Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvernig geta krabbar andað bæði í sjó og á landi?

Halldór Pálmar Halldórsson

Í fullri lengd hljóðaði spurningin svona:
Spurning mín er: Krabbar sem lifa í sjó og nærast á botninum í sínum heimkynnum veiðast stundum af slysni og koma úr sjó með öðrum afla. Sumar tegundir geta lifað jafnvel á 350 metra dýpi en aðrar tegundir krabba þrífast á þurru landi. Hvernig fer öndun þeirra fram? Hvernig vinna þeir vinna súrefni fyrir líkamann? Anda þeir í gegnum húð (skel) tálkn eða lungu?

Krabbar anda með tálknum líkt og fiskar og í raun flestar aðrar dýrategundir í sjó. Upptaka súrefnis úr sjó og útskilnaður koltvísýrings (CO2, einnig nefnt koltvíildi) úr líkama dýranna fer fram í tálknunum þannig að segja má að þau gegni sama hlutverki og lungun í okkur mönnunum. Tálkn krabbadýra einkennast af mörgum blöðkum eða tálknaplötum og fara loftskiptin þar fram um blóðrás dýranna. Súrefni er því flutt yfir í blóðið í tálknunum og koltvísýringur jafnhliða skilinn út og í sjóinn. Þetta er þó ekki algilt þar sem sum krabbadýr eru agnarsmá, hafa ekki eiginleg tálkn og flytja þá súrefni úr sjónum yfir í líkamsvefi sína með beinu flæði (e. diffusion).

Grjótkrabbi (Cancer irroratus). Bakskjöldur krabbans hefur verið fjarlægður og sjá má appelsínugul tálknin sitt hvoru megin við miðju búksins.

Hjá tífættum krabbadýrum (decapoda) eru tálknin í tálknaholi undir bakskildinum. Tífættir krabbar eru þeir sem við tölum stundum um sem eiginlega krabba líkt og bogkrabbi, trjónukrabbi og grjótkrabbi sem finnast hér við land. Sem fyrr segir flæðir sjórinn um tálknin og hafa þeir nokkurs konar flipa eða anga framarlega í tálknaholinu sem þeir hreyfa og nota þannig til að draga inn sjó og viðahalda streymi nýs og súrefnisríks sjávar um tálknin. Sjórinn kemur inn í tálknaholið við neðri brún bakskjaldarins og fer svo aftur út að framanverðu nærri munninum eftir loftskiptin í tálknunum.

Tálkn grjótkrabbans eru hér sýnd þegar búið er að rétta úr hverjum tálknageira á vinstri hlið krabbans og er breiðari endi tálknanna fastur við búkinn. Undir bakskildinum á lifandi kröbbum liggja tálknin þétt að búknum eins sést á hægri hliðinni.

Sumar tegundir krabba hafa aðlagast lífi á landi eða geta í það minnsta verið lengi ofansjávar. Hjá þeim tegundum felst munurinn fyrst og fremst í líkamsbyggingu þeirra og getu blóðvökvans til að binda og flytja súrefni. Tálkn slíkra krabba eru frábrugðin og betur varin í aflokaðri hólfum í samanburði við krabba sem eru háðari lífi í sjó og vatni. Tálknin geta þannig haldist rök í langan tíma og hafa þessir krabbar jafnframt meiri getu til að vinna súrefni úr lofti. Tálknin þurfa þó ávallt að vera rök. Áhugaverð dæmi um slíka krabba eru tegundir af ættkvíslum Scopimera og Dotilla (e. Sand bubbler crabs) en það eru afar litlir krabbar eða um 1 cm að skjaldarbreidd, sem lifa í holum sem þeir grafa í sandfjörum. Á flóði loka þeir holunum með sandi og hafa hjá sér loft og raka til öndunar en þegar sjórinn fellur aftur frá fara þeir á stjá til fæðuöflunar. Þessir krabbar eru því ekki á kafi í sjó heldur nýta þeir sér rakt loftið til öndunar.

Hluti af einum tálknageira grjótkrabba (20-föld stækkun). Tálknablöðkur skipta þúsundum í hverjum krabba og má greina þær sem lóðréttar línur á myndinni.

Kókoshnetukrabbinn (Birgus lato), sem er stærsta liðdýr sem finnst á landi og getur orðið um 4 kg og náð um einum metra á milli ystu lappaenda, ásamt um 15 tegundum einbúakrabba (e. hermit crabs) eru sjávardýr á lirfustigi en algerir landkrabbar á fullorðinsstigi. Þessir krabbar hafa mjög sérhæfð tálkn eða nokkurs konar lungu til öndunar en það sama gildir þó um þá að þeir verða að halda tálknum sínum rökum en geta þó jafnframt drukknað á kafi í sjó eða vatni.

Heimildir og myndir:

  • Farrelly, C.A. & Greenaway, P. 2005. The morphology and vasculature of the respiratory organs of terrestrial hermit crabs (Coenobita and Birgus): gills, branchiostegal lungs and abdominal lungs. Arthropod Structure & Development. 34: 63–87.
  • O´Mahoney, P.M. & Full, R.J. 1984. Respiration of crabs in air and water. Comparative Biochemestry and Physiology. 79: 275–282.
  • Myndir: Halldór Pálmar Halldórsson.

Höfundur

Halldór Pálmar Halldórsson

líffræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum

Útgáfudagur

3.11.2021

Spyrjandi

Sæmundur Kristinn

Tilvísun

Halldór Pálmar Halldórsson. „Hvernig geta krabbar andað bæði í sjó og á landi?“ Vísindavefurinn, 3. nóvember 2021. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=82285.

