mér um grjótkrabba? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60102

Óskar Sindri Gíslason og Halldór Pálmar Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um grjótkrabba?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2011. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60102>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um grjótkrabba?
Grjótkrabbi (Cancer irroratus) er norðuramerísk krabbategund með náttúrulega útbreiðslu frá S-Karólínu norður til Labrador. Hann er tiltölulega stór krabbategund sem getur orðið allt að 15 cm að skjaldarbreidd. Hann nýtir sér búsvæði frá fjöru og niður á allt að 750 metra dýpi. Fullorðnir einstaklingar hafa mjög vítt hitaþol og hafa þeir fundist á hitabilinu 0-32°C en eru algengastir á hitabilinu 4-14°C. Auk þess hafa þeir víð seltuþolmörk, en seltugildið má vera frá 8,5‰ (prómill eða þúsundustu partar) upp í 65‰.

Grjótkrabbi er alæta og samanstendur fæða hans meðal annars af fiskum, krabbadýrum, burstaormum, samlokum, krossfiskum og ígulkerjum. Töluverður stærðarmunur er á kynjunum, en karldýrin verða stærst 14-15 cm að skjaldarbreidd en kvendýrin sjaldan stærri en 10-11 cm. Kvendýrin verða að jafnaði kynþroska 5,5-6 cm en karldýrin heldur stærri eða um 7 cm. Mökun og frjóvgun eggja á sér stað á haustin. Kvendýrin bera frjóvguðu eggin álímd afturbolsfótum fram að klaki næsta vor eða í allt að 10 mánuði. Þann tíma sem kvendýrin bera egg láta þau lítið fyrir sér fara og eru að mestu niðurgrafin í sjávarbotninn. Nýfrjóvguð egg eru ljósappelsínugul að lit en dekkjast með tímanum og verða brún- eða svargrá þegar komið er að klaki. Frjósemi fer eftir stærð dýranna og getur til dæmis 9 cm breitt kvendýr verið með um 330.000 egg. Fósturþroskun lirfanna á sér stað í eggjunum og úr þeim klekjast fullþroska zoea-lirfur. Sviflæg lirfustig krabbans eru sex, það er fimm zoea-stig auk megalopa-stigs, sem er millistig sviflægrar lirfu og botnlægs krabba. Klak lirfanna á sér stað á tímabilinu frá maí og fram í október.

Mismunandi lirfustig grjótkrabba.

Grjótkrabbi fannst í fyrsta sinn við Ísland í ágúst árið 2006. Það var Pálmi Dungal frístundakafari sem varð fyrstur var við þennan nýja landnema í Hvalfirði en miðað við stærð einstaklinga sem þá fundust hefur landnám átt sér stað að minnsta kosti 7-8 árum áður. Grjótkrabbinn er algengur í Hvalfirði og hefur auk þess fundist nokkuð víða við vestanvert landið. Áður var útbreiðsla krabbans aðeins þekkt við austurströnd N-Ameríku og er Ísland því nyrsti og jafnframt eini þekkti fundarstaður krabbans í Evrópu til þessa. Talið er líklegast að tegundin hafi borist hingað til lands á lirfustigi í kjölfestuvatni skipa. Far með náttúrulegum hætti er nánast óhugsandi þar sem hafsvæðið milli Íslands og Kanada er mikil hindrun, bæði dýptar sinnar vegna og straumfræðilega.

Karldýrið heldur kvendýrinu undir sér við mökun.

Líklegt er að sú hlýnun sem orðið hefur hér við land á síðastliðnum árum hafi haft töluverð áhrif á útbreiðslu og viðgang krabbans hér við land, en sjávarhiti við Suðvestur- og Vesturland er nú svipaður og þar sem grjótkrabbi er hvað algengastur í N-Ameríku (4-14°C). Lág tíðni kvendýra í tilraunaveiðum hér við land er forvitnileg en er þó svipuð því sem fundist hefur í Kanada, þar sem svæðisbundið eru ákaflega fá kvendýr í afla. Tilvist kvendýra með egg og mikið magn lirfa í svifi sýnir ótvírætt að krabbinn er farinn að fjölga sér á Íslandsmiðum. Miðað við aðrar algengar krabbategundir í Hvalfirði, eins og bogkrabba (Carcinus maenas) og trjónukrabba (Hyas araneus) sem eru í samkeppni við grjótkrabba um fæðu og búsvæði, þá er grjótkrabbinn ráðandi hvort sem litið er til fullorðinna einstaklinga eða lirfa í svifi.

Í N-Ameríku er grjótkrabbi nytjategund og hafa atvinnuveiðar verið stundaðar á honum frá árinu 1974. Áhugi á tegundinni hefur aukist töluvert á síðustu tveimur áratugum og eru veiðar nú stundaðar frá Maine í Bandaríkjunum að Nýfundnalandi í Kanada. Jákvæð efnahagsleg áhrif gætu því skapast af landnámi grjótkrabbans hér við land. Eins er mögulegt að krabbinn muni hafa neikvæð áhrif því hann er tiltölulega stór og með fremur ósérhæft fæðuval. Aðrar krabbategundir og íslenskir nytjastofnar, svo sem samlokur og ígulker, gætu því hæglega orðið fyrir neikvæðum áhrifum af hans völdum en það mun tíminn einn leiða í ljós.

Kvendýr með þroskuð egg.

Sjá nánar:

Myndir:
  • Óskar Sindri Gíslason: Myndir af lirfustigi grjótkrabba og mökun grjótkrabba.
  • Halldór Pálmar Halldórsson: Mynd af kvendýri með þroskuð egg.
...