Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Af hverju lyftast kökur í ofninum?

EDS

Vísindavefurinn hefur fengið fjölda fyrirspurna um bakstur og lyftiefni. Margar þeirra spurninga eru birtar neðst í þessu svari. Það er ljóst að fjölmargir hafa ekki bara áhuga að bragða á kökunum heldur einnig að skilja betur efnafræði baksturs.

Ýmis af þeim hráefnum sem koma við sögu í bakstri hjálpa til við að lyfta kökunni eða brauðinu þó í mismiklum mæli sé. Egg eru til dæmis lyftiefni þegar þau eru þeytt. Við þeytinguna myndast loftbólur sem þenjast út við bakstur og kakan lyftir sér. Vökvinn sem er í deiginu myndar gufu við hitann í ofninum og loftbólur myndast sem lyfta deiginu. Þá getur feitin í deiginu hjálpað til að halda loftinu í bakstrinum. Til þess að fá betri lyftingu eru þó oftast notuð sérstök lyftiefni, lyftiduft, matarsódi eða ger, eftir því hvað er verið að baka.

Matarsódi eða bökunarsódi, sem oft gengur líka undir heitinu natron, er natrínbíkarbónat (NaCHO3). Hann er notaður sem lyftiefni í kökur, ýmist einn og sér eða með öðrum lyftiefnum. Í bakstri er verið að sækjast eftir loftbólunum sem myndast þegar matarsóda er blandað við vökva og eitthvert hráefni með lágt sýrustig, til dæmis sítrónusafa, edik, súrmjólk, jógúrt, hunang eða súkkulaði. Við þessa blöndun fer strax af stað efnahvarf sem gefur af sér vatn, salt og það sem mestu máli skiptir, koltvíildi (koldíoxíð, CO2). Loftbólurnar sem myndast við efnahvarfið þenjast svo enn frekar út við hitann í ofninum og gera kökuna léttari og loftmeiri. Það skiptir máli að setja deig með matarsóda sem fyrst í ofninn því ef loftbólurnar ná að springa áður en deigið fer í ofninn er hætta á að kakan lyfti sér ekki.

Lyftiduft er blanda af matarsóda og vínsteini auk annarra efna.

Lyftiduft er algengasta lyftiefni í kökuuppskriftum. Það er yfirleitt blanda af matarsóda og vínsteinsdufti (e. cream of tartar) auk þess sem í því eru önnur efni svo sem hveiti, kartöflumjöl, maíssterkja, álefni eða fosföt. Við notkun þess gerist það sama og með matarsóda, þegar efnið kemst í snertingu við vökva verða efnahvörf sem leiða til þess að koltvíildisbólur myndast og þenjast enn frekar út við hitann í ofninum. Munurinn er hins vegar sá að þegar notað er lyftiduft er ekki eins mikilvægt að hafa sýruvaldandi hráefni í deiginu þar sem búið er að blanda sýrugjafa í lyftiduftið.

Lyftiduft er ýmist einvirkt eða tvívirkt (hægverkandi) sem er algengara og fer það eftir því hvaða efnum hefur verið blandað í það. Einvirkt lyftiduft verður virkt um leið og það kemst í snertingu við raka og sýru og þarf því að baka strax úr deiginu. Tvívirkt lyftiduft bregst við í tveimur skrefum, fyrst þegar það kemst í snertingu við vökva en aðallyftingin á sér síðan stað þegar hitastig í deiginu hækkar í ofninum. Deigið getur því beðið nokkra stund fyrir bakstur þar sem aðallyftingin á sér stað við hita.

Heimildir og myndir:


Vísindavefurinn hefur fengið fjölda spurninga um bakstur og lyftiefni sem þetta svar tekur líka til. Til dæmis:

 • Hvað er lyftiefni í bakstri?
 • Af hverju er matarsódi notaður í bakstur?
 • Hvað gerist í ofninum á meðan kaka er að bakast þar og hvað heldur því?
 • Hvað gerist, efnafræðilega, við lyftingu í bakstri?
 • Hvers vegna lyftist skúffukaka?
 • Hvaða hvarf verður þegar lyftiduft er hitað og af hverju lyftist deig við bakstur?
 • Hvernig virka lyftiduft og matarsódi í bakstri?
 • Hver er munurinn á geri og lyftidufti? Er þetta kanski bara tvö heiti yfir sama hlutinn?
 • Nú er misjafnt hvort er lyftiduft eða natron í uppskriftum stundum bæði. Hver er munurinn á þessum efnum?
 • Hvað er Cream of Tartar og hvernig er það notað?

Aðrir spyrjendur eru:
Una Hrönn, Guðmunda Brynja Óladóttir, Helena Benediktsdóttir, Ásdís Sigríður Björnsdóttir, Jón Unnar Guðmundsson, Erla Guðmundsdóttir, Vignir Einarsson, Þórdís Sveinsdóttir, Ómar Þorsteinsson, Kristín Ágústsdóttir.

Höfundur

Útgáfudagur

19.12.2014

Spyrjandi

Kristófer Már Maronsson og fleiri spyrjendur

Tilvísun

EDS. „Af hverju lyftast kökur í ofninum?“ Vísindavefurinn, 19. desember 2014. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=29920.

