Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur nýburi sem vegur 16 merkur eða 4 kg mikið magn af blóði í líkamanum?

ÞÞ

Til að reikna út blóðmagn í nýbura er eftirfarandi jafna notuð:

$$~\text{Áætlað blóðrúmmál}$$ $$= ~\text{þyngd (kg)} \cdot ~\text{meðalblóðrúmmál (á hvert kg).}$$Meðalblóðrúmmál fyrir fullburða nýbura er um 80 mL/kg en meðalblóðrúmmál fyrir fyrirbura er um 95 mL/kg. Þó er rétt að geta þess að heimildir gefa ekki allar upp nákvæmlega sama meðalblóðsrúmmál og á það jafnt við um nýfædd börn og þá sem eldri eru, þannig að gildin sem hér eru notuð eru til viðmiðunar.

Magn blóðs í nýfæddum börnum er mismikið eftir þyngd. Auk þess sem meðalblóðrúmmál er ekki það sama hjá fyrirburum og fullburða börnum.

Þar sem spurt er um nýbura sem fæðist 4 kg að þyngd er um fullburða barn að ræða og því má áætla að blóðmagnið í honum sé: $$4~\text{kg} \cdot 80~\text{mL/kg} = 320~\text{mL.}$$Til gamans má benda á töflu á vef University of Michigan Medical School en þar má sjá stuðla til þess að reikna út blóðmagn hjá börnum, konum og körlum. Þessi tafla er þó einfölduð eins og flest annað þegar kemur að umfjöllun um blóðmagn einstaklinga.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

28.9.2012

Spyrjandi

Guðlaug Ólafsdóttir

Tilvísun

ÞÞ. „Hvað hefur nýburi sem vegur 16 merkur eða 4 kg mikið magn af blóði í líkamanum?“ Vísindavefurinn, 28. september 2012, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=28120.

ÞÞ. (2012, 28. september). Hvað hefur nýburi sem vegur 16 merkur eða 4 kg mikið magn af blóði í líkamanum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=28120

ÞÞ. „Hvað hefur nýburi sem vegur 16 merkur eða 4 kg mikið magn af blóði í líkamanum?“ Vísindavefurinn. 28. sep. 2012. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=28120>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur nýburi sem vegur 16 merkur eða 4 kg mikið magn af blóði í líkamanum?
Til að reikna út blóðmagn í nýbura er eftirfarandi jafna notuð:

$$~\text{Áætlað blóðrúmmál}$$ $$= ~\text{þyngd (kg)} \cdot ~\text{meðalblóðrúmmál (á hvert kg).}$$Meðalblóðrúmmál fyrir fullburða nýbura er um 80 mL/kg en meðalblóðrúmmál fyrir fyrirbura er um 95 mL/kg. Þó er rétt að geta þess að heimildir gefa ekki allar upp nákvæmlega sama meðalblóðsrúmmál og á það jafnt við um nýfædd börn og þá sem eldri eru, þannig að gildin sem hér eru notuð eru til viðmiðunar.

Magn blóðs í nýfæddum börnum er mismikið eftir þyngd. Auk þess sem meðalblóðrúmmál er ekki það sama hjá fyrirburum og fullburða börnum.

Þar sem spurt er um nýbura sem fæðist 4 kg að þyngd er um fullburða barn að ræða og því má áætla að blóðmagnið í honum sé: $$4~\text{kg} \cdot 80~\text{mL/kg} = 320~\text{mL.}$$Til gamans má benda á töflu á vef University of Michigan Medical School en þar má sjá stuðla til þess að reikna út blóðmagn hjá börnum, konum og körlum. Þessi tafla er þó einfölduð eins og flest annað þegar kemur að umfjöllun um blóðmagn einstaklinga.

Heimildir:

Mynd:...