Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað þýða upphleyptu punktarnir neðst á bjórflöskunum?

Emelía Eiríksdóttir

Punktar sem finnast á hælnum á bjórflöskum gefa einfaldlega til kynna hvaða mót hefur verið notað við gerð flöskunnar hjá framleiðanda. Hvert mót hefur eigin punktamerkingu til að auðveldara sé að rekja galla á flöskunum. Punktarnir hafa því ekkert með sjálfan bjórinn að gera.


1) Stútur, 2) kragi, 3) háls, 4) öxl, 5) búkur, 6) hæll, 7) botn,
8) hliðarsaumur eftir mót.

Í dag eru margir flöskuframleiðendur farnir að prenta kóða, það er tölur og bókstafi, á flöskurnar í stað þess að nota upphleypta punkta. Auðveldara er að skanna prentaða kóða inn í tölvur og einnig er hægt að koma meiri og flóknari upplýsingum á flöskurnar með prentuðum kóðum en upphleyptum punktum.

Þessi punktamerking er alls ekki einskorðuð við bjórflöskur, heldur er hana að finna á margs konar glerílátum undir matvæli og aðra drykki, til dæmis á gosflöskum, áfengisflöskum og krukkum. Á mörgum glervörum er hægt að finna fleiri merkingar af hálfu framleiðanda, sérstaklega á botni (e. base) og hæl (e. heel) flöskunnar (neðst á flöskunni). Stundum er um að ræða merki glervöruframleiðenda en einnig tölur eins og til dæmis rúmmálið sem ílátið tekur, dagssetningu á framleiðslu ílátsins eða aðrar upplýsingar. Einnig eru sumar flöskur framleiddar með upphleyptu merki matvöru- eða drykkjarframleiðandans og er þau þá oft að finna á búk (e. body) flöskunnar eða á öxlinni (e. shoulder).

Önnur séreinkenni eða för er hægt að sjá á glervörum sem eru mótaðar í mótum (e. molds) á meðan loftbólur eru helstu sjáanlegu förin í handblásnum glervörum.

1) Hliðarsaumur sem endar efst á stútnum, 2) neðsti saumurinn á stútnum, 3) saumur eftir fyrra mótið er vanalega greinilegasti saumurinn á hálsinum á vélmótaðri flösku, 4) greinilegasti saumurinn á búk vélmótaðrar flösku er vanalega eftir seinna mótið, 5) saumurinn eftir seinna mótið nær niður að botnsaumnum á flestum vélamótuðum flöskum, 6) á botninum á flöskum sem eru mótaðar af Owens ABM-vélum eru oft sjáanleg sogmerki, 7) "Draugasaumur" eftir fyrra mótið dofnar vanalega og liðast niður eftir flöskubúknum.

Til dæmis eru saumarnir (e. seams) á flöskunum óhjákvæmilegir því þeir verða til á þeim stöðum þar sem partar mótsins mætast. Augljósustu saumarnir hlaupa eftir endilangri flöskunni, oft bara tveir því hvert mót er samsett úr tveimur helmingum auk botnsparts en þar sem vélblásnar flöskur eru mótaðar í tveimur mismunandi mótum þá má stundum sjá fjóra langa sauma. Munnblásnar flöskur eru vanalega mótaðar í einu móti. Einnig er oft hringsaumur þar sem hálsinn (e. neck) og kraginn (e. collar) mætast, og á hælnum. Auk þess er oft hægt að sjá hringlaga för á botninum eftir fyrra mótið.

Glöggir lesendur hafa örugglega tekið eftir því að botninn á flöskum og krukkum er oft rifflaður yst eða með upphleyptum punktum eða öðrum merkjum auk þess sem hann er iðulega kúptur. Rifflaða áferðin er til að koma í veg fyrir að ílátin festist við flatt undirlag þegar botninn er blautur. Ástæðan fyrir því að flöskubotn er kúptur er hins vegar til að koma í veg fyrir að hann verði óstöðugur. Flöskubotninn er nefnilega þykkasti hlutinn á flöskunni og kólnar því hægast; hann er því linari en afgangurinn af flöskunni þegar hún er í mótun og því er hætta á að botninn sígi og verpist sem myndi leiða til þess að flaskan væri óstöðug á flötu undirlagi. Með því að móta flöskubotninn kúptan hefur örlítið botnsig engin áhrif á stöðugleika flöskunnar.

Botnar á vín- og kampavínsflöskum eru áberandi meira kúptir en á bjórflöskum. Ástæðan fyrir þessu sérstæða útliti þeirra á sér langa sögu og er líklega margþætt. Kúptur botn eykur stöðugleika flöskunnar á sléttu undirlagi, hann styrkir flöskuna og það er auðveldara að snúa kúptum flöskum í rekkunum með fingrunum og þumlinum. Einnig er hugsanlegt að grugg festist betur í kúptum botni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Frekara lesefni utan Vísindavefsins:

Heimildir:
 • San Diego Reader - Skoðað 30.08.10
 • Wikipedia.org - Framleiðsla á gleri - Skoðað 30.08.10
 • Sha.org - Mótun flaska með vélum - Skoðað 30.08.10
 • Sha.org - Séreinkenni á flöskum sem eru mótaðar með vélum - Skoðað 30.08.10
 • Sha.org - Almenn lögun flaska - Skoðað 30.08.10
 • Wikibooks.org - Glerblástur - Skoðað 30.08.10

Myndir:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.11.2010

Spyrjandi

Vésteinn Snæbjarnarson

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hvað þýða upphleyptu punktarnir neðst á bjórflöskunum?“ Vísindavefurinn, 10. nóvember 2010. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=29752.

