Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er áfengi dregið úr bjór þannig að hann megi kallast óáfengur?

Guðmundur Mar Magnússon

Árlega eru framleiddir um 180 milljarðar (180.000.000.000) lítra af bjór í heiminum og ef við gefum okkur að framleiðslan sé í takt við neyslu þá eru 493 milljónir (493.000.000) lítra drukknir daglega. Íslendingar drekka samtals um 65 þúsund lítra af bjór á sólarhring eða um 80 lítra á mann á ári.

Við bruggun losna sykrur úr maltkorninu sem gerjast þegar þær mæta gerinu. Við gerjun breytist sykurinn í alkóhól og kolsýru. Þó að áfengismagnið í „venjulegum“ bjór sé yfirleitt á bilinu 4,5 og 5% þá er hægt að kaupa bjór frá 0% upp í 53%.

Sterkasti bjór heims ku vera „The end of history“ frá skoskri ölgerð sem kallar sig Brewdog og er uppgefinn 53% af rúmmáli! Nokkur samkeppni er um bruggun sterkra bjóra, sérstaklega milli örbrugghúsa (e. microbreweries) í Bandaríkjunum. Venjulega er bjór ekki mikið meira en 10% þó svo að nokkuð mörg dæmi sé að finna um bjór sem er um 20%. Venjan er að tala um byggvín (e. barley wine) í þessu samhengi því þó svo að í grunninn séu hráefnin maltað bygg og humlar, þá á bragðið af svona drykkjum lítið skilt við það sem fólk kallar venjulega bjór.

Til eru margar tegundir af alkóholfríum bjór.

Léttöl er skilgreint á Íslandi sem bjór með skertu alkóhólmagni og á það við um allt öl með 2,25% styrkleika að rúmmáli. Athugið að rugla þessu ekki saman við svokallað „lite“ bjóra sem eru nokkuð vinsælir en þeir hafa alkóhólmagn sambærilegt við bjór; 4,4% er dæmigert fyrir „lite“ bjóra meðan „venjulegur“ bjór er algengastur 4,5-5%. Í „lite“ bjórunum er minna af kolvetnum og þar af leiðandi minna af hitaeiningum.

Tvær aðferðir eru notaðar til að búa til alkóhóllausan bjór:

  1. gerjun er stoppuð strax í byrjun og verður þá til nokkuð sætur en alkóhóllítill bjór
  2. bjórinn er látinn gerjast en alkóhólið er svo fjarlægt með eimingu eða sérstakri síun
Ef eiming hefur verið notuð er oft bætt í bjórinn eftir á þeim rokgjörnu efnum sem hafa gufað upp með alkóhólinu. Þriðja aðferðin er að framleiða léttbjór eins og þekkt er hér á landi, það er á sama hátt og venjulegur bjór en minna af korni er notað í hann. Minna korn gefur minna af sykrum sem ákvarða jú alkóhólstyrkinn.

Sumir framleiðendur alkóhólfrírra bjóra merkja 0,0% á umbúðirnar en algengt er að sjá merkinguna „að hámarki 0,5%“ vegna þess að erfitt er að uppfylla 0,0% skilyrðin, sérstaklega ef framleiðslan felur í sér eimingu.

Frekara lesefni utan Vísindavefsins:

Mynd:


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað ætli sé drukkinn mikill bjór á sólarhring í heiminum?
  • Af hverju er áfengi í bjór?
  • Í hvaða bjór eða víni er mesta áfengið?
  • Hvað er léttöl?
  • Hversu mikið áfengi er í alkóhólfríum bjór?

Höfundur

bruggmeistari Ölgerðar Egils Skallagrímssonar

Útgáfudagur

13.9.2010

Síðast uppfært

7.3.2024

Spyrjandi

Meike Erika Witt, Sigurður Kristjánsson, Arnar Freyr Kristinsson, Steinunn Brynja Óðinsdóttir, Alexander Friðriksson, Davíð Baldursson

Tilvísun

Guðmundur Mar Magnússon. „Hvernig er áfengi dregið úr bjór þannig að hann megi kallast óáfengur?“ Vísindavefurinn, 13. september 2010, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=29989.

