Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um Brandenborgarkonserta Bachs?

Árni Heimir Ingólfsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Getið þið sagt mér frá Brandenborgarkonsertum Bachs; hvar þeir voru samdir, í hvernig stíl eru þeir samdir o.s.frv.?

Á árunum 1717-1723 var Johann Sebastian Bach (1685–1750) í Köthen við hirð Leópolds prins af Anhalt-Köthen. Meðal helstu verka Bachs frá árunum í Köthen er safn konserta sem hann sendi Kristjáni Lúðvík (1677–1734) markgreifa af Brandenborg árið 1721 með yfirskriftinni Six Concerts avec plusieurs Instruments (Sex konsertar með margvíslegum hljóðfærum) en almennt ganga þeir undir nafninu Brandenborgarkonsertar. Bach hafði kynnst markgreifanum tveimur árum fyrr þegar hann var sendur til Berlínar til að kaupa nýjan sembal handa prinsinum. Handrit konsertanna er fagurlega skrifað og fremst er auðmjúk tileinkun til Kristjáns Lúðvíks á frönsku, sem í þá daga var hirðtunga þýskumælandi þjóða. Hafi Bach vonast til þess að tileinkunin opnaði honum einhverjar dyr í norðanverðu Þýskalandi varð honum ekki að ósk sinni. Þeir markgreifinn höfðu engin frekari samskipti svo vitað sé og nóturnar bera þess engin merki að spilað hafi verið eftir þeim.

Árituð titilsíða Brandenborgarkonsertanna.

Brandenborgarkonsertarnir sex eru yfirgripsmikil úttekt á konsertforminu. Sérstaða þeirra liggur fyrst og fremst í því hversu margbreytilegir þeir eru. Engir tveir eru samdir fyrir sömu áhöfn og einleikarar koma úr öllum hljóðfærahópum: málmblásarar (trompet og veiðihorn eða corno da caccia), tréblásarar (óbó, fagott, blokkflautur og þverflauta – flauto traverso) og strengjahljóðfæri, bæði gömul (gömbur) og ný (fiðlur, selló og smáfiðla eða violino piccolo, stillt ferund hærra en venjuleg fiðla).

Í tónlistinni notar Bach ritonello-form [ritornello er stuttur kafli sem snýr aftur] ítalskra höfunda en hvað yfirbragð snertir eru Brandenborgarkonsertarnir um margt ólíkir þeim ítölsku. Þeir einkennast af þykkum tónavef þar sem innri raddir eru jafnvægar þeim ytri, stundum bregður Bach jafnvel fyrir sig ströngum fúguskrifum sem eru sjaldséð hjá Vivaldi. Í sumum konsertunum eru einleikshljóðfærin skýrt afmörkuð en tveir konsertanna eru ripieno-konsertar þar sem hópurinn tekur að sér bæði einleik og tutti [„allir“, þegar allir flytjendur leika samtímis]. Konsert nr. 3 er saminn fyrir níu radda strengjasveit (þrjár fiðlur, þrjár víólur, þrjú selló) en í sjötta konsertinum leiða saman hesta sína víólur og gamaldags viola da gamba. Ítalska einleikshljóðfærinu par excellence – fiðlunni – er aftur á móti úthýst.

Sérstaða Brandenborgarkonsertanna liggur fyrst og fremst í því hversu margbreytilegir þeir eru. Engir tveir eru samdir fyrir sömu áhöfn og einleikarar koma úr öllum hljóðfærahópum.

Eitt óvæntasta augnablik Brandenborgarkonsertanna er í upphafsþætti hins fimmta, þar sem einleikshljóðfærin eru þverflauta, fiðla og semball. Kaflinn er í ritornello-formi og þegar fyrsta sólóstrófan hefst standa einleikararnir nokkurn veginn jafnfætis. Eftir því sem á kaflann líður verður hlutur sembalsins sífellt veigameiri, með leiftursnöggum tónstigum sem kalla í sífellt ríkari mæli á athygli hlustandans. Að endingu hrifsar semballeikarinn til sín öll völd. Bach skrifar í nóturnar risavaxna kadensu eða einleiksrunu fyrir cembalo solo senza stromenti – sembal án annarra hljóðfæra – alls 64 takta sem er ríflega fjórðungur kaflans í heild. Þetta var í fyrsta sinn í sögu konsertformsins sem semball fékk svo veigamikið hlutverk. Fram að þessu hafði hljóðfærið séð um fylgibassann en annars haft sig lítt í frammi í hljómsveitarmúsík.

Áhugasamir geta fundið fjölmargar útgáfur af Brandenborgarkonsertunum á Netinu, til dæmis flutning Orchestra Mozart og fiðluleikarans Giuliano Carmignola undir stjórn ítalska hljómsveitarstjórans Claudio Abbado.

Myndir:


Þetta svar er fengið úr bókinni Saga tónlistarinnar sem Forlagið gaf út árið 2016 og birt með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.

Höfundur

Árni Heimir Ingólfsson

tónlistarfræðingur

Útgáfudagur

18.12.2017

Spyrjandi

Þorbjörg Ída Ívarsdóttir

Tilvísun

Árni Heimir Ingólfsson. „Hvað getið þið sagt mér um Brandenborgarkonserta Bachs?“ Vísindavefurinn, 18. desember 2017, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=27455.