Emelía Eiríksdóttir. (2010, 10. nóvember). Hvað þýða upphleyptu punktarnir neðst á bjórflöskunum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=29752

Emelía Eiríksdóttir. „Hvað þýða upphleyptu punktarnir neðst á bjórflöskunum?“ Vísindavefurinn. 10. nóv. 2010. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=29752>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýða upphleyptu punktarnir neðst á bjórflöskunum?
Punktar sem finnast á hælnum á bjórflöskum gefa einfaldlega til kynna hvaða mót hefur verið notað við gerð flöskunnar hjá framleiðanda. Hvert mót hefur eigin punktamerkingu til að auðveldara sé að rekja galla á flöskunum. Punktarnir hafa því ekkert með sjálfan bjórinn að gera.


1) Stútur, 2) kragi, 3) háls, 4) öxl, 5) búkur, 6) hæll, 7) botn,
8) hliðarsaumur eftir mót.

Í dag eru margir flöskuframleiðendur farnir að prenta kóða, það er tölur og bókstafi, á flöskurnar í stað þess að nota upphleypta punkta. Auðveldara er að skanna prentaða kóða inn í tölvur og einnig er hægt að koma meiri og flóknari upplýsingum á flöskurnar með prentuðum kóðum en upphleyptum punktum.

Þessi punktamerking er alls ekki einskorðuð við bjórflöskur, heldur er hana að finna á margs konar glerílátum undir matvæli og aðra drykki, til dæmis á gosflöskum, áfengisflöskum og krukkum. Á mörgum glervörum er hægt að finna fleiri merkingar af hálfu framleiðanda, sérstaklega á botni (e. base) og hæl (e. heel) flöskunnar (neðst á flöskunni). Stundum er um að ræða merki glervöruframleiðenda en einnig tölur eins og til dæmis rúmmálið sem ílátið tekur, dagssetningu á framleiðslu ílátsins eða aðrar upplýsingar. Einnig eru sumar flöskur framleiddar með upphleyptu merki matvöru- eða drykkjarframleiðandans og er þau þá oft að finna á búk (e. body) flöskunnar eða á öxlinni (e. shoulder).

Önnur séreinkenni eða för er hægt að sjá á glervörum sem eru mótaðar í mótum (e. molds) á meðan loftbólur eru helstu sjáanlegu förin í handblásnum glervörum.

1) Hliðarsaumur sem endar efst á stútnum, 2) neðsti saumurinn á stútnum, 3) saumur eftir fyrra mótið er vanalega greinilegasti saumurinn á hálsinum á vélmótaðri flösku, 4) greinilegasti saumurinn á búk vélmótaðrar flösku er vanalega eftir seinna mótið, 5) saumurinn eftir seinna mótið nær niður að botnsaumnum á flestum vélamótuðum flöskum, 6) á botninum á flöskum sem eru mótaðar af Owens ABM-vélum eru oft sjáanleg sogmerki, 7) "Draugasaumur" eftir fyrra mótið dofnar vanalega og liðast niður eftir flöskubúknum.

Til dæmis eru saumarnir (e. seams) á flöskunum óhjákvæmilegir því þeir verða til á þeim stöðum þar sem partar mótsins mætast. Augljósustu saumarnir hlaupa eftir endilangri flöskunni, oft bara tveir því hvert mót er samsett úr tveimur helmingum auk botnsparts en þar sem vélblásnar flöskur eru mótaðar í tveimur mismunandi mótum þá má stundum sjá fjóra langa sauma. Munnblásnar flöskur eru vanalega mótaðar í einu móti. Einnig er oft hringsaumur þar sem hálsinn (e. neck) og kraginn (e. collar) mætast, og á hælnum. Auk þess er oft hægt að sjá hringlaga för á botninum eftir fyrra mótið.

Glöggir lesendur hafa örugglega tekið eftir því að botninn á flöskum og krukkum er oft rifflaður yst eða með upphleyptum punktum eða öðrum merkjum auk þess sem hann er iðulega kúptur. Rifflaða áferðin er til að koma í veg fyrir að ílátin festist við flatt undirlag þegar botninn er blautur. Ástæðan fyrir því að flöskubotn er kúptur er hins vegar til að koma í veg fyrir að hann verði óstöðugur. Flöskubotninn er nefnilega þykkasti hlutinn á flöskunni og kólnar því hægast; hann er því linari en afgangurinn af flöskunni þegar hún er í mótun og því er hætta á að botninn sígi og verpist sem myndi leiða til þess að flaskan væri óstöðug á flötu undirlagi. Með því að móta flöskubotninn kúptan hefur örlítið botnsig engin áhrif á stöðugleika flöskunnar.

Botnar á vín- og kampavínsflöskum eru áberandi meira kúptir en á bjórflöskum. Ástæðan fyrir þessu sérstæða útliti þeirra á sér langa sögu og er líklega margþætt. Kúptur botn eykur stöðugleika flöskunnar á sléttu undirlagi, hann styrkir flöskuna og það er auðveldara að snúa kúptum flöskum í rekkunum með fingrunum og þumlinum. Einnig er hugsanlegt að grugg festist betur í kúptum botni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Frekara lesefni utan Vísindavefsins:

Heimildir:
 • San Diego Reader - Skoðað 30.08.10
 • Wikipedia.org - Framleiðsla á gleri - Skoðað 30.08.10
 • Sha.org - Mótun flaska með vélum - Skoðað 30.08.10
 • Sha.org - Séreinkenni á flöskum sem eru mótaðar með vélum - Skoðað 30.08.10
 • Sha.org - Almenn lögun flaska - Skoðað 30.08.10
 • Wikibooks.org - Glerblástur - Skoðað 30.08.10

Myndir:...