EDS. (2014, 19. desember). Af hverju lyftast kökur í ofninum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=29920

EDS. „Af hverju lyftast kökur í ofninum?“ Vísindavefurinn. 19. des. 2014. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=29920>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju lyftast kökur í ofninum?
Vísindavefurinn hefur fengið fjölda fyrirspurna um bakstur og lyftiefni. Margar þeirra spurninga eru birtar neðst í þessu svari. Það er ljóst að fjölmargir hafa ekki bara áhuga að bragða á kökunum heldur einnig að skilja betur efnafræði baksturs.

Ýmis af þeim hráefnum sem koma við sögu í bakstri hjálpa til við að lyfta kökunni eða brauðinu þó í mismiklum mæli sé. Egg eru til dæmis lyftiefni þegar þau eru þeytt. Við þeytinguna myndast loftbólur sem þenjast út við bakstur og kakan lyftir sér. Vökvinn sem er í deiginu myndar gufu við hitann í ofninum og loftbólur myndast sem lyfta deiginu. Þá getur feitin í deiginu hjálpað til að halda loftinu í bakstrinum. Til þess að fá betri lyftingu eru þó oftast notuð sérstök lyftiefni, lyftiduft, matarsódi eða ger, eftir því hvað er verið að baka.

Matarsódi eða bökunarsódi, sem oft gengur líka undir heitinu natron, er natrínbíkarbónat (NaCHO3). Hann er notaður sem lyftiefni í kökur, ýmist einn og sér eða með öðrum lyftiefnum. Í bakstri er verið að sækjast eftir loftbólunum sem myndast þegar matarsóda er blandað við vökva og eitthvert hráefni með lágt sýrustig, til dæmis sítrónusafa, edik, súrmjólk, jógúrt, hunang eða súkkulaði. Við þessa blöndun fer strax af stað efnahvarf sem gefur af sér vatn, salt og það sem mestu máli skiptir, koltvíildi (koldíoxíð, CO2). Loftbólurnar sem myndast við efnahvarfið þenjast svo enn frekar út við hitann í ofninum og gera kökuna léttari og loftmeiri. Það skiptir máli að setja deig með matarsóda sem fyrst í ofninn því ef loftbólurnar ná að springa áður en deigið fer í ofninn er hætta á að kakan lyfti sér ekki.

Lyftiduft er blanda af matarsóda og vínsteini auk annarra efna.

Lyftiduft er algengasta lyftiefni í kökuuppskriftum. Það er yfirleitt blanda af matarsóda og vínsteinsdufti (e. cream of tartar) auk þess sem í því eru önnur efni svo sem hveiti, kartöflumjöl, maíssterkja, álefni eða fosföt. Við notkun þess gerist það sama og með matarsóda, þegar efnið kemst í snertingu við vökva verða efnahvörf sem leiða til þess að koltvíildisbólur myndast og þenjast enn frekar út við hitann í ofninum. Munurinn er hins vegar sá að þegar notað er lyftiduft er ekki eins mikilvægt að hafa sýruvaldandi hráefni í deiginu þar sem búið er að blanda sýrugjafa í lyftiduftið.

Lyftiduft er ýmist einvirkt eða tvívirkt (hægverkandi) sem er algengara og fer það eftir því hvaða efnum hefur verið blandað í það. Einvirkt lyftiduft verður virkt um leið og það kemst í snertingu við raka og sýru og þarf því að baka strax úr deiginu. Tvívirkt lyftiduft bregst við í tveimur skrefum, fyrst þegar það kemst í snertingu við vökva en aðallyftingin á sér síðan stað þegar hitastig í deiginu hækkar í ofninum. Deigið getur því beðið nokkra stund fyrir bakstur þar sem aðallyftingin á sér stað við hita.

Heimildir og myndir:


Vísindavefurinn hefur fengið fjölda spurninga um bakstur og lyftiefni sem þetta svar tekur líka til. Til dæmis:

 • Hvað er lyftiefni í bakstri?
 • Af hverju er matarsódi notaður í bakstur?
 • Hvað gerist í ofninum á meðan kaka er að bakast þar og hvað heldur því?
 • Hvað gerist, efnafræðilega, við lyftingu í bakstri?
 • Hvers vegna lyftist skúffukaka?
 • Hvaða hvarf verður þegar lyftiduft er hitað og af hverju lyftist deig við bakstur?
 • Hvernig virka lyftiduft og matarsódi í bakstri?
 • Hver er munurinn á geri og lyftidufti? Er þetta kanski bara tvö heiti yfir sama hlutinn?
 • Nú er misjafnt hvort er lyftiduft eða natron í uppskriftum stundum bæði. Hver er munurinn á þessum efnum?
 • Hvað er Cream of Tartar og hvernig er það notað?

Aðrir spyrjendur eru:
Una Hrönn, Guðmunda Brynja Óladóttir, Helena Benediktsdóttir, Ásdís Sigríður Björnsdóttir, Jón Unnar Guðmundsson, Erla Guðmundsdóttir, Vignir Einarsson, Þórdís Sveinsdóttir, Ómar Þorsteinsson, Kristín Ágústsdóttir.

...