Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er til þjóðsaga um fiskinn ýsu?

Símon Jón Jóhannsson

Já, það eru til þjóðsögur um ýsuna. Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar er til dæmis að finna sögu um samskipti fjandans og ýsunnar og ber ýsan enn merki þeirra:
Einu sinni ætlaði fjandinn að veiða fisk úr sjó. Þreifaði hann þá fyrir sér og varð fyrir honum ýsa. Hann tók undir eyruggana og sér þar enn svarta bletti á ýsunni. En ýsan tók viðbragð mikið og rann úr hendi á fjanda, og er þar nú rákin svört eftir sem neglurnar runnu. (Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri II, 7)

Þá er einnig til að ýsuroð sé notað í dulargervi, svo sem andlitsgrímur (sbr. Sigfús Sigfússon, Íslenzkar þjóðsögur og sagnir X, 105).


Ýsa (Melanogrammus aeglefinus).

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:

  • Jón Árnason (útg.) (1954–1961). Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, I–VI. (Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útg.) Reykjavík: Þjóðsaga.
  • Sigfús Sigfússon (safnaði og skráði) (1984–1993). Íslenskar þjóðsögur og sagnir I–XI. Reykjavík: Þjóðsaga.

Mynd:

Hér er einnig svarað spurningunni:
Eru til sagnir um tilkomu bletta og ráka á ýsu?

Höfundur

Símon Jón Jóhannsson

þjóðfræðingur

Útgáfudagur

19.11.2010

Spyrjandi

Áróra Björk Pétursdóttir, Ægir Ásbjörnsson

Tilvísun

Símon Jón Jóhannsson. „Er til þjóðsaga um fiskinn ýsu?“ Vísindavefurinn, 19. nóvember 2010, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=29018.

Símon Jón Jóhannsson. (2010, 19. nóvember). Er til þjóðsaga um fiskinn ýsu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=29018

Símon Jón Jóhannsson. „Er til þjóðsaga um fiskinn ýsu?“ Vísindavefurinn. 19. nóv. 2010. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=29018>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er til þjóðsaga um fiskinn ýsu?
Já, það eru til þjóðsögur um ýsuna. Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar er til dæmis að finna sögu um samskipti fjandans og ýsunnar og ber ýsan enn merki þeirra:

Einu sinni ætlaði fjandinn að veiða fisk úr sjó. Þreifaði hann þá fyrir sér og varð fyrir honum ýsa. Hann tók undir eyruggana og sér þar enn svarta bletti á ýsunni. En ýsan tók viðbragð mikið og rann úr hendi á fjanda, og er þar nú rákin svört eftir sem neglurnar runnu. (Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri II, 7)

Þá er einnig til að ýsuroð sé notað í dulargervi, svo sem andlitsgrímur (sbr. Sigfús Sigfússon, Íslenzkar þjóðsögur og sagnir X, 105).


Ýsa (Melanogrammus aeglefinus).

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:

  • Jón Árnason (útg.) (1954–1961). Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, I–VI. (Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útg.) Reykjavík: Þjóðsaga.
  • Sigfús Sigfússon (safnaði og skráði) (1984–1993). Íslenskar þjóðsögur og sagnir I–XI. Reykjavík: Þjóðsaga.

Mynd:

Hér er einnig svarað spurningunni:
Eru til sagnir um tilkomu bletta og ráka á ýsu?

...