Halldór Pálmar Halldórsson. (2021, 3. nóvember). Hvernig geta krabbar andað bæði í sjó og á landi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=82285

Halldór Pálmar Halldórsson. „Hvernig geta krabbar andað bæði í sjó og á landi?“ Vísindavefurinn. 3. nóv. 2021. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=82285>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig geta krabbar andað bæði í sjó og á landi?
Í fullri lengd hljóðaði spurningin svona:

Spurning mín er: Krabbar sem lifa í sjó og nærast á botninum í sínum heimkynnum veiðast stundum af slysni og koma úr sjó með öðrum afla. Sumar tegundir geta lifað jafnvel á 350 metra dýpi en aðrar tegundir krabba þrífast á þurru landi. Hvernig fer öndun þeirra fram? Hvernig vinna þeir vinna súrefni fyrir líkamann? Anda þeir í gegnum húð (skel) tálkn eða lungu?

Krabbar anda með tálknum líkt og fiskar og í raun flestar aðrar dýrategundir í sjó. Upptaka súrefnis úr sjó og útskilnaður koltvísýrings (CO2, einnig nefnt koltvíildi) úr líkama dýranna fer fram í tálknunum þannig að segja má að þau gegni sama hlutverki og lungun í okkur mönnunum. Tálkn krabbadýra einkennast af mörgum blöðkum eða tálknaplötum og fara loftskiptin þar fram um blóðrás dýranna. Súrefni er því flutt yfir í blóðið í tálknunum og koltvísýringur jafnhliða skilinn út og í sjóinn. Þetta er þó ekki algilt þar sem sum krabbadýr eru agnarsmá, hafa ekki eiginleg tálkn og flytja þá súrefni úr sjónum yfir í líkamsvefi sína með beinu flæði (e. diffusion).

Grjótkrabbi (Cancer irroratus). Bakskjöldur krabbans hefur verið fjarlægður og sjá má appelsínugul tálknin sitt hvoru megin við miðju búksins.

Hjá tífættum krabbadýrum (decapoda) eru tálknin í tálknaholi undir bakskildinum. Tífættir krabbar eru þeir sem við tölum stundum um sem eiginlega krabba líkt og bogkrabbi, trjónukrabbi og grjótkrabbi sem finnast hér við land. Sem fyrr segir flæðir sjórinn um tálknin og hafa þeir nokkurs konar flipa eða anga framarlega í tálknaholinu sem þeir hreyfa og nota þannig til að draga inn sjó og viðahalda streymi nýs og súrefnisríks sjávar um tálknin. Sjórinn kemur inn í tálknaholið við neðri brún bakskjaldarins og fer svo aftur út að framanverðu nærri munninum eftir loftskiptin í tálknunum.

Tálkn grjótkrabbans eru hér sýnd þegar búið er að rétta úr hverjum tálknageira á vinstri hlið krabbans og er breiðari endi tálknanna fastur við búkinn. Undir bakskildinum á lifandi kröbbum liggja tálknin þétt að búknum eins sést á hægri hliðinni.

Sumar tegundir krabba hafa aðlagast lífi á landi eða geta í það minnsta verið lengi ofansjávar. Hjá þeim tegundum felst munurinn fyrst og fremst í líkamsbyggingu þeirra og getu blóðvökvans til að binda og flytja súrefni. Tálkn slíkra krabba eru frábrugðin og betur varin í aflokaðri hólfum í samanburði við krabba sem eru háðari lífi í sjó og vatni. Tálknin geta þannig haldist rök í langan tíma og hafa þessir krabbar jafnframt meiri getu til að vinna súrefni úr lofti. Tálknin þurfa þó ávallt að vera rök. Áhugaverð dæmi um slíka krabba eru tegundir af ættkvíslum Scopimera og Dotilla (e. Sand bubbler crabs) en það eru afar litlir krabbar eða um 1 cm að skjaldarbreidd, sem lifa í holum sem þeir grafa í sandfjörum. Á flóði loka þeir holunum með sandi og hafa hjá sér loft og raka til öndunar en þegar sjórinn fellur aftur frá fara þeir á stjá til fæðuöflunar. Þessir krabbar eru því ekki á kafi í sjó heldur nýta þeir sér rakt loftið til öndunar.

Hluti af einum tálknageira grjótkrabba (20-föld stækkun). Tálknablöðkur skipta þúsundum í hverjum krabba og má greina þær sem lóðréttar línur á myndinni.

Kókoshnetukrabbinn (Birgus lato), sem er stærsta liðdýr sem finnst á landi og getur orðið um 4 kg og náð um einum metra á milli ystu lappaenda, ásamt um 15 tegundum einbúakrabba (e. hermit crabs) eru sjávardýr á lirfustigi en algerir landkrabbar á fullorðinsstigi. Þessir krabbar hafa mjög sérhæfð tálkn eða nokkurs konar lungu til öndunar en það sama gildir þó um þá að þeir verða að halda tálknum sínum rökum en geta þó jafnframt drukknað á kafi í sjó eða vatni.

Heimildir og myndir:

  • Farrelly, C.A. & Greenaway, P. 2005. The morphology and vasculature of the respiratory organs of terrestrial hermit crabs (Coenobita and Birgus): gills, branchiostegal lungs and abdominal lungs. Arthropod Structure & Development. 34: 63–87.
  • O´Mahoney, P.M. & Full, R.J. 1984. Respiration of crabs in air and water. Comparative Biochemestry and Physiology. 79: 275–282.
  • Myndir: Halldór Pálmar Halldórsson.

...