Guðmundur Mar Magnússon. (2010, 13. september). Hvernig er áfengi dregið úr bjór þannig að hann megi kallast óáfengur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=29989

Guðmundur Mar Magnússon. „Hvernig er áfengi dregið úr bjór þannig að hann megi kallast óáfengur?“ Vísindavefurinn. 13. sep. 2010. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=29989>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er áfengi dregið úr bjór þannig að hann megi kallast óáfengur?
Árlega eru framleiddir um 180 milljarðar (180.000.000.000) lítra af bjór í heiminum og ef við gefum okkur að framleiðslan sé í takt við neyslu þá eru 493 milljónir (493.000.000) lítra drukknir daglega. Íslendingar drekka samtals um 65 þúsund lítra af bjór á sólarhring eða um 80 lítra á mann á ári.

Við bruggun losna sykrur úr maltkorninu sem gerjast þegar þær mæta gerinu. Við gerjun breytist sykurinn í alkóhól og kolsýru. Þó að áfengismagnið í „venjulegum“ bjór sé yfirleitt á bilinu 4,5 og 5% þá er hægt að kaupa bjór frá 0% upp í 53%.

Sterkasti bjór heims ku vera „The end of history“ frá skoskri ölgerð sem kallar sig Brewdog og er uppgefinn 53% af rúmmáli! Nokkur samkeppni er um bruggun sterkra bjóra, sérstaklega milli örbrugghúsa (e. microbreweries) í Bandaríkjunum. Venjulega er bjór ekki mikið meira en 10% þó svo að nokkuð mörg dæmi sé að finna um bjór sem er um 20%. Venjan er að tala um byggvín (e. barley wine) í þessu samhengi því þó svo að í grunninn séu hráefnin maltað bygg og humlar, þá á bragðið af svona drykkjum lítið skilt við það sem fólk kallar venjulega bjór.

Til eru margar tegundir af alkóholfríum bjór.

Léttöl er skilgreint á Íslandi sem bjór með skertu alkóhólmagni og á það við um allt öl með 2,25% styrkleika að rúmmáli. Athugið að rugla þessu ekki saman við svokallað „lite“ bjóra sem eru nokkuð vinsælir en þeir hafa alkóhólmagn sambærilegt við bjór; 4,4% er dæmigert fyrir „lite“ bjóra meðan „venjulegur“ bjór er algengastur 4,5-5%. Í „lite“ bjórunum er minna af kolvetnum og þar af leiðandi minna af hitaeiningum.

Tvær aðferðir eru notaðar til að búa til alkóhóllausan bjór:

  1. gerjun er stoppuð strax í byrjun og verður þá til nokkuð sætur en alkóhóllítill bjór
  2. bjórinn er látinn gerjast en alkóhólið er svo fjarlægt með eimingu eða sérstakri síun
Ef eiming hefur verið notuð er oft bætt í bjórinn eftir á þeim rokgjörnu efnum sem hafa gufað upp með alkóhólinu. Þriðja aðferðin er að framleiða léttbjór eins og þekkt er hér á landi, það er á sama hátt og venjulegur bjór en minna af korni er notað í hann. Minna korn gefur minna af sykrum sem ákvarða jú alkóhólstyrkinn.

Sumir framleiðendur alkóhólfrírra bjóra merkja 0,0% á umbúðirnar en algengt er að sjá merkinguna „að hámarki 0,5%“ vegna þess að erfitt er að uppfylla 0,0% skilyrðin, sérstaklega ef framleiðslan felur í sér eimingu.

Frekara lesefni utan Vísindavefsins:

Mynd:


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað ætli sé drukkinn mikill bjór á sólarhring í heiminum?
  • Af hverju er áfengi í bjór?
  • Í hvaða bjór eða víni er mesta áfengið?
  • Hvað er léttöl?
  • Hversu mikið áfengi er í alkóhólfríum bjór?
...