Ef við tökum dæmigerða PC tölvu í dag, þá er hún með 2GHz Pentium 4 örgjörva.  Tíðnin 2GHz þýðir að klukka örgjörvans tifar 2 þúsund milljón sinnum á sekúndu.  Nýjustu örgjörvarnir geta síðan framkvæmt fleiri en eina skipun á hverju klukkutifi. Þannig getur Pentium 4 örgjörvinn framkvæmt tvær til þrjár skipanir í einu, eftir því um hvaða skipanir er að ræða. Það eru því framkvæmdar yfir fjögur þúsund milljón skipanir á sekúndu í örgjörvanum!  Ein af þessum skipunum gæti til dæmis verið að leggja saman tvær 10 stafa tölur.  Hvað getið þið framkvæmt margar slíkar samlagningar á sekúndu?!
Frekara lesefni af Vísindavefnum:- Hver er munurinn á AMD- og Intel-örgjörvum? Hjálmtý Hafsteinsson
 - Úr hverju eru pinnarnir á örgjörvum? eftir EÖÞ
 - Hvernig finnur maður út hversu marga möguleika talnaruna (t.d. leyninúmer) getur haft á uppröðun? eftir Einar Örn Þorvaldsson
 - Af hverju heyrast skruðningar í örgjörvanum þegar hann vinnur mikið? eftir Einar Örn Þorvaldsson