
Á heimasíðu Seðlabanka Íslands má finna upplýsingar um magn seðla og myntar í umferð. Þar kemur meðal annars fram að í desember árið 2000 voru um 700 milljón krónur í umferð í 500 króna seðlum á Íslandi, en þessar tölur breytast nokkuð með tímanum. Þetta samsvarar um 1,4 milljónum seðla.
Af seðlum eru 1000 króna seðlar flestir eða um 1,8 milljónir. Af einstökum myntstærðum er krónupeningurinn langmest notaður; um 67 milljónir krónupeninga í umferð í desember 2002.
Þar er einnig tekið fram að tölur um seðla og mynt í umferð ná ekki yfir peninga sem geymdir eru í Seðlabankanum á hverjum tíma, sem líklega eru þó nokkrir.
Listann í heild sinni má lesa
hérna.
Svarið var dagrétt og lagfært að öðru leyti 18. jan. 2003 vegna ábendinga frá Jóhanni Árnasyni, sem við þökkum hér með.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:- Hvað er mikið til af íslenskum seðlum og myntum? eftir Gylfa Magnússon
- Hvað duga peningaseðlar og mynt lengi? eftir Stefán Arnarson
- Hvar eru íslensku peningarnir prentaðir, eða má enginn vita það? eftir Gylfa Magnússon
- Hvernig eykst magn peninga í umferð í heiminum? eftir Gylfa Magnússon
- Eykst peningamagn í umferð með tilkomu greiðslukorta? eftir Gylfa Magnússon
- Hvað myndi gerast ef gjaldmiðill eins og peningar yrði að öllu leyti lagður niður? eftir Gylfa Magnússon