Árni Heimir Ingólfsson. (2017, 18. desember). Hvað getið þið sagt mér um Brandenborgarkonserta Bachs? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=27455

Árni Heimir Ingólfsson. „Hvað getið þið sagt mér um Brandenborgarkonserta Bachs?“ Vísindavefurinn. 18. des. 2017. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=27455>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Brandenborgarkonserta Bachs?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Getið þið sagt mér frá Brandenborgarkonsertum Bachs; hvar þeir voru samdir, í hvernig stíl eru þeir samdir o.s.frv.?

Á árunum 1717-1723 var Johann Sebastian Bach (1685–1750) í Köthen við hirð Leópolds prins af Anhalt-Köthen. Meðal helstu verka Bachs frá árunum í Köthen er safn konserta sem hann sendi Kristjáni Lúðvík (1677–1734) markgreifa af Brandenborg árið 1721 með yfirskriftinni Six Concerts avec plusieurs Instruments (Sex konsertar með margvíslegum hljóðfærum) en almennt ganga þeir undir nafninu Brandenborgarkonsertar. Bach hafði kynnst markgreifanum tveimur árum fyrr þegar hann var sendur til Berlínar til að kaupa nýjan sembal handa prinsinum. Handrit konsertanna er fagurlega skrifað og fremst er auðmjúk tileinkun til Kristjáns Lúðvíks á frönsku, sem í þá daga var hirðtunga þýskumælandi þjóða. Hafi Bach vonast til þess að tileinkunin opnaði honum einhverjar dyr í norðanverðu Þýskalandi varð honum ekki að ósk sinni. Þeir markgreifinn höfðu engin frekari samskipti svo vitað sé og nóturnar bera þess engin merki að spilað hafi verið eftir þeim.

Árituð titilsíða Brandenborgarkonsertanna.

Brandenborgarkonsertarnir sex eru yfirgripsmikil úttekt á konsertforminu. Sérstaða þeirra liggur fyrst og fremst í því hversu margbreytilegir þeir eru. Engir tveir eru samdir fyrir sömu áhöfn og einleikarar koma úr öllum hljóðfærahópum: málmblásarar (trompet og veiðihorn eða corno da caccia), tréblásarar (óbó, fagott, blokkflautur og þverflauta – flauto traverso) og strengjahljóðfæri, bæði gömul (gömbur) og ný (fiðlur, selló og smáfiðla eða violino piccolo, stillt ferund hærra en venjuleg fiðla).

Í tónlistinni notar Bach ritonello-form [ritornello er stuttur kafli sem snýr aftur] ítalskra höfunda en hvað yfirbragð snertir eru Brandenborgarkonsertarnir um margt ólíkir þeim ítölsku. Þeir einkennast af þykkum tónavef þar sem innri raddir eru jafnvægar þeim ytri, stundum bregður Bach jafnvel fyrir sig ströngum fúguskrifum sem eru sjaldséð hjá Vivaldi. Í sumum konsertunum eru einleikshljóðfærin skýrt afmörkuð en tveir konsertanna eru ripieno-konsertar þar sem hópurinn tekur að sér bæði einleik og tutti [„allir“, þegar allir flytjendur leika samtímis]. Konsert nr. 3 er saminn fyrir níu radda strengjasveit (þrjár fiðlur, þrjár víólur, þrjú selló) en í sjötta konsertinum leiða saman hesta sína víólur og gamaldags viola da gamba. Ítalska einleikshljóðfærinu par excellence – fiðlunni – er aftur á móti úthýst.

Sérstaða Brandenborgarkonsertanna liggur fyrst og fremst í því hversu margbreytilegir þeir eru. Engir tveir eru samdir fyrir sömu áhöfn og einleikarar koma úr öllum hljóðfærahópum.

Eitt óvæntasta augnablik Brandenborgarkonsertanna er í upphafsþætti hins fimmta, þar sem einleikshljóðfærin eru þverflauta, fiðla og semball. Kaflinn er í ritornello-formi og þegar fyrsta sólóstrófan hefst standa einleikararnir nokkurn veginn jafnfætis. Eftir því sem á kaflann líður verður hlutur sembalsins sífellt veigameiri, með leiftursnöggum tónstigum sem kalla í sífellt ríkari mæli á athygli hlustandans. Að endingu hrifsar semballeikarinn til sín öll völd. Bach skrifar í nóturnar risavaxna kadensu eða einleiksrunu fyrir cembalo solo senza stromenti – sembal án annarra hljóðfæra – alls 64 takta sem er ríflega fjórðungur kaflans í heild. Þetta var í fyrsta sinn í sögu konsertformsins sem semball fékk svo veigamikið hlutverk. Fram að þessu hafði hljóðfærið séð um fylgibassann en annars haft sig lítt í frammi í hljómsveitarmúsík.

Áhugasamir geta fundið fjölmargar útgáfur af Brandenborgarkonsertunum á Netinu, til dæmis flutning Orchestra Mozart og fiðluleikarans Giuliano Carmignola undir stjórn ítalska hljómsveitarstjórans Claudio Abbado.

Myndir:


Þetta svar er fengið úr bókinni Saga tónlistarinnar sem Forlagið gaf út árið 2016 og birt með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.

...